„Árás á okkur öll“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 18:30 Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“ Charlie Hebdo Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Sjá meira
Íslenskir kollegar starfsmanna Charlie Hebdo sem voru myrtir í gær segja mikilvægt að skopmyndateiknarar um heim allan láti ekki deigan síga í kjölfar þessa harmleiks. Starfsmenn Charlie Hebdo nýttu sér stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsi sitt og höfðu hugrekki til að gagnrýna hugmyndafræði og trúarbrögð gegnum sköpunarverk sín. Þeir guldu fyrir með lífi sínu.Árás á menningu lýðræðisríkja Árásin á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í gær var ekki bara hryðjuverk eða fjöldamorð. Þetta var árás á menningu lýðræðisríkja. Þetta var árás á gildi íbúa þessara ríkja. Og þetta var árás á tjáningarfrelsið. Tjáningarfrelsið er einn af hornsteinum lýðræðisríkja og fjölmiðlar eru varðhundar almennings (e. public watchdog) í slíkum ríkjum. Því má segja að árásin á skrifstofur Charlie Hebdo hafi í raun verið „árás á okkur öll,“ íbúa í lýðræðisríkjum, sem standa vörð um þessi gildi. Í þessu samhengi er rétt að huga að því að þeir sem grunaðir eru um að hafa framið verknaðinn eru franskir ríkisborgarar en um er að ræða múslimska öfgamenn. Halldór Baldursson skopmyndateiknari Fréttablaðsins minntist þeirra sem voru myrtir í gær með þessari teikningu í dag.Forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að Halldór segist hafa orðið fyrir áfalli í gær þegar fréttir bárust af ódæðinu. „Mér brá alveg svakalega í gær. Maður var að vinna úr þessu í gær og maður forðaðist að hleypa reiðum hugmyndum að,“ segir Halldór. Hann segir gleði rauða þráðinn í teikningum Charlie Hebdo. „Ég held að það komi mörgum á óvart sem skoða verk þeirra að þau eru full af gleði. Hvernig þau geta vakið svona mikla reiði er mér algjörlega torskilið.“ Gunnar Karlsson sem teiknar í helgarblað Fréttablaðsins tekur undir með Halldóri. „Ég er ennþá í sjokki. Það er dálítið ótrúlegt að það geti stafað svona mikil ógn af skrípateiknurum. Þetta sýnir kannski hvað teikningar geta haft mikil áhrif og eru beitt vopn,“ segir Gunnar. „Ég sé það ekki fyrir mér að teiknarar láti þetta hafa áhrif á sig,“ segir Halldór sem hyggst vinna áfram úr harmleiknum í teikningu morgundagsins sem hann var að leggja drög að þegar fréttamann og tökumann bar að garði á vinnustofu hans í dag. Gunnar Karlsson tekur í sama streng. „Við gerum bara það sem þarf að gera. Enda er fólk ekkert hætt. Allur netheimurinn logar af þessum myndum.“
Charlie Hebdo Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Erlent Fleiri fréttir Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Sjá meira