Adam Ægir Pálsson: Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust Sverrir Mar Smárason skrifar 22. október 2022 16:38 Adam Ægir Pálsson átti frábæran leik fyrir Keflavík í dag. Visir/ Tjörvi Adam Ægir Pálsson, sóknarmaður Keflavíkur, var stoltur og ánægður í leikslok eftir góðan 7-1 sigur liðsins gegn Leikni í leik sem fram fór í Árbænum í dag. Adam Ægir gerði tvö mörk og lagði upp eitt en var ansi nálægt því að skora þrennu sem hann hefði viljað. „Já 100% það voru nokkru færi til þess en stundum er þetta svona. Það er bara gott að ná að setja tvö og eitt „assist“. Maður verður að vera sáttur við það sem maður er með. Mér fannst þetta spilast skringilega. Mér fannst þeir ekki svona lélegir og mér fannst þetta ekki vera 7-1 leikur. Mér fannst þeir alveg hættulegir en þetta er kannski eins og sagan þeirra hefur verið í sumar. Oft verið fínir en ekki náð að binda endahnútinn á þetta. Þeir eru segir. Svo bara setja þeir menn upp í lokin og við náum skyndisóknum en 7-1 gefur ekki alveg rétta mynd af þessu. Þó gríðarlega sterkur sigur,“ sagði Adam Ægir. Adam Ægir hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík. Skorað 7 mörk og lagt upp önnur 12. Hann nýtur sín vel í Keflavík með góða menn í kringum sig. „Já klárlega. Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá,“ sagði Adam. Adam Ægir var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu og kallaður inn í hóp A-landsliðsins sem varamaður fyrir leikinn gegn Saudi-Arabíu í nóvember. Hann vonast eftir því að detta inn í hópinn og fá tækifæri. „Klárlega viljað vera í hópnum en auðvitað bara heiður að fá að vera í einhverskonar hópi. Ég bíð eftir að einhver kannski detti út og bíð spenntur. Auðvitað hefði maður viljað vera í hópnum en það er heiður að vera nálægt landsliðinu og það er nóg,“ sagði Adam Ægir að lokum. Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira
„Já 100% það voru nokkru færi til þess en stundum er þetta svona. Það er bara gott að ná að setja tvö og eitt „assist“. Maður verður að vera sáttur við það sem maður er með. Mér fannst þetta spilast skringilega. Mér fannst þeir ekki svona lélegir og mér fannst þetta ekki vera 7-1 leikur. Mér fannst þeir alveg hættulegir en þetta er kannski eins og sagan þeirra hefur verið í sumar. Oft verið fínir en ekki náð að binda endahnútinn á þetta. Þeir eru segir. Svo bara setja þeir menn upp í lokin og við náum skyndisóknum en 7-1 gefur ekki alveg rétta mynd af þessu. Þó gríðarlega sterkur sigur,“ sagði Adam Ægir. Adam Ægir hefur átt mjög gott tímabil með Keflavík. Skorað 7 mörk og lagt upp önnur 12. Hann nýtur sín vel í Keflavík með góða menn í kringum sig. „Já klárlega. Fyrst og fremst sáttur með að fá að spila. Ég vissi alltaf hvað ég gæti og nú er Siggi Raggi búinn að gefa mér fullt traust. Ég hef sýnst það að ég geti alveg „deliverað“ í þessari deild og hérna eru frábærir liðsfélagar sem ég þekki mjög vel. Ég var hér áður en ég fór í Víking og mér líður mjög vel í Keflavík. Þeir hafa gert helling fyrir mig og í raun og vera er ég ævinlega þakklátur fyrir þá,“ sagði Adam. Adam Ægir var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu og kallaður inn í hóp A-landsliðsins sem varamaður fyrir leikinn gegn Saudi-Arabíu í nóvember. Hann vonast eftir því að detta inn í hópinn og fá tækifæri. „Klárlega viljað vera í hópnum en auðvitað bara heiður að fá að vera í einhverskonar hópi. Ég bíð eftir að einhver kannski detti út og bíð spenntur. Auðvitað hefði maður viljað vera í hópnum en það er heiður að vera nálægt landsliðinu og það er nóg,“ sagði Adam Ægir að lokum.
Íslenski boltinn Besta deild karla Keflavík ÍF Leiknir Reykjavík Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig „Þetta var stórt og allir sigrar í þessari deild eru mikilvægir“ Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Sjá meira