„Mér leið eins og ofurhetju“ Íris Hauksdóttir skrifar 17. október 2023 08:00 Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eignuðust tvö börn með stuttu millibili. Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eignuðust tvö börn með tæplega tveggja ára millibili. Óðinn Örn tveggja ára og Stellu Katrínu sem fæddist fyrr í sumar. Það sem er óvenjulegt við þeirra barneignir er að þau hafa aldrei verið í ástarsambandi, heldur hafa þau aðeins verið góðir vinir sem bæði dreymdi um að stofna fjölskyldu. Þórdís segir foreldrana ótrúlega samstíga í uppeldishlutverkinu en vissulega hafi það tekið á að ganga með barn og sinna samhliða öðru litlu. Þórdís er nýjasti viðmælandinn í viðtalsþættinum Móðurmál. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komast að því að þú værir ófrísk? „Ég var ótrúlega spennt og það kom mér mjög á óvart að þetta hafi heppnast strax hjá okkur í fyrstu tilraun. Á sama tíma hugsaði ég: Hvað er ég búin að koma mér út í? Þórdís segist meðvituð um að vinaparið væri að fara óhefðbundna leið með stofnun fjölskyldunnar. aðsend Þetta var reyndar alveg útpælt hjá okkur Sigurjóni en svo var ég líka mjög meðvituð um að við værum að fara óhefðbundnari leið en gerist og gengur. Áður fyrr sá ég fyrir mér að ég væri að fara eignast barn með framtíðarmanni en þarna varð ég ófrísk af mínum besta vini sem var klárlega besta ákvörðun lífs míns. Við erum ótrúlega samstíga í foreldrahlutverkinu og Sigurjón er dásamlegur pabbi og vinur.“ Báðar meðgöngunar tókust í fyrstu tilraun. aðsend Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Með fyrsta barn fann ég varla fyrir neinu, nema kannski þreytu. Þá gat maður heldur betur lagt sig eins og maður vildi. Óðinn Örn var tæplega eins árs þegar von var á nýju systkini.aðsend En fyrstu vikurnar með barn númer tvö fann ég fyrir mikilli ógleði og töluverðri þreytu, enda var ég með einn ný orðinn eins árs gutta sem ég var að sinna heima ásamt því að vera að vinna.“ Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? „Mér fannst allt svo spennandi á fyrstu meðgöngunni. Ég skoðaði reglulega á netinu hvaða breytingar áttu sér stað í líkamanum og svo fannst mér mögnuð tilfinning þegar ég fann fyrir fyrstu hreyfingunni sem var bara eins og lítið fiðrildi í maganum. Þórdís segir það magnaða tilfinningu að ganga með og búa til nýtt líf.aðsend Ég veitti öllum þessum breytingum ekki eins mikla eftirtekt á seinni meðgöngu enda var ég mjög upptekin að sinna öðrum einstaklingi og tíminn leið óvenju hratt. Mér fannst þó skemmtilegast að finna hvað hreyfingarnar jukust og urðu kröftugri með hverri viku sem leið á báðum meðgöngum.“ Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Ég tók fagnandi á móti þessum líkamlegu breytingum á fyrri meðgöngu því mér fannst þetta ferli svo magnað og hlakkaði til að sjá kúluna stækka. En eftir að ég fékk grindargliðnun í lokin þá tók þetta meira á. Þórdís segir seinni meðgönguna hafa tekið meira á en þá fyrri. aðsend Svo þegar ég var ólétt af öðru barni og verandi heima með eldra þá varð kúlan alltaf meira og meira fyrir mér sérstaklega þegar ég var að klæða hann og hversdagsleg störf voru orðin íþyngjandi. Þar sem eldra barnið var ekki kominn i leikskóla þá vorum við dugleg að fara út að leika fyrir og eftir hádegi. Ég gaf mér lítinn afslátt vitandi að hann unir sér best úti að leika. Falleg fjölskylda á ferðalagi. aðsend Ég var þó dugleg að leggja mig með honum til að hlaða batteríin og síðan eigum við Sigurjón líka yndislega vini og fjölskyldu sem hafa oft rétt hjálparhönd og verið til staðar sem ég er svo þakklát fyrir.“ Hvernig fannstu þér heilbrigðisþjónustan Hald utan um verðandi móður? „Ég var mjög ánægð með mæðraverndina og leið alltaf eins og ég væri í öruggum höndum. Á seinni meðgöngu tóku ljósmæðurnar í Björkinni við mæðraverndinni á 34. viku. Þórdís með yngri dótturina nýfædda.aðsend Í Björkinni var mikið utanumhald og maður myndar náið samband við það teymi sem manni er úthlutað. Við vorum svo ótrúlega heppin að hafa kynnst þessum ofurhetju ljósmæðrum sem þarna starfa.“ Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Á báðum meðgöngum borðaði ég endalaust af kolvetnum til að byrja með. Á fyrri meðgöngu borðaði ég mikið af melónu og eplum en seinni meðgöngu elskaði ég kaffi- og karmellujógurt og brauð í samlokugrilli var í miklu uppáhaldi.“ Þórdís varð sólgin í grillaðar samlokur á seinni meðgöngunni.aðsend Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvernig ætlið þið að hafa þetta? „Fólk var forvitið um hvernig við sem vinir ætluðum að tækla þetta hlutverk saman og var mjög forvitið. Við höfum líka verið mjög opin með þetta allt saman frá byrjun.“ Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Mér fannst óvissan um fæðinguna stressa mig. Ég fór í tvo sálfræði tíma hjá yndislegri konu sem er líka ljósmóðir. Hún náði að róa taugarnar og útskýra vel hvernig þetta ferli færi fram. Svo var þetta ekkert svo hræðilegt þegar að þessu kom. Seinni meðgangan reyndist Þórdísi erfið. aðsend Á seinni meðgöngu fannst mér erfitt að vera kasólétt, með þreytta grind og með lítið barn. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Mér fannst skemmtilegast að fá að vita kynin og þvílík lukka að fá að upplifa að eignast bæði strák og stelpu. Eins mikið og mér fannst gott að endurheimta líkama minn, þá eru óléttu kúlur svo fallegt fyrirbæri og að finna fyrir svona kröftugum hreyfingum var ótrúleg upplifun. Þórdís segir óléttu kúlur fallegt fyrirbæri.aðsend Ég er einnig mikill aðdáandi Barnaloppunar og fannst gaman að taka röltið og safna allskonar nauðsynjum og ónauðsynjum fyrir komandi börn. Áfram endurnýting.“ Varstu í mömmuklúbb? Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? „Ég var svo heppinn að vera í fæðingarorlofi með einni af mínum bestu vinkonum og vorum við mjög mikið saman með börnin okkar sem eru fædd með stuttu millibili. Systkinin Óðinn Örn og Stella Katrín fæddust í október 2021 og júní 2023.aðsend Við vorum duglegar að elda, fara út og þræða allskonar fjölskylduvæna staði. Þarna vorum við að upplifa saman móðurhlutverkið í fyrsta sinn og gátum alltaf leitað til hvorar annarar.“ Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? „Eins stressuð og ég var fyrir fyrri fæðingunni, þá hugsaði ég alltaf: Þetta fer eins og þetta á að fara.“ Þórdís fæddi dóttur sína Björkinni og mælir mikið með þeim. aðsend Við Sigurjón fórum á fæðingarnámskeið hjá Níu mánuðum. Þar fengum við mjög góða fræðslu og góða punkta. Við urðum mun rólegri eftir það. Það huggaði mig líka hvað Sigurjón var yfirvegaður. Hann er sú allra besta klappstýra sem ég veit um, mæli með.“ Hvernig gekk fæðingin? „Báðar fæðingar gengu vel. Ég átti frumburðinn á Landspítalanum og þá ég var búin að vera með samdrætti frá því klukkan þrjú um nóttina. Við erum svo heppin að vera með heitan pott út í garði, þannig ég ákvað að vera þar eins lengi og ég gat. Það var svo dásamlegt að hlusta á fuglana syngja og vindinn i trjánum og vera algjörlega í núinu. Sigurjón kom sterkur inn í báðum fæðingunum og reyndist mikil klappstýra.aðsend Sigurjón smurði nesti og fyllti tösku af allskonar gúmmelaði og við vorum mætt á spítalann um tólf leytið. Vegna þess að samdrættirnir voru óreglulegir, var mér sagt að ég gæti þurft að fara aftur heim en það kom þeim á óvart að þarna var ég með átta eða níu í útvíkkun. Drengurinn kom í heiminn fjórum tímum síðar. Ljósmæðurnar fengu því að njóta góðs af öllu nestinu þar sem við gátum ekki tekið augun af nýja fjölskyldumeðlimnum. Nýbökuðu foreldrarnir gátu ekki slitið augun af frumburði sínum. aðsend Ég er svo glöð að hafa upplifað að eignast barn í Björkinni. Ég var með óreglulega og kröftuga samdrætti í þrjátíu klukkutíma og komin ellefu daga framyfir. Ég orðin eins og mjög þreytt rækja í pottinum að krossa fingur að barnið færi að koma því ég átti bókað í gangsetningu snemma morgunin eftir. Elva ljósmóðirin okkar var svo yndisleg að koma heim tvisvar til að kanna stöðuna hjá okkur og í seinna skiptið var ég sem betur fer komin með níu í útvíkkun. Seinni fæðingin gekk mjög hratt fyrir sig. aðsend Ég var svo glöð að ég fór bara í sloppinn minn brókarlaus út í bíl og brunuðum við beint í Björkina. Þar var látið renna í bað, kveikt á kertaljósum og skellt Emily King á fóninn, mjög rómó stemning. Ég fæddi stelpuna í baðinu klukkustund síðar sem var mögnuð upplifun. Eins vont og þetta var, þá var þetta virkilega valdeflandi og mér leið eins og ofurhetju.“ Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? „Hún er engri lík og sú besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Svo yndislegt að fá þau beint í fangið, bæði svo mjúk og heit. Það heyrðist pínku lítið mjálm í Óðni á meðan Stella byrjaði strax að orga þegar hún mætti á svæðið, alveg dásamlega ólík.“ Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? „Mér leið mjög vel andlega og ég sveif um á þessu týpíska bleiku skýi. Ég komst reyndar að því eftir tvo daga að ég hafði tognað í rófubeininu því mér fannst óeðlilega vont að sitja. Ég hélt bara að þetta væri partur af programmet. Sem betur fer gekk það fljótt til baka. Þegar ég eignaðist annað barnið upplifði ég aðeins öðruvísi tilfinningar. Ég var spennt að sýna Óðni litlu systur sína sem við höfðum mikið talað um og sjá hvernig hann myndi bregðast við. Hann var ótrúlega glaður að sjá hana og kallaði hana “Gagagúgú” fyrstu vikurnar. Óðinn Örn var strax ákaflega spenntur fyrir litlu systur sinni. aðsend Ég upplifði sorg og samviskubit gagnvart honum því mér fannst hann ennþá vera svo lítill og mér fannst ég ekki geta sinnt honum eins og ég gat áður. Ég leitaði allskonar ráða hvernig ég gæti losað mig við mömmu samviskubitið gagnvart honum. Ég gat þó huggað mig við það að hann fengi systkini sem er besta gjöfin og þó þetta sé pínu erfitt fyrir hann á köflum þá mun hann þakka okkur í framtíðinni.“ Fyrst um sinn þjáðist Þórdís af miklu samviskubiti í garð sonar síns sem hún gat sinnt minna en áður. aðsend Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Ekki beint pressa, en svo birtast allskonar barnavöru auglýsingar á samfélagsmiðlum og einhver nær að sannfæra mann hvað er sniðugt og nauðsynlegt. Ég viðurkenni alveg að ég hef keypt hluti sem voru algjör óþarfi.“ Hvernig gekk að finna nafn á barnið? „Það gekk mjög vel, hugmyndir af nöfnum voru komnar áður en þau fæddust. Strákurinn okkar fékk nafnið Óðinn Örn og dóttir okkar fékk nafnið Stella Katrín.“ Hvernig gengur brjóstagjöf ef þú ákvaðst að hafa barnið á brjósti? „Brjóstagjöfin hefur gengið mjög vel. Eldra barnið var á brjósti í þrettán mánuði en ég hætti með hann því hann var endalaust að biðja um að drekka á nóttunni og ég var orðin of þreytt með bauga niður á kinn. Sú yngri fæddist með brjálaða sogþörf og brjóstagjöfin hefur gengið vel frá fyrsta degi.“ Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Ekki vera feimin að biðja um aðstoð og vera dugleg að tala um hlutina við þína nánustu eða fagfólk. Svo er tíminn allt of fljótur að líða, þannig að ég mæli með að njóta hvers augnabliks. Áður en maður veit af verða þessi börn orðin fullorðin.“ Börn og uppeldi Móðurmál Barnalán Tengdar fréttir Vinaparið nefndi dótturina Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson nefndu dótturina, sem kom í heiminn 4. júlí síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Stella Katrín Sigurjónsdóttir Imsland í blíðviðrinu í gær. 24. júlí 2023 11:50 „Elsku stelpan okkar er komin í heiminn“ Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson fögnuðu komu dóttur sinnar á dögunum en saman eiga þau soninn Óðinn Örn tveggja ára. 10. júlí 2023 11:31 Vinirnir Þórdís og Sigurjón eiga von á öðru barni Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á öðru barni. Það sem er óvenjulegt við þeirra barneignir er að þau hafa aldrei verið í nokkurs konar ástarsambandi, heldur hafa þau aðeins verið góðir vinir og bæði dreymdi þau um að eignast barn. 18. desember 2022 14:51 Vinirnir ákváðu að búa saman og sofa í sama rúmi til að missa ekki af neinu Eins og fram kom í Íslandi í dag í apríl á þessu ári ákváðu vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn að eignast barn saman. 2. desember 2021 10:31 Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir varð ófrísk með níu mánaða millibili. Hún segir magnað að hafa fylgst með aðlögunarhæfni líkamans en viðurkennir að meðgöngurnar hafi tekið verulega á og sitt stærsta verkefni hafi verið að ná að nærast. 27. júlí 2023 07:00 Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Lífið Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Lífið Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lífið „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Lífið Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Lífið Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Lífið Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Lífið Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Fleiri fréttir Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt „Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Sjá meira
Það sem er óvenjulegt við þeirra barneignir er að þau hafa aldrei verið í ástarsambandi, heldur hafa þau aðeins verið góðir vinir sem bæði dreymdi um að stofna fjölskyldu. Þórdís segir foreldrana ótrúlega samstíga í uppeldishlutverkinu en vissulega hafi það tekið á að ganga með barn og sinna samhliða öðru litlu. Þórdís er nýjasti viðmælandinn í viðtalsþættinum Móðurmál. Hvernig lýsir þú stundinni þegar þú komast að því að þú værir ófrísk? „Ég var ótrúlega spennt og það kom mér mjög á óvart að þetta hafi heppnast strax hjá okkur í fyrstu tilraun. Á sama tíma hugsaði ég: Hvað er ég búin að koma mér út í? Þórdís segist meðvituð um að vinaparið væri að fara óhefðbundna leið með stofnun fjölskyldunnar. aðsend Þetta var reyndar alveg útpælt hjá okkur Sigurjóni en svo var ég líka mjög meðvituð um að við værum að fara óhefðbundnari leið en gerist og gengur. Áður fyrr sá ég fyrir mér að ég væri að fara eignast barn með framtíðarmanni en þarna varð ég ófrísk af mínum besta vini sem var klárlega besta ákvörðun lífs míns. Við erum ótrúlega samstíga í foreldrahlutverkinu og Sigurjón er dásamlegur pabbi og vinur.“ Báðar meðgöngunar tókust í fyrstu tilraun. aðsend Hvernig leið þér fyrstu vikurnar? „Með fyrsta barn fann ég varla fyrir neinu, nema kannski þreytu. Þá gat maður heldur betur lagt sig eins og maður vildi. Óðinn Örn var tæplega eins árs þegar von var á nýju systkini.aðsend En fyrstu vikurnar með barn númer tvö fann ég fyrir mikilli ógleði og töluverðri þreytu, enda var ég með einn ný orðinn eins árs gutta sem ég var að sinna heima ásamt því að vera að vinna.“ Eitthvað sem kom mest á óvart við sjálfa meðgönguna? „Mér fannst allt svo spennandi á fyrstu meðgöngunni. Ég skoðaði reglulega á netinu hvaða breytingar áttu sér stað í líkamanum og svo fannst mér mögnuð tilfinning þegar ég fann fyrir fyrstu hreyfingunni sem var bara eins og lítið fiðrildi í maganum. Þórdís segir það magnaða tilfinningu að ganga með og búa til nýtt líf.aðsend Ég veitti öllum þessum breytingum ekki eins mikla eftirtekt á seinni meðgöngu enda var ég mjög upptekin að sinna öðrum einstaklingi og tíminn leið óvenju hratt. Mér fannst þó skemmtilegast að finna hvað hreyfingarnar jukust og urðu kröftugri með hverri viku sem leið á báðum meðgöngum.“ Hvernig tókst þér að takast á við líkamlegar breytingar? „Ég tók fagnandi á móti þessum líkamlegu breytingum á fyrri meðgöngu því mér fannst þetta ferli svo magnað og hlakkaði til að sjá kúluna stækka. En eftir að ég fékk grindargliðnun í lokin þá tók þetta meira á. Þórdís segir seinni meðgönguna hafa tekið meira á en þá fyrri. aðsend Svo þegar ég var ólétt af öðru barni og verandi heima með eldra þá varð kúlan alltaf meira og meira fyrir mér sérstaklega þegar ég var að klæða hann og hversdagsleg störf voru orðin íþyngjandi. Þar sem eldra barnið var ekki kominn i leikskóla þá vorum við dugleg að fara út að leika fyrir og eftir hádegi. Ég gaf mér lítinn afslátt vitandi að hann unir sér best úti að leika. Falleg fjölskylda á ferðalagi. aðsend Ég var þó dugleg að leggja mig með honum til að hlaða batteríin og síðan eigum við Sigurjón líka yndislega vini og fjölskyldu sem hafa oft rétt hjálparhönd og verið til staðar sem ég er svo þakklát fyrir.“ Hvernig fannstu þér heilbrigðisþjónustan Hald utan um verðandi móður? „Ég var mjög ánægð með mæðraverndina og leið alltaf eins og ég væri í öruggum höndum. Á seinni meðgöngu tóku ljósmæðurnar í Björkinni við mæðraverndinni á 34. viku. Þórdís með yngri dótturina nýfædda.aðsend Í Björkinni var mikið utanumhald og maður myndar náið samband við það teymi sem manni er úthlutað. Við vorum svo ótrúlega heppin að hafa kynnst þessum ofurhetju ljósmæðrum sem þarna starfa.“ Rann á þig eitthvað mataræði á meðgöngunni? „Á báðum meðgöngum borðaði ég endalaust af kolvetnum til að byrja með. Á fyrri meðgöngu borðaði ég mikið af melónu og eplum en seinni meðgöngu elskaði ég kaffi- og karmellujógurt og brauð í samlokugrilli var í miklu uppáhaldi.“ Þórdís varð sólgin í grillaðar samlokur á seinni meðgöngunni.aðsend Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvernig ætlið þið að hafa þetta? „Fólk var forvitið um hvernig við sem vinir ætluðum að tækla þetta hlutverk saman og var mjög forvitið. Við höfum líka verið mjög opin með þetta allt saman frá byrjun.“ Hvað fannst þér erfiðast við meðgönguna? „Mér fannst óvissan um fæðinguna stressa mig. Ég fór í tvo sálfræði tíma hjá yndislegri konu sem er líka ljósmóðir. Hún náði að róa taugarnar og útskýra vel hvernig þetta ferli færi fram. Svo var þetta ekkert svo hræðilegt þegar að þessu kom. Seinni meðgangan reyndist Þórdísi erfið. aðsend Á seinni meðgöngu fannst mér erfitt að vera kasólétt, með þreytta grind og með lítið barn. Hvað fannst þér skemmtilegast við meðgönguna? „Mér fannst skemmtilegast að fá að vita kynin og þvílík lukka að fá að upplifa að eignast bæði strák og stelpu. Eins mikið og mér fannst gott að endurheimta líkama minn, þá eru óléttu kúlur svo fallegt fyrirbæri og að finna fyrir svona kröftugum hreyfingum var ótrúleg upplifun. Þórdís segir óléttu kúlur fallegt fyrirbæri.aðsend Ég er einnig mikill aðdáandi Barnaloppunar og fannst gaman að taka röltið og safna allskonar nauðsynjum og ónauðsynjum fyrir komandi börn. Áfram endurnýting.“ Varstu í mömmuklúbb? Finnst þér það skipta máli að umgangast mömmur sem eru á svipuðum stað? „Ég var svo heppinn að vera í fæðingarorlofi með einni af mínum bestu vinkonum og vorum við mjög mikið saman með börnin okkar sem eru fædd með stuttu millibili. Systkinin Óðinn Örn og Stella Katrín fæddust í október 2021 og júní 2023.aðsend Við vorum duglegar að elda, fara út og þræða allskonar fjölskylduvæna staði. Þarna vorum við að upplifa saman móðurhlutverkið í fyrsta sinn og gátum alltaf leitað til hvorar annarar.“ Hvernig bjóstu þig undir fæðinguna? „Eins stressuð og ég var fyrir fyrri fæðingunni, þá hugsaði ég alltaf: Þetta fer eins og þetta á að fara.“ Þórdís fæddi dóttur sína Björkinni og mælir mikið með þeim. aðsend Við Sigurjón fórum á fæðingarnámskeið hjá Níu mánuðum. Þar fengum við mjög góða fræðslu og góða punkta. Við urðum mun rólegri eftir það. Það huggaði mig líka hvað Sigurjón var yfirvegaður. Hann er sú allra besta klappstýra sem ég veit um, mæli með.“ Hvernig gekk fæðingin? „Báðar fæðingar gengu vel. Ég átti frumburðinn á Landspítalanum og þá ég var búin að vera með samdrætti frá því klukkan þrjú um nóttina. Við erum svo heppin að vera með heitan pott út í garði, þannig ég ákvað að vera þar eins lengi og ég gat. Það var svo dásamlegt að hlusta á fuglana syngja og vindinn i trjánum og vera algjörlega í núinu. Sigurjón kom sterkur inn í báðum fæðingunum og reyndist mikil klappstýra.aðsend Sigurjón smurði nesti og fyllti tösku af allskonar gúmmelaði og við vorum mætt á spítalann um tólf leytið. Vegna þess að samdrættirnir voru óreglulegir, var mér sagt að ég gæti þurft að fara aftur heim en það kom þeim á óvart að þarna var ég með átta eða níu í útvíkkun. Drengurinn kom í heiminn fjórum tímum síðar. Ljósmæðurnar fengu því að njóta góðs af öllu nestinu þar sem við gátum ekki tekið augun af nýja fjölskyldumeðlimnum. Nýbökuðu foreldrarnir gátu ekki slitið augun af frumburði sínum. aðsend Ég er svo glöð að hafa upplifað að eignast barn í Björkinni. Ég var með óreglulega og kröftuga samdrætti í þrjátíu klukkutíma og komin ellefu daga framyfir. Ég orðin eins og mjög þreytt rækja í pottinum að krossa fingur að barnið færi að koma því ég átti bókað í gangsetningu snemma morgunin eftir. Elva ljósmóðirin okkar var svo yndisleg að koma heim tvisvar til að kanna stöðuna hjá okkur og í seinna skiptið var ég sem betur fer komin með níu í útvíkkun. Seinni fæðingin gekk mjög hratt fyrir sig. aðsend Ég var svo glöð að ég fór bara í sloppinn minn brókarlaus út í bíl og brunuðum við beint í Björkina. Þar var látið renna í bað, kveikt á kertaljósum og skellt Emily King á fóninn, mjög rómó stemning. Ég fæddi stelpuna í baðinu klukkustund síðar sem var mögnuð upplifun. Eins vont og þetta var, þá var þetta virkilega valdeflandi og mér leið eins og ofurhetju.“ Hvernig tilfinning var að fá barnið í fangið? „Hún er engri lík og sú besta tilfinning sem ég hef nokkurn tímann fundið. Svo yndislegt að fá þau beint í fangið, bæði svo mjúk og heit. Það heyrðist pínku lítið mjálm í Óðni á meðan Stella byrjaði strax að orga þegar hún mætti á svæðið, alveg dásamlega ólík.“ Hvernig leið þér á sængurlegunni þegar heim var komið? „Mér leið mjög vel andlega og ég sveif um á þessu týpíska bleiku skýi. Ég komst reyndar að því eftir tvo daga að ég hafði tognað í rófubeininu því mér fannst óeðlilega vont að sitja. Ég hélt bara að þetta væri partur af programmet. Sem betur fer gekk það fljótt til baka. Þegar ég eignaðist annað barnið upplifði ég aðeins öðruvísi tilfinningar. Ég var spennt að sýna Óðni litlu systur sína sem við höfðum mikið talað um og sjá hvernig hann myndi bregðast við. Hann var ótrúlega glaður að sjá hana og kallaði hana “Gagagúgú” fyrstu vikurnar. Óðinn Örn var strax ákaflega spenntur fyrir litlu systur sinni. aðsend Ég upplifði sorg og samviskubit gagnvart honum því mér fannst hann ennþá vera svo lítill og mér fannst ég ekki geta sinnt honum eins og ég gat áður. Ég leitaði allskonar ráða hvernig ég gæti losað mig við mömmu samviskubitið gagnvart honum. Ég gat þó huggað mig við það að hann fengi systkini sem er besta gjöfin og þó þetta sé pínu erfitt fyrir hann á köflum þá mun hann þakka okkur í framtíðinni.“ Fyrst um sinn þjáðist Þórdís af miklu samviskubiti í garð sonar síns sem hún gat sinnt minna en áður. aðsend Finnst þér mikil pressa í samfélaginu að eiga allt til alls fyrir barnið? „Ekki beint pressa, en svo birtast allskonar barnavöru auglýsingar á samfélagsmiðlum og einhver nær að sannfæra mann hvað er sniðugt og nauðsynlegt. Ég viðurkenni alveg að ég hef keypt hluti sem voru algjör óþarfi.“ Hvernig gekk að finna nafn á barnið? „Það gekk mjög vel, hugmyndir af nöfnum voru komnar áður en þau fæddust. Strákurinn okkar fékk nafnið Óðinn Örn og dóttir okkar fékk nafnið Stella Katrín.“ Hvernig gengur brjóstagjöf ef þú ákvaðst að hafa barnið á brjósti? „Brjóstagjöfin hefur gengið mjög vel. Eldra barnið var á brjósti í þrettán mánuði en ég hætti með hann því hann var endalaust að biðja um að drekka á nóttunni og ég var orðin of þreytt með bauga niður á kinn. Sú yngri fæddist með brjálaða sogþörf og brjóstagjöfin hefur gengið vel frá fyrsta degi.“ Eru einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú vilt koma til verðandi mæðra? „Ekki vera feimin að biðja um aðstoð og vera dugleg að tala um hlutina við þína nánustu eða fagfólk. Svo er tíminn allt of fljótur að líða, þannig að ég mæli með að njóta hvers augnabliks. Áður en maður veit af verða þessi börn orðin fullorðin.“
Börn og uppeldi Móðurmál Barnalán Tengdar fréttir Vinaparið nefndi dótturina Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson nefndu dótturina, sem kom í heiminn 4. júlí síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Stella Katrín Sigurjónsdóttir Imsland í blíðviðrinu í gær. 24. júlí 2023 11:50 „Elsku stelpan okkar er komin í heiminn“ Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson fögnuðu komu dóttur sinnar á dögunum en saman eiga þau soninn Óðinn Örn tveggja ára. 10. júlí 2023 11:31 Vinirnir Þórdís og Sigurjón eiga von á öðru barni Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á öðru barni. Það sem er óvenjulegt við þeirra barneignir er að þau hafa aldrei verið í nokkurs konar ástarsambandi, heldur hafa þau aðeins verið góðir vinir og bæði dreymdi þau um að eignast barn. 18. desember 2022 14:51 Vinirnir ákváðu að búa saman og sofa í sama rúmi til að missa ekki af neinu Eins og fram kom í Íslandi í dag í apríl á þessu ári ákváðu vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn að eignast barn saman. 2. desember 2021 10:31 Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir varð ófrísk með níu mánaða millibili. Hún segir magnað að hafa fylgst með aðlögunarhæfni líkamans en viðurkennir að meðgöngurnar hafi tekið verulega á og sitt stærsta verkefni hafi verið að ná að nærast. 27. júlí 2023 07:00 Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 Mest lesið Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Lífið Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa Lífið Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Lífið „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Lífið Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Lífið Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Lífið Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Lífið Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Fleiri fréttir Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Hafnar vel launuðum störfum vegna skriffíknar á háu stigi Krakkatían: Teiknimyndir, vísur og ostar Ergir kirkjuna enn á ný með fölskum Frans páfa „Ég hef ekki komið nálægt þessum manni“ Vonast til að hitta átrúnaðargoðin einn daginn Vala Kristín og Hilmir Snær eiga von á barni Gerði alla plötuna á tveimur árum í Gleðivík Erfitt að skikka fólk til að vera tillitssamt „Gat aldrei vanist því þegar fólk horfði á mig“ Fréttatía vikunnar: Morð, meistaradeildin og barnalán Malcolm in the Middle snýr aftur á skjáinn Skellihlegið að Sögu Garðars og Steinda í Egilshöll Missti báða foreldra sína í vikunni Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Ótrúleg tískutilviljun skekur fjölmiðlaheiminn Estelle prinsessa með Lúsíukveðju Litlu jól Blökastsins: Hafa ekki hugmynd hvað er í pökkunum Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Sjá meira
Vinaparið nefndi dótturina Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson nefndu dótturina, sem kom í heiminn 4. júlí síðastliðinn. Stúlkan fékk nafnið Stella Katrín Sigurjónsdóttir Imsland í blíðviðrinu í gær. 24. júlí 2023 11:50
„Elsku stelpan okkar er komin í heiminn“ Vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson fögnuðu komu dóttur sinnar á dögunum en saman eiga þau soninn Óðinn Örn tveggja ára. 10. júlí 2023 11:31
Vinirnir Þórdís og Sigurjón eiga von á öðru barni Vinirnir og tónlistarmennirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn Böðvarsson eiga von á öðru barni. Það sem er óvenjulegt við þeirra barneignir er að þau hafa aldrei verið í nokkurs konar ástarsambandi, heldur hafa þau aðeins verið góðir vinir og bæði dreymdi þau um að eignast barn. 18. desember 2022 14:51
Vinirnir ákváðu að búa saman og sofa í sama rúmi til að missa ekki af neinu Eins og fram kom í Íslandi í dag í apríl á þessu ári ákváðu vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn að eignast barn saman. 2. desember 2021 10:31
Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Leikkonan Hildur Vala Baldursdóttir varð ófrísk með níu mánaða millibili. Hún segir magnað að hafa fylgst með aðlögunarhæfni líkamans en viðurkennir að meðgöngurnar hafi tekið verulega á og sitt stærsta verkefni hafi verið að ná að nærast. 27. júlí 2023 07:00
Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01