Kristján Már fjarri góðu gamni og missir af gosinu Jakob Bjarnar skrifar 3. ágúst 2022 16:24 Gagnmerk umfjöllun um eldgos og jarðhræringar hefur sett sitt mark á meira en þriggja áratuga feril Kristjáns Más, eins og þessi afmælisterta sýnir en hún var bökuð í tilefni af þrjátíu ára starfsafmæli hans á Stöð 2. Hann er nú fjarri góðu gamni. Það var líkt og náttúruöflin væru að stríða honum þegar þau tóku upp á því að hefja gos um leið og hann flaug af landi brott. Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, er reyndasti fréttamaður landsins, þegar kemur að umfjöllun um eldgos og aðrar jarðhræringar. Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt: Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Lífið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Lífið Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Lífið Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lífið Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Lífið Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Lífið Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Lífið Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt „Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Sjá meira
Kristján Már er ávallt með öryggisvestið klárt ef og þegar til kastanna kemur en nú brá svo við að hann var staddur á Leifsstöð þegar tók að gjósa öðru sinni nú í seinni tíð við Fagradalsfjall. Kristján Már er á leið til Spánar í frí. En hann missti þó ekki af gosinu, ekki alveg þó hann hafi klæjað í lófana að fara á vettvang og huga að aðstæðum. „Ég sit í flugstöðinni í KEF á leið í frí til útlanda. Gosstrókur sést úr Leifsstöð yfir Fagradalsfjalli. Flugumferð virðist ekki hafa raskast. Þrjár vélar frá Play hafa lent eftir að gosið hófst.“ Svo hljóðuðu skilaboð Kristjáns Más til fréttastofu strax við upphaf yfirstandandi goss. Dóttir Kristjáns, blaðamaðurinn Ingunn Lára Kristjánsdóttir, hefur lúmskt gaman að þessu og sendir pabba sínum kveðju á Twitter. Nei hættið nú alveg, gosið hófst um leið og KMU mætti á flugstöðina á leið til Spánar! Fyrsta gosið sem pabbi missir af en það er auðvitað mikilvægara gos á Spáni því systir mín sem býr þar fer bráðum að eiga sitt annað barn! pic.twitter.com/N4EMaCwK7r— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) August 3, 2022 En þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem náttúruöflin gera Kristjáni Má grikk af þessu tagi. „Ég er vanur þessu. Þegar gosið hófst í toppgíg Eyjafjallajökuls 2010 var ég í flugtaki frá Keflavík á leið til Finnlands og sá gosstrókinn koma upp úr skýjunum,“ segir Kristján Már og reynir að láta sér hvergi bregða. Það er svo huggun harmi gegn að umrætt gos er enn sem komið er lítið og nett. Að sögn Þorvaldar Þórðarsonar eldfjallafræðings teygir gostungan sig í um fimm hundruð metra, kvikustrókurinn er veikur, einungis tíu til fimmtán metrar. Kristján Már hefur reyndar haft vökult auga með svæðinu og nýverið skrifaði hann þessa frétt:
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Íslendingar erlendis Fjölmiðlar Tengdar fréttir „Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37 Mest lesið Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Lífið Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Lífið Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Lífið Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lífið Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Lífið Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Lífið Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Lífið Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Lífið Fleiri fréttir Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt „Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Sjá meira
„Lítið og nett hraungos“ Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir í samtali við fréttastofu að gosið sem hófst á Reykjanesi í dag sé lítið og nett. Virknin sé að draga sig saman í ákveðna gíga og þá muni gjósa úr gígopum frekar en sprungunni. 3. ágúst 2022 14:37