Bára rangfeðruð í boðun héraðsdómara Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. desember 2018 12:03 Bára Halldórsdóttir. Til hægri sést mynd af boðun héraðsdómara sem stíluð er á Báru Guðmundsdóttur. Vísir/Arnar Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í Klaustursmálinu svokallaða, var rangfeðruð í boðun héraðsdómara til þinghalds vegna mögulegs einkamáls fjögurra þingmanna Miðflokksins á hendur henni. Héraðsdómari sem skrifaði undir boðunina segir mistökin eiga uppruna sinn í beiðni lögmanns þingmannanna. Þá áréttar hann að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram.Sjá einnig: Bára gæti fengið háa sekt Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði í gær eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni.„Skipti greinilega ekki meira máli en svo“ Á mynd sem Bára birti af boðun héraðsdómara sést að bréfið er stílað á Báru Guðmundsdóttur. Bára er Halldórsdóttir, líkt og komið hefur ítrekað fram í umfjöllun fjölmiðla um Klaustursmálið, og er þar með rangfeðruð. Aðrar upplýsingar um Báru í beiðninni eru þó réttar. „Kennitalan er rétt og heimilisfangið er rétt. En ég skipti greinilega ekki meira máli en svo að það er ekki hægt að setja nafnið mitt rétt á blað,“ segir Bára. Innt eftir því hvort hún hyggist taka þinghaldsboðunina gilda þrátt fyrir misritunina segist Bára ætla að leita ráða hjá lögfróðum. „Ég er að fara að tala við konu á eftir sem er lögfræðingur. Ef ég á að mæta þá mæti ég, ef ég á ekki að mæta þá mæti ég ekki. Ég veit bara veit það ekki því ég er bara venjuleg manneskja úti í bæ.“ Vakin var athygli á mistökunum á samfélagsmiðlum eftir að Bára birti myndina af skjalinu og hafa sumir lýst yfir vanþóknun í garð dómstóla vegna þessa.Verður boðuð aftur ef þarf Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari skrifar undir boðunina. Hann segir í samtali við Vísi að misritun á nafni Báru sé upprunnin í beiðni Reimars Péturssonar, lögmanns Miðflokksþingmannanna fjögurra. Mistökin hafi svo ratað beint í boðunina. Inntur eftir því hvort boðunin teljist gild bendir Lárentsínus á að kennitalan sé rétt og að enginn sé líklega í vafa um hvaða Báru sé verið að boða til þinghalds.Lárentsínus Kristjánsson.vísir/gva„En ef hún ber því fyrir að boðunin sé röng þá verður hún bara boðuð aftur.“Enginn að boða Báru í skýrslutöku Eins og áður segir var greint frá beiðni þingmannanna í gær. Í umfjöllun um málið sögðu fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, RÚV og Fréttablaðið, að Bára hefði þar með verið boðuð í skýrslutöku vegna málsins. Í framhaldinu ræddi t.d. RÚV við framkvæmdastjóra Lagastofnunar HÍ, sem sagði að svo virðist vera sem verið sé að kveða Báru fyrir dóminn sem vitni. Bára geti hins vegar ekki verið vitni í eigin máli. Lárentsínus áréttar í samtali við Vísi að hér gæti misskilnings. Enginn hafi boðað Báru í skýrslutöku og fráleitt sé að halda því fram. „Ef þessi kvaðning er lesin þá segir í fyrsta lagi dómari að svo virðist sem að í framhaldinu verði höfðað mál á hendur henni, ergo, hún er þá aðili málsins. Síðan er vísað til 4. málsgreinar 78. greinar laganna og þar segir að dómari boði aðila. Þannig að það er alveg fráleitt að lesa út úr þessu að það sé verið að boða hana til skýrslutöku. Sem aðili, hugsanlega, getur hún óskað eftir því að gefa skýrslu, en það er allt öðruvísi skýrsla en vitnaskýrsla.“ Þinghaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn 17. desember næstkomandi. Beiðni lögmanns Miðflokksþingmannanna um vitnaleiðslur og öflun sönnunargagna var send Héraðsómi Reykjavíkur þann 6. desember síðastliðinn, þegar ekki lá fyrir hver hefði tekið samtal þingmannanna upp. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býðst til að hrinda af stað söfnun fyrir Báru „uppljóstrara“ Jón Gnarr bauðst í kvöld til þess að hrinda af stað söfnun fyrir Báru Halldórsdóttur. 11. desember 2018 23:21 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari í Klaustursmálinu svokallaða, var rangfeðruð í boðun héraðsdómara til þinghalds vegna mögulegs einkamáls fjögurra þingmanna Miðflokksins á hendur henni. Héraðsdómari sem skrifaði undir boðunina segir mistökin eiga uppruna sinn í beiðni lögmanns þingmannanna. Þá áréttar hann að Bára hafi ekki verið boðuð til skýrslutöku í málinu, líkt og fjölmiðlar hafa haldið fram.Sjá einnig: Bára gæti fengið háa sekt Sex þingmenn sátu að sumbli á Klausturbar 20. nóvember síðastliðinn en Bára tók samtalið upp og sendi síðan þremur fjölmiðlum upptökurnar. Lögmaður fjögurra þingmanna Miðflokksins, þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Gunnars Braga Sveinssonar, Önnu Kolbrúnar Árnadóttur og Bergþórs Ólasonar, sem tóku þátt í samtalinu á Klaustri óskaði í gær eftir því að Bára yrði boðuð til þinghalds vegna upptökunnar, þar sem dómsmál kunni að vera höfðað á hendur henni.„Skipti greinilega ekki meira máli en svo“ Á mynd sem Bára birti af boðun héraðsdómara sést að bréfið er stílað á Báru Guðmundsdóttur. Bára er Halldórsdóttir, líkt og komið hefur ítrekað fram í umfjöllun fjölmiðla um Klaustursmálið, og er þar með rangfeðruð. Aðrar upplýsingar um Báru í beiðninni eru þó réttar. „Kennitalan er rétt og heimilisfangið er rétt. En ég skipti greinilega ekki meira máli en svo að það er ekki hægt að setja nafnið mitt rétt á blað,“ segir Bára. Innt eftir því hvort hún hyggist taka þinghaldsboðunina gilda þrátt fyrir misritunina segist Bára ætla að leita ráða hjá lögfróðum. „Ég er að fara að tala við konu á eftir sem er lögfræðingur. Ef ég á að mæta þá mæti ég, ef ég á ekki að mæta þá mæti ég ekki. Ég veit bara veit það ekki því ég er bara venjuleg manneskja úti í bæ.“ Vakin var athygli á mistökunum á samfélagsmiðlum eftir að Bára birti myndina af skjalinu og hafa sumir lýst yfir vanþóknun í garð dómstóla vegna þessa.Verður boðuð aftur ef þarf Lárentsínus Kristjánsson héraðsdómari skrifar undir boðunina. Hann segir í samtali við Vísi að misritun á nafni Báru sé upprunnin í beiðni Reimars Péturssonar, lögmanns Miðflokksþingmannanna fjögurra. Mistökin hafi svo ratað beint í boðunina. Inntur eftir því hvort boðunin teljist gild bendir Lárentsínus á að kennitalan sé rétt og að enginn sé líklega í vafa um hvaða Báru sé verið að boða til þinghalds.Lárentsínus Kristjánsson.vísir/gva„En ef hún ber því fyrir að boðunin sé röng þá verður hún bara boðuð aftur.“Enginn að boða Báru í skýrslutöku Eins og áður segir var greint frá beiðni þingmannanna í gær. Í umfjöllun um málið sögðu fjölmiðlar, þar á meðal Vísir, RÚV og Fréttablaðið, að Bára hefði þar með verið boðuð í skýrslutöku vegna málsins. Í framhaldinu ræddi t.d. RÚV við framkvæmdastjóra Lagastofnunar HÍ, sem sagði að svo virðist vera sem verið sé að kveða Báru fyrir dóminn sem vitni. Bára geti hins vegar ekki verið vitni í eigin máli. Lárentsínus áréttar í samtali við Vísi að hér gæti misskilnings. Enginn hafi boðað Báru í skýrslutöku og fráleitt sé að halda því fram. „Ef þessi kvaðning er lesin þá segir í fyrsta lagi dómari að svo virðist sem að í framhaldinu verði höfðað mál á hendur henni, ergo, hún er þá aðili málsins. Síðan er vísað til 4. málsgreinar 78. greinar laganna og þar segir að dómari boði aðila. Þannig að það er alveg fráleitt að lesa út úr þessu að það sé verið að boða hana til skýrslutöku. Sem aðili, hugsanlega, getur hún óskað eftir því að gefa skýrslu, en það er allt öðruvísi skýrsla en vitnaskýrsla.“ Þinghaldið fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur mánudaginn 17. desember næstkomandi. Beiðni lögmanns Miðflokksþingmannanna um vitnaleiðslur og öflun sönnunargagna var send Héraðsómi Reykjavíkur þann 6. desember síðastliðinn, þegar ekki lá fyrir hver hefði tekið samtal þingmannanna upp.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Býðst til að hrinda af stað söfnun fyrir Báru „uppljóstrara“ Jón Gnarr bauðst í kvöld til þess að hrinda af stað söfnun fyrir Báru Halldórsdóttur. 11. desember 2018 23:21 Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34 Mest lesið „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Býðst til að hrinda af stað söfnun fyrir Báru „uppljóstrara“ Jón Gnarr bauðst í kvöld til þess að hrinda af stað söfnun fyrir Báru Halldórsdóttur. 11. desember 2018 23:21
Óska eftir því að Bára gefi skýrslu vegna mögulegs einkamáls Bára Halldórsdóttir uppljóstrarinn á Klausturbar bjóst við bréfinu sem hún fékk í dag. 11. desember 2018 18:03
Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21
Bára gæti fengið háa sekt Fjórir Þingmenn Miðflokksins hafa farið fram á að Persónuvernd rannsaki meint brot þeirra sem stóðu að upptökunni á Klausturbarnum og beiti stjórnvaldssektum gagnvart hinum brotlega. 11. desember 2018 12:34
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent