Nýjar sprungur á Gónhóli við eldstöðvarnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2021 15:24 Veðurstofan vaktar sprungumyndun á hinum svokallaða Gónhóli. Vísir/Vilhelm Nýjar sprungur sjást nú í Gónhóli nálægt eldstöðvunum við Fagradalsfjall og virðast þær hafa myndast á síðastliðnum tveimur vikum. Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól, þar sem þyrlum hefur meðal annars verið lent með farþega. Gónhóll fékk þetta lýsandi nafn fljótlega eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst, þar sem hóllinn reyndist afar góður og fjölfarinn útsýnistaður yfir gosið. Nú er hans hinsvegrar umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Á vef Veðurstofunnar segir að umræddar sprungur séu líklega togsprungur og raða þær sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum. Nokkrar kenningar hafa verið nefndar um hvað veldur sprungunum, til að mynda litlir jarðskjálfta, það er minni en 2 að stærð, sig í kjölfar minnkandi kvikuþrýstings eða hraunfargið sem umlykur hólinn. Sprungurnar eru merktar með rauðu inn á kortið. Megin gígurinn sést efst í vinstra horninu. Loftmyndin og landlíkanið er unnið út frá myndum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.Mynd/Veðurstofa Íslands Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól að því er segir á vef Veðurstofunnar. „Ef að kvika kemst nærri yfirborði þá má gera ráð fyrir að sprungurnar gliðni enn frekar og að gas og gufur sjáist stíga upp úr þeim. Við slík skilyrði er ekki ráðlegt að vera á Gónhóli. Veðurstofan beinir því þeim tilmælum til þyrluflugmanna sem lenda á Gónhóli að gæta varúðar.“ Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis sem er einmitt á Gónhóli, ekki langt frá nýju sprungunum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Fleiri fréttir Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Sjá meira
Gónhóll fékk þetta lýsandi nafn fljótlega eftir að eldgosið í Fagradalsfjalli hófst, þar sem hóllinn reyndist afar góður og fjölfarinn útsýnistaður yfir gosið. Nú er hans hinsvegrar umlukinn hrauni og einungis aðgengilegur á þyrlum. Á vef Veðurstofunnar segir að umræddar sprungur séu líklega togsprungur og raða þær sér nyrst í Gónhóli í stefnu kvikugangsins, suðaustur af megin gígnum. Nokkrar kenningar hafa verið nefndar um hvað veldur sprungunum, til að mynda litlir jarðskjálfta, það er minni en 2 að stærð, sig í kjölfar minnkandi kvikuþrýstings eða hraunfargið sem umlykur hólinn. Sprungurnar eru merktar með rauðu inn á kortið. Megin gígurinn sést efst í vinstra horninu. Loftmyndin og landlíkanið er unnið út frá myndum frá Náttúrufræðistofnun Íslands.Mynd/Veðurstofa Íslands Ekki er hægt að útiloka að sprungumyndanirnar séu til marks um að kvika sé að færast nær yfirborði við Gónhól að því er segir á vef Veðurstofunnar. „Ef að kvika kemst nærri yfirborði þá má gera ráð fyrir að sprungurnar gliðni enn frekar og að gas og gufur sjáist stíga upp úr þeim. Við slík skilyrði er ekki ráðlegt að vera á Gónhóli. Veðurstofan beinir því þeim tilmælum til þyrluflugmanna sem lenda á Gónhóli að gæta varúðar.“ Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu úr vefmyndavél Vísis sem er einmitt á Gónhóli, ekki langt frá nýju sprungunum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55 Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29 Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Fleiri fréttir Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Sjá meira
Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. 10. ágúst 2021 13:55
Ekki nýtt gosop heldur gat í gígbarminum Svo virtist sem nýtt gosop hefði verið að taka á sig mynd í eldgosinu í Fagradalsfalli í dag, en svo var ekki. 9. ágúst 2021 19:29
Týnda prinsessan skoðaði eldgosið Latifa prinsessa af Dubai var stödd hér á landi nýlega og skoðaði eldgosið í Geldingadölum. Hún var stödd á landinu með vinkonu sinni Sioned Taylor en þær stöllur virðast hafa verið á ferðalagi um heiminn undanfarið. 10. ágúst 2021 09:54