Íslandsvinir unnu með Facebook að nýju nafnavali Rakel Sveinsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 07:00 Friðrik Larsen, framkvæmdastjóri brandr vörumerkjastofu, segir Íslandsvinina hjá Saffron láta vel af samstarfinu við stjórnendur Facebook. Unnið var að því að velja nýtt nafninu Meta í um tvö ár. Vísir/Vilhelm Það fór ekki framhjá heimsbyggðinni að Facebook tilkynnti um nýtt nafn félagsins á dögunum: Meta. Íslandsvinir tóku þátt í því nafnavali en verkefnið sem slíkt hófst árið 2019. Ráðgjafafyrirtækið Saffron er ýmsum Íslendingum kunnugt en það er í nánu samstarfi við brandr vörumerkjastofu. „Saffron eru nánir samstarfsaðilar okkar og hafa verið að starfa með brandr á undanförnum misserum í stefnumótunar verkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Meðal annars hafa þeir starfað með okkur í stefnumótunarvinnu með Högum hér á landi svo eitthvað sé nefnt,“ segir Friðrik Larsen, framkvæmdastjóri brandr og dósent við Háskóla Íslands. Þá segir hann teymi Saffron mikla Íslandsvini sem hafi áhuga á frekari samstarfi við íslensk fyrirtæki. En hvernig fannst þessum Íslandsvinum að starfa fyrir Facebook? „Þeir láta vel af samstarfinu og munu birta dæmirannsókn um verkefnið bráðlega,“ segir Friðrik. Þegar það verður, mun brandr fjalla um niðurstöðurnar. „Það verður vafalaust áhugavert fyrir markaðsfólk að fá innsýn í þetta verkefni.“ Sitt sýnist þó hverjum um hið nýja nafn Meta. Til að mynda sagði BBC frá því í frétt að nafnið hefði valdið nokkrum usla í Ísrael, þar sem meta er borið fram eins og kvenkynsorðið dauði á hebresku. Þá hafa sumir haft efasemdir um tímasetninguna á nýja nafninu og lýst því yfir að með nýju nafni sé Mark Zuckerberg fyrst og fremst að reyna að dreifa athyglinni frá öðrum og erfiðum málum sem nú beinast að samfélagsmiðlinum Facebook. Friðrik segist hins vegar hæstánægður með nafnavalið. Nýja nafnið Meta stendur fyrir enska orðið Beyond eða að handan og vísar til framtíðarinnar. Nýja nafnið og myndmerkið undirstrikar vel þá stefnu sem þeir hafa mótað sér til framtíðar og samræmist henni á skýran hátt eins og góðu vörumerki sæmir því rekstrarstefna og vörumerkjastefna eru eins og hægri og vinstri fótur fyrirtækis og eiga ætíð að ganga í takt,“ segir Friðrik. Þessa dagana standa annars yfir tilnefningar fyrir Besta íslenska vörumerkið árið 2021. Tilnefningar sendast í gegnum vefsíðuna brandr.is og rennur frestur til að senda inn tillögur næstkomandi sunnudag. Atvinnulífið á Vísi mun fjalla nánar um málið þegar verðlaunahafar verða kynntir í byrjun febrúar á næsta ári. Þegar hefur verið tilkynnt hverjir sitja í valnefnd fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2021 en hún samanstendur af einstaklingum sem teljast framúrskarandi aðilar úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Þar af er 40% af hópnum einstaklingar sem sátu einnig í valnefnd í fyrra, valdir aftur með slembiúrtaki. Hin 60% af hópnum eru einstaklingar sem sitja í valnefndinni í fyrsta sinn. Í valnefnd Bestu íslensku vörumerkjanna árið 2021 sitja margir þekktir einstaklingar úr atvinnulífinu og fræðisamfélaginu. Auglýsinga- og markaðsmál Tækni Facebook Meta Tengdar fréttir Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00 „Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00 „Skiptir mestu máli að viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti” Vörumerki þarf að standa fyrir svo mörgu öðru en eingöngu útliti markaðsefnis. Það þarf að mynda sterka og jákvæða upplifun og endurspegla þá upplifun sem viðskiptavinir verða fyrir. Það þarf að njóta virðingar viðskiptavina. 19. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Ráðgjafafyrirtækið Saffron er ýmsum Íslendingum kunnugt en það er í nánu samstarfi við brandr vörumerkjastofu. „Saffron eru nánir samstarfsaðilar okkar og hafa verið að starfa með brandr á undanförnum misserum í stefnumótunar verkefnum bæði á Íslandi og erlendis. Meðal annars hafa þeir starfað með okkur í stefnumótunarvinnu með Högum hér á landi svo eitthvað sé nefnt,“ segir Friðrik Larsen, framkvæmdastjóri brandr og dósent við Háskóla Íslands. Þá segir hann teymi Saffron mikla Íslandsvini sem hafi áhuga á frekari samstarfi við íslensk fyrirtæki. En hvernig fannst þessum Íslandsvinum að starfa fyrir Facebook? „Þeir láta vel af samstarfinu og munu birta dæmirannsókn um verkefnið bráðlega,“ segir Friðrik. Þegar það verður, mun brandr fjalla um niðurstöðurnar. „Það verður vafalaust áhugavert fyrir markaðsfólk að fá innsýn í þetta verkefni.“ Sitt sýnist þó hverjum um hið nýja nafn Meta. Til að mynda sagði BBC frá því í frétt að nafnið hefði valdið nokkrum usla í Ísrael, þar sem meta er borið fram eins og kvenkynsorðið dauði á hebresku. Þá hafa sumir haft efasemdir um tímasetninguna á nýja nafninu og lýst því yfir að með nýju nafni sé Mark Zuckerberg fyrst og fremst að reyna að dreifa athyglinni frá öðrum og erfiðum málum sem nú beinast að samfélagsmiðlinum Facebook. Friðrik segist hins vegar hæstánægður með nafnavalið. Nýja nafnið Meta stendur fyrir enska orðið Beyond eða að handan og vísar til framtíðarinnar. Nýja nafnið og myndmerkið undirstrikar vel þá stefnu sem þeir hafa mótað sér til framtíðar og samræmist henni á skýran hátt eins og góðu vörumerki sæmir því rekstrarstefna og vörumerkjastefna eru eins og hægri og vinstri fótur fyrirtækis og eiga ætíð að ganga í takt,“ segir Friðrik. Þessa dagana standa annars yfir tilnefningar fyrir Besta íslenska vörumerkið árið 2021. Tilnefningar sendast í gegnum vefsíðuna brandr.is og rennur frestur til að senda inn tillögur næstkomandi sunnudag. Atvinnulífið á Vísi mun fjalla nánar um málið þegar verðlaunahafar verða kynntir í byrjun febrúar á næsta ári. Þegar hefur verið tilkynnt hverjir sitja í valnefnd fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2021 en hún samanstendur af einstaklingum sem teljast framúrskarandi aðilar úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu. Þar af er 40% af hópnum einstaklingar sem sátu einnig í valnefnd í fyrra, valdir aftur með slembiúrtaki. Hin 60% af hópnum eru einstaklingar sem sitja í valnefndinni í fyrsta sinn. Í valnefnd Bestu íslensku vörumerkjanna árið 2021 sitja margir þekktir einstaklingar úr atvinnulífinu og fræðisamfélaginu.
Auglýsinga- og markaðsmál Tækni Facebook Meta Tengdar fréttir Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00 „Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00 „Skiptir mestu máli að viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti” Vörumerki þarf að standa fyrir svo mörgu öðru en eingöngu útliti markaðsefnis. Það þarf að mynda sterka og jákvæða upplifun og endurspegla þá upplifun sem viðskiptavinir verða fyrir. Það þarf að njóta virðingar viðskiptavina. 19. febrúar 2021 07:01 Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Mistókst að sanna lán og fær 20 milljónir ekki endurgreiddar Viðskipti innlent Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Sjá meira
Bestu vörumerkin 2020: Ekki nóg að mæta fínn í partí Það myndaðist góð stemning víða þegar viðurkenningar voru veittar fyrir Bestu íslensku vörumerkin 2020, en viðurkenningin var veitt rafrænt þann 25.febrúar síðastliðinn. Hjá mörgum tilnefndum fyrirtækjum hafði starfsfólk komið sér fyrir saman fyrir framan skjá og fylgdu húrrahróp og mikið klapp hjá þeim sem hlutu viðurkenningu. Hjá einstaka viðurkenningarhafa var jafnvel skálað í kampavíni. 5. mars 2021 07:00
„Frábært vörumerki getur verið lítið þekkt á meðal almennings“ „Okkar markmið er sýna hvernig góð vörumerki líta út og að þau verði þannig leiðarljós fyrir önnur fyrirtæki sem vilja vinna markvisst í sínum vörumerkjum. Þegar við segjum góð, þá meinum við góð samkvæmt viðurkenndum hagnýtum og fræðilegum aðferðum. Og góð því þau skila eigendum sínum meiri hagnaði en ella og neytendum skýrum ávinningi,“ segir Friðrik Larsen formaður dómnefndar um valið Bestu íslensku vörumerkin 2020 sem fram fer þann 25.febrúar næstkomandi. 18. febrúar 2021 07:00
„Skiptir mestu máli að viðskiptavinurinn er í fyrsta sæti” Vörumerki þarf að standa fyrir svo mörgu öðru en eingöngu útliti markaðsefnis. Það þarf að mynda sterka og jákvæða upplifun og endurspegla þá upplifun sem viðskiptavinir verða fyrir. Það þarf að njóta virðingar viðskiptavina. 19. febrúar 2021 07:01