Aukakostnaður vegna sóttvarna þegar orðinn um tíu milljónir og hækkar væntanlega enn frekar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2022 11:30 Íslenska landsliðið dvelur í svokallaðri búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest í næstu viku. vísir/vilhelm Verulegur aukakostnaður fylgir því að hafa íslenska karlalandsliðið í handbolta í svokallaðri búbblu til að minnka líkurnar á að kórónuveirusmit dreifi sér í hópinn. Þá bætist við kostnaður vegna þess að Litáar geta ekki ferðast með Íslendingum á EM í Ungverjalandi og Slóvakíu. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga. EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins var tekin ákvörðun um að hafa íslenska landsliðið í búbblu á Grand hótel þar til það heldur til Búdapest á þriðjudaginn. „Hann hleypur á milljónum, kostnaðurinn sem við þurfum að bæta við okkur. Það að vera með liðið í búbblu frá 2.-11. janúar er dýrt, það verður að viðurkennast,“ sagði Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, í samtali við Vísi í morgun. Eins og fram kom í gær verður ekkert af tveimur vináttulandsleikjum Íslands og Litáen sem áttu að fara fram á Ásvöllum á föstudag og sunnudag. Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins hættu Litáar við að koma til Íslands. HSÍ var tilkynnt um það í hádeginu í gær. Litáaen er á leið á EM líkt og Ísland. Litháíska liðið ætlaði að dvelja á Íslandi fram á þriðjudaginn og fljúga þá með íslenska liðinu til Búdapest. Ljóst er að ekkert verður af því og það þýðir aukinn kostnað fyrir HSÍ. Enn liggur ekki fyrir hversu mikill hann verður. „Það á eftir að klára fjárhagslegt uppgjör við Litáa. Þetta gerðist mjög hratt í gær en við eigum í ágætis sambandi við þá og það á bara eftir að klára þá umræðu,“ sagði Róbert. En hvað reiknar hann með að mikill aukakostnaður fylgi því að hafa íslenska liðið í búbblu og geta ekki flogið á EM með Litáum? „Sá aukakostnaður sem er kominn nú þegar vegna mótsins er í kringum tíu milljónir. Við finnum fyrir þessu en þetta er hluti af pakkanum. Okkar vilji er að ná langt á EM og því töldum við þessar ráðstafanir nauðsynlegar,“ svaraði Róbert. Daníel Þór Ingason var kallaður inn í EM-hópinn í gær vegna meiðsla Sveins Jóhannssonar. Daníel fór í PCR-próf í morgun og kemur væntanlega til móts við hópinn í dag. Einn leikmaður til viðbótar á eftir að koma til móts við hópinn og gerir það fyrir vikulok að sögn Róberts. „Sem betur fer hefur ekkert nýtt komið upp, allir heilir og ferskir. Svo er næsta PCR-próf hjá okkur á morgun,“ sagði Róbert. Hann á von á því að fá upplýsingar frá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF, í dag um að tíminn sem verður að líða frá því leikmaður greinist með veiruna og þar til hann megi spila á ný verði styttur. Fyrst greindi EHF frá því að leikmenn mættu ekki snúa aftur á völlinn fyrr en tveimur vikum eftir að smituðust af veirunni. Það myndi gera þátttökuliðum á EM afar erfitt fyrir og talið er að tíminn verði allavega styttur niður í tíu daga.
EM karla í handbolta 2022 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira