Körfubolti

Elvar ró­legur í tapi í Tyrk­landi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elvar Már Friðriksson gekk í raðir Maroussi fyrir tímabilið.
Elvar Már Friðriksson gekk í raðir Maroussi fyrir tímabilið. vísir/anton

Gríska körfuboltaliðið Maroussi, sem Elvar Már Friðriksson leikur með, tapaði fyrir Tofas Bursa frá Tyrklandi, 96-83, í fyrsta leik sínum í K-riðli á öðru stigi Evrópubikarsins í körfubolta í kvöld.

Elvar hafði nokkuð hægt um sig í leiknum í Tyrklandi. Njarðvíkingurinn skoraði níu stig á tæpum 23 mínútum, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Eftir jafnan 1. leikhluta tók Tofas völdin í 2. leikhluta og leiddi í hálfleik, 48-38.

Maroussi náði ekki að þjarma verulega að Tofas í seinni hálfleik og gríska liðið vann að lokum þrettán stiga sigur, 96-83.

Auk Maroussi og Tofas eru Basket Zaragoza og Porto í K-riðlinum. Næsti leikur Elvars og félaga er gegn Basket Zaragoza 11. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×