Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Dýpri þekking á erfðamengi hveitis er sögð vera forsenda þess að hægt verði tryggja fæðuöryggi. NORDICPHOTOS/GETTY Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Sjá meira
Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Fleiri fréttir Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Sjá meira