Ekki hættulaust á gosstöðvunum Máni Snær Þorláksson og Eiður Þór Árnason skrifa 10. júlí 2023 20:03 Vísir/Sigurjón Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að líkt og gosin árin 2021 og 2022 sé um að ræða lítið og frekar máttlaust gos. Ljóst er þó að það sé alls ekki hættulaust að vera á gosstöðvunum, þrátt fyrir stærð eldgossins. „Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Erlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Innlent Fleiri fréttir Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Sjá meira
„Það vekur athygli til dæmis hvað það virðist koma gríðarlega mikið gas núna upp með kvikunni. Það er eðlilegt í fyrsta skammtinum sem kemur upp. Gasið leitar efst í sprunguna þegar hún er breiðast út til yfirborðsins og það kemur gas mikið út fyrst til að byrja,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fólk þurfi því að vara sig á gasinu, ætli það að gera sér leið að eldgosinu. „Þetta er helsta hættan sem af þessu stafar eftir því sem ég sé í fljótu bragði.“ Elgos á Íslandi hópist saman Þetta er þriðja árið í röð sem það gýs á þessu svæði. Síðustu tvö gos hafa verið kölluð túristagos og segir Páll að þetta gos líti út fyrir að vera svoleiðis líka. „Fyrri gosin hafa náttúrulega verið mikil túristagos. Ég efast um að það séu mörg gos í heiminum sem hafa verið mynduð jafn mikið eins og þau. Þau hafa vissulega borið orðspor Íslands út um allan heim. Þetta virðist ætla að gera eitthvað svipað.“ Þá sé þetta líklega ekki síðasta gosið á Reykjanesinu í bili. „Eldgos á Íslandi hafa tilhneigingu til að hópast saman. Eldstöð tekur við sér, er mjög virk í einhvern tíma og getur framkallað nokkur gos, stundum svolítið mörg,“ segir Páll. Fleiri gos líkleg Páll segir að það sé frekar líklegt að nú sé byrjað skeið á öllum Reykjanesskaga þar sem gos verða tíð. „Þá erum við að tala um næstu kannski tvö, þrjúhundruð árin eða svo. Það er búin að vera þarna löng pása, síðan 1240, þá var síðasta gos fyrir 2021. Þetta virðist vera hegðun Reykjanesskagans, það koma þá mörg gos í tvö, þrjúhundruð ár og svo kemur löng pása með engum gosum. Sennilega erum við í byrjun á slíku.“ Það geti verið að það verði nokkuð mörg gos við Fagradalsfjall en að sögn Páls geta hin kerfin á svæðinu líka tekið við sér. „Þá erum við að tala um næstu tvö, þrjúhundruð árin - kannski tuttugu, þrjátíu gos á næstu þrjúhundruð árum“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Erlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Innlent Fleiri fréttir Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Sjá meira