„Maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni“ Bjarki Sigurðsson skrifar 31. október 2023 23:01 Íbúar Grindavíkur eru ekki miklir aðdáendur jarðskjálftanna. Íbúar í Grindavík eru löngu orðnir vanir skjálftum eftir tíðar hrynur síðustu ár. Þrátt fyrir það taka þeir skjálftunum ekki fagnandi. Margir hrökkva ítrekað við á nóttunni vegna skjálftanna. Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Erlent Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Sjá meira
Fréttastofa kíkti til Grindavíkur í dag og ræddi við nokkra íbúa. „Þetta kemur svo snemma morgnanna, maður hrekkur upp eins og húsið sé að farast hjá manni,“ segir Þorvaldur Guðmundsson. Þorvaldur Guðmundsson segist hrökkva við á næturna vegna jarðskjálfta.Vísir/Arnar Ólafía Hrönn Egilsdóttir tók undir með Þorvaldi og sagði húsið hennar fara alveg á milljón þegar skjálftarnir eru í gangi. Hún sé hins vegar orðin vön því. Ólafía Hrönn Egilsdóttir segist vera orðin öllu vön. Vísir/Arnar Maximillian er ítalskur en hann hefur búið í Grindavík í rúmt ár. Þetta er því í annað sinn sem hann upplifir slíka skjálfta. „Þetta var ógnvekjandi fyrst, sérstaklega í síðustu viku. Það var um miðja nótt og snemma um morguninn. Ég vaknaði og þetta var virkilega ógnvekjandi,“ segir Maximillian. Maximillian hefur búið í Grindavík í eitt ár. Vísir/Arnar Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík og segir krakkana vera misánægða með skjálftana. Þeir fari alls ekki vel í alla. Sigurrós Ragnarsdóttir kennir í grunnskólanum í Grindavík.Vísir/Arnar Flestallir þeirra íbúa sem fréttastofa ræddi við voru sammála um það að þeir vildu losna við skjálftana sem fyrst. Flestir þeirra eru sáttir með gos, svo lengi sem það verður fjarri bænum. „Ég held að við komumst ekki hjá því þannig við verðum að vonast að það verði ekki ósvipað því og hefur verið. Svona túristagos. Maður hefur mestar áhyggjur af því hvaðan þetta kemur upp,“ segir Kristín Þorsteinsdóttir. Kristín Þorsteinsdóttir vonast eftir túristagosi.Vísir/Arnar „Ég segi bara eins og jarðfræðingarnir, þetta getur haldið áfram og getur stoppað. Það veit það enginn, ekki einungis fræðingarnir,“ segir Bjarný Sigmarsdóttir. Bjarný Sigmarsdóttir býr í Grindavík. Vísir/Arnar
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Talið að hamri hafi verið beitt Innlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Tvö ákærð vegna grimmilegs morðs tveggja ára barns Erlent Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Fleiri fréttir Vendingar við Bláa lónið og tvöfalt morð í Noregi Myndir ársins: Miskunnarleysi hrauneðjunnar og sigurvíma frambjóðandans Talið að hamri hafi verið beitt Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Sjá meira