Skjálfti gærkvöldsins „eins og skrattinn úr sauðarleggnum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. júlí 2023 11:48 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir/Sigurjón Jarðeðlisfræðingur segir afar óvenjulegt að jafn stórir jarðskjálftar og sá sem reið yfir í gærkvöldi fylgi gosbyrjunum. Þrátt fyrir það séu ekki teikn á lofti um að dregið hafi úr líkum á eldgosi. Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan hálft ellefu í gærkvöldi var sá stærsti síðan hrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir sex dögum síðan. Hann reyndist 5,2 að stærð, átti upptök sín einn og hálfan kílómetra suðaustur af Keili, og fannst vel víða um landið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir heldur óalgengt að svo stórir skjálftar fylgi gosbyrjunum. „Menn áttu nú svona frekar von á því að skjálftavirknin væri að hægja á sér, þannig að þessi stóri skjálfti kemur svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, satt að segja,“ segir Páll. Helst komi á óvart hve skjálftinn var nálægt svæðinu þar sem talið er að kvikugangurinn hreyfist nú um undir yfirborðinu. „Við þekkjum náttúrulega svo margar útgáfur af þessari atburðarás, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði stór gikksjálfti. Það er nú partur af sviðsmyndunum sem hafa verið dregnar upp.“ Ekki sé hægt að draga haldbærar ályktanir um líkurnar á eldgosi út frá skjálftanum. „Ekki í neinum smáatriðum. Þetta er bara einn af atburðunum í langri atburðarás.“ Nokkuð hafi hægst á atburðarásinni frá stóra skjálftanum. „Ég held að við verðum nú eiginlega að segja að eftir því sem gangurinn heldur lengur áfram, þeim mun meira aukast líkurnar á að það endi með gosi, meðan það er ekki alveg stopp,“ segir Páll. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
Jarðskjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan hálft ellefu í gærkvöldi var sá stærsti síðan hrinan á Reykjanesskaga hófst fyrir sex dögum síðan. Hann reyndist 5,2 að stærð, átti upptök sín einn og hálfan kílómetra suðaustur af Keili, og fannst vel víða um landið. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir heldur óalgengt að svo stórir skjálftar fylgi gosbyrjunum. „Menn áttu nú svona frekar von á því að skjálftavirknin væri að hægja á sér, þannig að þessi stóri skjálfti kemur svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum, satt að segja,“ segir Páll. Helst komi á óvart hve skjálftinn var nálægt svæðinu þar sem talið er að kvikugangurinn hreyfist nú um undir yfirborðinu. „Við þekkjum náttúrulega svo margar útgáfur af þessari atburðarás, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að það verði stór gikksjálfti. Það er nú partur af sviðsmyndunum sem hafa verið dregnar upp.“ Ekki sé hægt að draga haldbærar ályktanir um líkurnar á eldgosi út frá skjálftanum. „Ekki í neinum smáatriðum. Þetta er bara einn af atburðunum í langri atburðarás.“ Nokkuð hafi hægst á atburðarásinni frá stóra skjálftanum. „Ég held að við verðum nú eiginlega að segja að eftir því sem gangurinn heldur lengur áfram, þeim mun meira aukast líkurnar á að það endi með gosi, meðan það er ekki alveg stopp,“ segir Páll.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51 Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Sjá meira
Segir jörðina liðast í sundur á Reykjanesi Bandarískur áhrifavaldur, sem er búsettur hér á landi, segir jarðskjálfta á Reykjanesi í gær vera það ógnvænlegasta sem hann hefur upplifað á landinu. Þá deilir hann mynd af stærðarinnar holu sem myndaðist á vegi á svæðinu. 10. júlí 2023 07:51
Stærsti skjálftinn til þessa Öflugur jarðskjálfti reið yfir um klukkan 22:23 í kvöld skammt frá Keili og fannst víða um land. Skjálftinn virkaði ansi stór og varði nokkuð lengi. Yfirfarin stærð hans er 5,2 og er hann sá stærsti sem mælst hefur í skjálftahrinunni á Reykjanesi sem hófst 4. júlí. 9. júlí 2023 22:24