Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Árni Sæberg skrifar 6. ágúst 2022 07:47 Ægifegurð gossins mun sennilega ekki sjást mikið í dag. Vísir/Vilhelm Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. „Það hafa ekki orðið neinar breytingar í nótt, þetta mallar bara áfram,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Mælingar gærdagsins benda til þess að hraunflæði í gosinu sé um tíu til fimmtán rúmmetrar á sekúndu. Þegar mest lét var flæðið 32 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið heldur sig enn við sömu sprunguna sem er orðin um eitt hundrað metrar að lengd. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að engin merki séu um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar. Líklegast sé að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. Lítið skyggni í dag og ekkert ferðaveður á morgun Hæg sunnan- og suðvestanátt verður í dag á gosstöðvunum og súld og þoka. „Það gæti rofað aðeins til seinna í dag en það er hætt við að skyggnið verði ekki skemmtilegt,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að lítið muni sjást til gossins frá hnjúkunum í kringum gosið þar sem fólk hefur horft á gosið. „Þannig að ég veit ekki hvað fólk sér,“ segir Elín Björk. Þá segir hún að strax í fyrramálið muni hvessa mikið á svæðinu og rigna hressilega. Ekkert ferðaveður verði á morgun. „Ekki nema mögulega annað kvöld en það er samt hvasst þá. Þannið það er sennilega skynsamlegast að gera eitthvað annað á morgun,“ segir Elín Björk. Veður var ekki gott við gosstöðvarnar í gær en fólk lét það lítið á sig fá og gekk að Meradölum í stríðum straumi. Elín Björk segir að unnið sé að því að uppfæra gasmengunarspá Veðurstofunnar en nýjustu upplýsingar þaðan benda til þess að nokkuð gas muni fara yfir Þorlákshöfn og nágrenni til austurs í dag. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
„Það hafa ekki orðið neinar breytingar í nótt, þetta mallar bara áfram,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Mælingar gærdagsins benda til þess að hraunflæði í gosinu sé um tíu til fimmtán rúmmetrar á sekúndu. Þegar mest lét var flæðið 32 rúmmetrar á sekúndu. Eldgosið heldur sig enn við sömu sprunguna sem er orðin um eitt hundrað metrar að lengd. Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu Íslands, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að engin merki séu um að nýjar sprungur séu byrjaðar að myndast við gosstöðvarnar. Líklegast sé að slík sprunga myndi opnast til norðausturs þar sem kvikugangurinn liggur og fjarri þeirri hefðbundnu gönguleið sem fólk fari nú að svæðinu. Lítið skyggni í dag og ekkert ferðaveður á morgun Hæg sunnan- og suðvestanátt verður í dag á gosstöðvunum og súld og þoka. „Það gæti rofað aðeins til seinna í dag en það er hætt við að skyggnið verði ekki skemmtilegt,“ segir Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hún segir að lítið muni sjást til gossins frá hnjúkunum í kringum gosið þar sem fólk hefur horft á gosið. „Þannig að ég veit ekki hvað fólk sér,“ segir Elín Björk. Þá segir hún að strax í fyrramálið muni hvessa mikið á svæðinu og rigna hressilega. Ekkert ferðaveður verði á morgun. „Ekki nema mögulega annað kvöld en það er samt hvasst þá. Þannið það er sennilega skynsamlegast að gera eitthvað annað á morgun,“ segir Elín Björk. Veður var ekki gott við gosstöðvarnar í gær en fólk lét það lítið á sig fá og gekk að Meradölum í stríðum straumi. Elín Björk segir að unnið sé að því að uppfæra gasmengunarspá Veðurstofunnar en nýjustu upplýsingar þaðan benda til þess að nokkuð gas muni fara yfir Þorlákshöfn og nágrenni til austurs í dag.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Veður Tengdar fréttir Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41 Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44 Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
Gasmengun getur verið alvarlegt mál Líkur eru á töluverðri gasmengun í Vogum og í Reykjanesbæ í sunnanáttinni í kvöld og íbúar þar eru ekki ólíklegir til að finna gaslykt í bænum. Starfandi sóttvarnalæknir segir gasmengun alvarlegt mál, sem hefur áhrif á heilsu fólks. Í fréttabrotinu hér að ofan er útlistað hvernig forðast megi gasmengun við gosstöðvarnar. 5. ágúst 2022 19:41
Fjöldi á leið að gosinu þrátt fyrir veðuraðstæður Töluverður straumur fólks er að eldgosinu í Meradölum þrátt fyrir að veðuraðstæður sé ekki upp á marga fiska. Lítið skyggni hefur verið við eldgosið í dag og mengun frá gosinu liggur yfir gígunum. 5. ágúst 2022 14:44
Gas leggur yfir Voga í kvöld og gæti náð í höfuðborgina á morgun Vindátt snýst í Suðaustanátt síðdegis í dag og gasdreifingarspá Veðurstofu Íslands spáir því að gas frá eldgosinu í Meradölum muni berast í nokkru magni yfir Voga á Vatnsleysuströnd. 5. ágúst 2022 11:17