Er stoppuð úti á götu og þakkað fyrir Árni Sæberg skrifar 5. febrúar 2022 10:14 Vítalía Lazareva sagði frá ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu fimm þjóðþekktra manna í hlaðvarpinu Eigin konur. Skjáskot Vítalía Lazareva segist fá gæsahúð þegar hún hugsar um viðbrögð þjóðarinnar við frásögn hennar af ofbeldi sem hún var beitt af fimm þjóðþekktum mönnum. Viðtal Eddu Falak við hinna 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur vakti mikla athygli í byrjun janúar. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Vítalía að hana hafi langað að segja sögu sína ítarlega í nokkurn tíma fyrir viðtalið, en að hún hafi þurft að safna kjarki til þess. „Svo allt í einu var ég tilbúin til þess að tala um þetta, Ég vissi að ef ég gerði það ekki myndi ég ekkert endilega vera tilbúin til þess síðar. Ég hafði fengið mig fullsadda af öllu því sem hafði gerst og líka af sjálfri mér og því að ég væri í þessu ástandi,“ segir Vítalía við blaðamann Fréttablaðsins. Hún segist hafa ákveðið að koma hreint fram og segja sögu sína í heild og án þess að ljúga nokkru. „Ég var alveg ákveðin í því að ef ég ætlaði að koma fram með mína sögu myndi ég segja alla söguna og segja frá því sem ég upplifði. Það þýðir ekkert að mála sig saklausan og ég hef allan tímann tekið ábyrgð á mínum þætti, um leið og maður fer að ljúga flækjast málin og lygin kemst á endanum upp,“ segir hún. Gerði sér ekki í hugarlund hver viðbrögðin yrðu Vítalía segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hver viðbrögð þjóðarinnar yrðu eftir birtingu viðtalsins í Eigin konum. Hún hafi þó ákveðið að segja frá af einlægni. „Ég vissi ekki beint hvað eða hvernig ég ætlaði að segja frá, en þegar ég byrjaði að tala þá bara kom þetta. Þetta er bara mín saga og mín lífsreynsla, maður þarf ekkert að æfa sig í því að segja frá henni,“ segir Vítalía. Óhætt er að fullyrða að viðbrögð við viðtalinu hafi ekki staðið á sér. Flestir tóku afstöðu með Vítalíu og var hún jafnvel kölluð þjóðhetja fyrir að opna sig á svo opinskáan hátt um ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. Hún telur sjálf að frásögn hennar hafi komið fram á hárréttum tíma, að samfélagið hafi verið tilbúið og búið að fá nóg. „Þegar ég hugsa um þetta fæ ég gæsahúð, en ég veit að þessi viðbrögð urðu ekki vegna þess að það var ég sem sagði mína sögu eða að hún hafi verið áhrifameiri en sögur annarra, ég held að þetta snúist um það hvenær ég sagði hana,“ segir hún. „Þó að ég hafi sagt frá er líf mitt ekki raunveruleikaþáttur“ Sem áður segir vakti frásögn Vítalíu mikil viðbrögð og segist hún hafa orðið vör við að mikill hluti þeirrar umræðu hverfist um hana sjálfa. Fólk spyrji hana áleitinna spurninga og hún sé berskjölduð, sem hún skilji þó vel. „Ég sagði frá þessu og opnaði þannig á það að ég væri ekki lengur með allt mitt prívat, en sumum spurningum er erfitt að svara og þó að ég hafi sagt frá er líf mitt ekki raunveruleikaþáttur þar sem allt er uppi á borðum,“ segir hún. Þá segist hún finna mikla hlýju úr öllum áttum. Hún fær skilaboð og fólk stöðvar hana úti á götu til að hrósa henni og þakka henni fyrir. „Núna er það þannig, þegar ég fer út að borða eða í ræktina, þá horfir fólk mikið og margir brosa til mín. Aðrir koma upp að mér og segja mér að þeim finnist ég hugrökk og fólk hefur jafnvel kallað mig hetju,“ segir hún. Hún segir það hafa komið sér mest á óvart að nú virðist fólk henni ókunnugt treysta henni fyrir eigin reynslusögum af ofbeldi. Því hafi hún ekki búist við. Þá segir hún að mæður ungra stúlkna hafi haft samband við sig og sagt henni að frásögn hennar hafi veitt dætrum þeirra innblástur til að segja sjálfar frá. „Það að lesa allar þessar sögur sem ég hef fengið sendar hefur verið erfitt og haft mikil áhrif á mig, en það hefur líka hjálpað mér mikið,“ segir Vítalía Lazareva. MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Sjá meira
Viðtal Eddu Falak við hinna 24 ára gömlu Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpinu Eigin konur vakti mikla athygli í byrjun janúar. Þar sagðist Vítalía hafa orðið fyrir ofbeldi í tengslum við framhjáhaldssamband sem hún átti í með tæplega fimmtugum karlmanni. Í ítarlegu viðtali í helgarblaði Fréttablaðsins segir Vítalía að hana hafi langað að segja sögu sína ítarlega í nokkurn tíma fyrir viðtalið, en að hún hafi þurft að safna kjarki til þess. „Svo allt í einu var ég tilbúin til þess að tala um þetta, Ég vissi að ef ég gerði það ekki myndi ég ekkert endilega vera tilbúin til þess síðar. Ég hafði fengið mig fullsadda af öllu því sem hafði gerst og líka af sjálfri mér og því að ég væri í þessu ástandi,“ segir Vítalía við blaðamann Fréttablaðsins. Hún segist hafa ákveðið að koma hreint fram og segja sögu sína í heild og án þess að ljúga nokkru. „Ég var alveg ákveðin í því að ef ég ætlaði að koma fram með mína sögu myndi ég segja alla söguna og segja frá því sem ég upplifði. Það þýðir ekkert að mála sig saklausan og ég hef allan tímann tekið ábyrgð á mínum þætti, um leið og maður fer að ljúga flækjast málin og lygin kemst á endanum upp,“ segir hún. Gerði sér ekki í hugarlund hver viðbrögðin yrðu Vítalía segist ekki hafa gert sér grein fyrir því hver viðbrögð þjóðarinnar yrðu eftir birtingu viðtalsins í Eigin konum. Hún hafi þó ákveðið að segja frá af einlægni. „Ég vissi ekki beint hvað eða hvernig ég ætlaði að segja frá, en þegar ég byrjaði að tala þá bara kom þetta. Þetta er bara mín saga og mín lífsreynsla, maður þarf ekkert að æfa sig í því að segja frá henni,“ segir Vítalía. Óhætt er að fullyrða að viðbrögð við viðtalinu hafi ekki staðið á sér. Flestir tóku afstöðu með Vítalíu og var hún jafnvel kölluð þjóðhetja fyrir að opna sig á svo opinskáan hátt um ofbeldi sem hún hafði orðið fyrir. Hún telur sjálf að frásögn hennar hafi komið fram á hárréttum tíma, að samfélagið hafi verið tilbúið og búið að fá nóg. „Þegar ég hugsa um þetta fæ ég gæsahúð, en ég veit að þessi viðbrögð urðu ekki vegna þess að það var ég sem sagði mína sögu eða að hún hafi verið áhrifameiri en sögur annarra, ég held að þetta snúist um það hvenær ég sagði hana,“ segir hún. „Þó að ég hafi sagt frá er líf mitt ekki raunveruleikaþáttur“ Sem áður segir vakti frásögn Vítalíu mikil viðbrögð og segist hún hafa orðið vör við að mikill hluti þeirrar umræðu hverfist um hana sjálfa. Fólk spyrji hana áleitinna spurninga og hún sé berskjölduð, sem hún skilji þó vel. „Ég sagði frá þessu og opnaði þannig á það að ég væri ekki lengur með allt mitt prívat, en sumum spurningum er erfitt að svara og þó að ég hafi sagt frá er líf mitt ekki raunveruleikaþáttur þar sem allt er uppi á borðum,“ segir hún. Þá segist hún finna mikla hlýju úr öllum áttum. Hún fær skilaboð og fólk stöðvar hana úti á götu til að hrósa henni og þakka henni fyrir. „Núna er það þannig, þegar ég fer út að borða eða í ræktina, þá horfir fólk mikið og margir brosa til mín. Aðrir koma upp að mér og segja mér að þeim finnist ég hugrökk og fólk hefur jafnvel kallað mig hetju,“ segir hún. Hún segir það hafa komið sér mest á óvart að nú virðist fólk henni ókunnugt treysta henni fyrir eigin reynslusögum af ofbeldi. Því hafi hún ekki búist við. Þá segir hún að mæður ungra stúlkna hafi haft samband við sig og sagt henni að frásögn hennar hafi veitt dætrum þeirra innblástur til að segja sjálfar frá. „Það að lesa allar þessar sögur sem ég hef fengið sendar hefur verið erfitt og haft mikil áhrif á mig, en það hefur líka hjálpað mér mikið,“ segir Vítalía Lazareva.
MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Innlent Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Sjá meira