Meirihlutastjórn ekki mynduð án svika Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. nóvember 2016 10:46 Sjálfstæðisflokkur vill ekki vinna með Pírötum. Vinstri græn vilja ekki vinna með Sjálfstæðisflokknum. Viðreisn vill ekki vinna með núverandi ríkisstjórnarflokkum og Píratar ekki heldur. Myndvinnsla/Garðar Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Sjá meira
Staðan hefur flækst töluvert eftir að stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka var slitið í gær. Nokkuð ljóst er orðið að ekki verði mynduð meirihlutastjórn án þess að einhver flokkur gangi þvert á orð sín um að útiloka samstarf við tiltekna flokka. Tvær eiginlegar tilraunir hafa verið gerðar til stjórnarmyndunar. Annars vegar milli Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar og hinsvegar milli VG, Samfylkingar, Pírata, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar undir stjórn Katrínar Jakobsdóttur. Báðar þessar tilraunir hafa strandað á málefnum flokkanna.Búið að útiloka marga kosti Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar lýst því yfir að flokkurinn fari ekki í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. Þá hefur Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna ítrekað sagt að flokkurinn eigi ekki samleið með Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á að vinna með Pírötum. Raunar lítur Bjarni ekki á Pírata sem stjórnmálaflokk heldur hreyfingu sem hefur hrist upp í hlutunum, ef marka má orð hans í umræðuþætti á RÚV þann 28. október síðastliðinn. Þá hafa Píratar útilokað samstarf með Framsóknarflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn tilbúinn til að stíga inn í stjórnarmyndunarviðræður.Ekki vitað hvort Katrín skili umboðinu Framsókn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn gætu myndað 36 þingmanna meirihluta, en samkvæmt Benedikt bæði fyrir og eftir kosningar er að ekki er vilji fyrir því innan Viðreisnar. Píratar, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað 41 þingmanna meirihluta en nokkuð ljóst er að það sé ekki á dagskrá.Þá leggur Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra, til í Morgunblaðinu í dag að Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkur reyni næst að mynda ríkisstjórn. Sú stjórn hefði 39 þingmanna meirihluta. Ekki er vitað hver næstu skref Katrínar Jakobsdóttur eru. Þingflokkur Vinstri grænna fundar klukkan 10:30 í dag en ekki er vitað hvort hún geri aðra tilraun til stjórnarmyndunar eða skili stjórnarmyndunarumboðinu til forseta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00 Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00 Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Fleiri fréttir Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Sjá meira
Stefnir í stjórnarkreppu Upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka slitnaði í gær þegar ljóst var að ekki næðist saman um skattabreytingar. Formaður Vinstri grænna ræðir við forseta í dag. Ólíklegt að Björt framtíð slíti samstarfinu við Viðreisn. 24. nóvember 2016 07:00
Hugmyndir um hærri skatta stóðu í þingmönnum Viðreisnar Þingmaður Viðreisnar segir að hugmyndir Vinstri grænna um aukna skattheimtu standist ekki hugmyndir helstu skattasérfræðinga landsins. Formaður Vinstri grænna segir að aldrei hafi staðið til að framkvæma allar hugmyndirnar sem lagðar voru 24. nóvember 2016 07:00
Katrín: Hver sem er getur farið að mynda meirihluta núna „Ég vissi alltaf að þetta væri ekkert í höfn en átti ekki endilega von á því að þetta myndi gerast.“ 24. nóvember 2016 08:07