Það sem gerðist í nótt Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 07:34 Viðbragðsaðilar gengu úr skugga um að bærinn væri tómur í nótt. Vísir/Vilhelm Hér er að finna samantekt á því sem gerðist í nótt. Kvikugangur virðist nú liggja undir Grindavík. Nokkuð mikil kvika virðist vera að safna saman og atburðurinn stærri en áður var búist við. Búið er að rýma Grindavík, kalla flesta viðbragðsaðila af svæðinu og varðskipið Þór fær fjær bænum. Skjálftavirknin jókst verulega seinni partinn í gær. Í kjölfarið ákváðu margir Grindvíkingar að yfirgefa bæinn enda skjálftavirknin nærri stöðug og skjálftarnir stórir. Skýr merki voru á þeim tíma um að kvikugangurinn væri nærri Sundhnúkagígum, í um kílómetra fjarlægt frá nyrstu byggð bæjarins og um 1,5 kílómetrum frá virkjuninni í Svartsengi. Þetta átti svo eftir að breytast í nótt. Klukkan 23 Í kjölfar skjálftana var greint frá nokkru eignatjóni og sprungum í vegum. Þá hafði Grindavíkurvegur farið í sundur og var lokað. Klukkan 23 var svo greint frá því að kvikugangurinn gæti verið undir Grindavík. Þá var ákveðið að rýma bæinn og sett á neyðarstig almannavarna. Boðað var til upplýsingafundar þar sem farið var yfir helstu staðreyndir. Í kjölfarið gengu björgunarsveitir, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hús úr húsi í Grindavík til að tryggja að fólk færi. Gert var ráð fyrir að tæming bæjarins ætti að vera lokið seinasta lagi um þrjú í nótt. Íbúar voru hvattir til að setja miða í glugga svo viðbragðsaðilar vissu að þau væru farin. Töluvert eignatjón var víða í Grindavík. Fólk sem ekki gat leitað við ættingja, vina eða vandamanna fór í fjöldahjálparstöðvar sem eru staðsettar Vallaskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Þær eru opnar og öllum velkomið að leita þangað og dvelja eins lengi og þörf er á. Tugir leituðu í fjöldahjálparstöðvarnar samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum. Þá fóru umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem dvöldu í Grindavík, í fjöldahjálparstöð í Borgartúni. Klukkan þrjú Stöðufundur fór fram hjá Veðurstofu og viðbragðsaðilum klukkan þrjú. Eftir fundinn var greint frá því að bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var í fyrstu. Kvikugangurinn virtist þá vera að teygja sig suðvestur, frá Sundhnjúkagígum í gegnum Grindavík og svo áfram suðvestur eða nærri þrjá kílómetra í þá átt. Það hrundi úr hillum í stöðugum skjálftunum. Vísir/Vilhelm Þá kom fram að möguleiki væri á að opnast gæti stór sprunga á svæðinu og að eldgos geti orðið á næstunni, en ekki hægt að fullyrða um það. Eldgosin sem landsmenn hafa kynnst á svæðinu undanfarin ár hafa stundum verið nefnt túristagos. Staðsetning þeirra hefur þótt afar heppileg og fólk lagt leið sína til að bera gosið augum úr töluverðu návígi. Fari svo að sprunga opnist í sjó og gjósi yrði birtingarmyndin allt önnur. Þá yrði um sprengigos að ræða en ekki hraungos eins og við Fagradalsfjall. Varðskipið Þór kom svo til Grindavíkur í nótt. Í kjölfar fundar viðbragðsaðila klukkan þrjú var ákveðið að kalla þá viðbragðsaðila sem voru í bænum úr bænum og að færa varðskipið fjær bænum. Það var gert vegna þess að lágmarka alla hættu. Um klukkan fimm var því bærinn orðinn alveg tómur utan löggæslu. Svona hljóðaði tilkynning frá almannavörnum klukkan 04:24 Rýming Grindavíkurbæjar lauk um klukkan eitt í nótt án vandkvæða. Stærsti hluti viðbragðsaðila eru komnir í hvíld. Eftir stöðufund Veðurstofu Íslands og Almannavarna sem lauk um klukkan 3:30 í nótt var tekin sú ákvörðun að auka varúðarráðstafanir enn frekar og ákveðið hefur verið að kalla viðbragðsaðila frá svæðinu. Lögregla mannar lokunarpósta og verður áfram með öryggisgæslu á svæðinu. Klukkan sex Eftir stöðufund almannavarna klukkan sex greindi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, frá því að staðan væri sú sama. Enn er stór hluti viðbragðsaðila í hvíld en einhverjir komnir á Reykjanes. Fólk þurfti að yfirgefa heimili sín en hafði til þess rúman tíma. Vísir/Vilhelm Næsti stöðufundur verður klukkan átta. Þá verður búið að fjölga nokkuð í samhæfingarmiðstöðinni þótt allar nauðsynlegar stöðvar séu mannaðar. „Við sendum marga í hvíld til að safna þreki fyrir dagana sem eru framundan.“ Hún nefnir sérstaklega að gott sé að allir hafi komist heilu og höldnu frá bænum þótt rétt sé hægt að ímynda sé líðan fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi og í nótt vegna hættunnar. Löggæsla er áfram á svæðinu og lokunarpóstar mannaðir. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. 11. nóvember 2023 03:39 Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Kvikugangurinn töluvert stærri en talið var Jarðvísindamenn funduðu með almannavörnum um þrjúleytið í nótt. Bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var. Stór sprunga gæti opnast á svæðinu frá Sundhjúkagígum og áfram í gegnum Grindavík. 11. nóvember 2023 03:50 Kvikugangur færir sig í átt til sjávar sem gæti þýtt sprengigos Miklar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni sem mælst hefur við Sundhnjúkagíga og aflögun sem mælst hefur á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu í nótt að kvikugangurinn virtist vera að teygja sig í suðvestur. 11. nóvember 2023 05:34 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Sjá meira
Skjálftavirknin jókst verulega seinni partinn í gær. Í kjölfarið ákváðu margir Grindvíkingar að yfirgefa bæinn enda skjálftavirknin nærri stöðug og skjálftarnir stórir. Skýr merki voru á þeim tíma um að kvikugangurinn væri nærri Sundhnúkagígum, í um kílómetra fjarlægt frá nyrstu byggð bæjarins og um 1,5 kílómetrum frá virkjuninni í Svartsengi. Þetta átti svo eftir að breytast í nótt. Klukkan 23 Í kjölfar skjálftana var greint frá nokkru eignatjóni og sprungum í vegum. Þá hafði Grindavíkurvegur farið í sundur og var lokað. Klukkan 23 var svo greint frá því að kvikugangurinn gæti verið undir Grindavík. Þá var ákveðið að rýma bæinn og sett á neyðarstig almannavarna. Boðað var til upplýsingafundar þar sem farið var yfir helstu staðreyndir. Í kjölfarið gengu björgunarsveitir, lögregla og aðrir viðbragðsaðilar hús úr húsi í Grindavík til að tryggja að fólk færi. Gert var ráð fyrir að tæming bæjarins ætti að vera lokið seinasta lagi um þrjú í nótt. Íbúar voru hvattir til að setja miða í glugga svo viðbragðsaðilar vissu að þau væru farin. Töluvert eignatjón var víða í Grindavík. Fólk sem ekki gat leitað við ættingja, vina eða vandamanna fór í fjöldahjálparstöðvar sem eru staðsettar Vallaskóla á Selfossi, Íþróttahúsinu við Sunnubraut í Reykjanesbæ og í Kórnum í Kópavogi. Þær eru opnar og öllum velkomið að leita þangað og dvelja eins lengi og þörf er á. Tugir leituðu í fjöldahjálparstöðvarnar samkvæmt upplýsingum frá viðbragðsaðilum. Þá fóru umsækjendur um alþjóðlega vernd, sem dvöldu í Grindavík, í fjöldahjálparstöð í Borgartúni. Klukkan þrjú Stöðufundur fór fram hjá Veðurstofu og viðbragðsaðilum klukkan þrjú. Eftir fundinn var greint frá því að bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var í fyrstu. Kvikugangurinn virtist þá vera að teygja sig suðvestur, frá Sundhnjúkagígum í gegnum Grindavík og svo áfram suðvestur eða nærri þrjá kílómetra í þá átt. Það hrundi úr hillum í stöðugum skjálftunum. Vísir/Vilhelm Þá kom fram að möguleiki væri á að opnast gæti stór sprunga á svæðinu og að eldgos geti orðið á næstunni, en ekki hægt að fullyrða um það. Eldgosin sem landsmenn hafa kynnst á svæðinu undanfarin ár hafa stundum verið nefnt túristagos. Staðsetning þeirra hefur þótt afar heppileg og fólk lagt leið sína til að bera gosið augum úr töluverðu návígi. Fari svo að sprunga opnist í sjó og gjósi yrði birtingarmyndin allt önnur. Þá yrði um sprengigos að ræða en ekki hraungos eins og við Fagradalsfjall. Varðskipið Þór kom svo til Grindavíkur í nótt. Í kjölfar fundar viðbragðsaðila klukkan þrjú var ákveðið að kalla þá viðbragðsaðila sem voru í bænum úr bænum og að færa varðskipið fjær bænum. Það var gert vegna þess að lágmarka alla hættu. Um klukkan fimm var því bærinn orðinn alveg tómur utan löggæslu. Svona hljóðaði tilkynning frá almannavörnum klukkan 04:24 Rýming Grindavíkurbæjar lauk um klukkan eitt í nótt án vandkvæða. Stærsti hluti viðbragðsaðila eru komnir í hvíld. Eftir stöðufund Veðurstofu Íslands og Almannavarna sem lauk um klukkan 3:30 í nótt var tekin sú ákvörðun að auka varúðarráðstafanir enn frekar og ákveðið hefur verið að kalla viðbragðsaðila frá svæðinu. Lögregla mannar lokunarpósta og verður áfram með öryggisgæslu á svæðinu. Klukkan sex Eftir stöðufund almannavarna klukkan sex greindi Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, frá því að staðan væri sú sama. Enn er stór hluti viðbragðsaðila í hvíld en einhverjir komnir á Reykjanes. Fólk þurfti að yfirgefa heimili sín en hafði til þess rúman tíma. Vísir/Vilhelm Næsti stöðufundur verður klukkan átta. Þá verður búið að fjölga nokkuð í samhæfingarmiðstöðinni þótt allar nauðsynlegar stöðvar séu mannaðar. „Við sendum marga í hvíld til að safna þreki fyrir dagana sem eru framundan.“ Hún nefnir sérstaklega að gott sé að allir hafi komist heilu og höldnu frá bænum þótt rétt sé hægt að ímynda sé líðan fólks sem þurfti að yfirgefa heimili sitt í gærkvöldi og í nótt vegna hættunnar. Löggæsla er áfram á svæðinu og lokunarpóstar mannaðir. Fylgst er með gangi mála í vaktinni hér að neðan. Þá má sjá yfir hluta skjálftasvæðisins í vefmyndavél Vísis á Þorbirni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. 11. nóvember 2023 03:39 Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11 Kvikugangurinn töluvert stærri en talið var Jarðvísindamenn funduðu með almannavörnum um þrjúleytið í nótt. Bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var. Stór sprunga gæti opnast á svæðinu frá Sundhjúkagígum og áfram í gegnum Grindavík. 11. nóvember 2023 03:50 Kvikugangur færir sig í átt til sjávar sem gæti þýtt sprengigos Miklar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni sem mælst hefur við Sundhnjúkagíga og aflögun sem mælst hefur á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu í nótt að kvikugangurinn virtist vera að teygja sig í suðvestur. 11. nóvember 2023 05:34 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Bandaríkin í beinum samskiptum við HTS í Sýrlandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Ævissaga Geirs Haarde, orkumálin, stjórnarmyndun og vöruhúsið við Álfabakka Um 360 nemendur sem tala 25 tungumál Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Byltingarkennt mótefni vonandi á leiðinni og dularfullir drónar hrella Bandaríkjamenn „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Ósátt með að fá ekki sæti við borðið Brotist inn og hjóli stolið fyrir tvær milljónir Virðast hafa leyst úr ágreiningi Viðreisnar og Flokks fólksins Telur sumar hugmyndirnar fráleitar og drama á IceGuys „Ekki skipulagsslys heldur skemmdarverk“ Eldur kom upp í vinnuskúr í miðborginni Ekki ónæm fyrir oft ósanngjarnri gagnrýni Dyravörður grunaður um líkamsárás „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Sjá meira
Full af þakklæti en algjör óvissa varðandi morgundaginn Systkinin Michal og Isabella voru á meðal þeirra sem urðu á vegi fréttamanns í fjöldahjálpastöðinni í Kórnum í Kópavogi eftir miðnætti. Þau voru hluti af fimmtán starfsmönnum Vísis hf. í Grindavík. 11. nóvember 2023 03:39
Þakklát fyrir að hræddir hundarnir fengu einnig húsaskjól Auðbjörg María Ólafsdóttir er ein þeirra sem yfirgaf Grindavík í gærkvöldi, en fjórir hundar fylgdu henni og segist hún afar snortin og þakklát Rauða krossinum fyrir að skjóta yfir hópinn skjólshúsi. 11. nóvember 2023 03:11
Kvikugangurinn töluvert stærri en talið var Jarðvísindamenn funduðu með almannavörnum um þrjúleytið í nótt. Bæði GPS gögn og gervitunglamyndir staðfesta að síðan í gærkvöldi hefur myndarlegur kvikugangur myndast og er hann töluvert stærri en talið var. Stór sprunga gæti opnast á svæðinu frá Sundhjúkagígum og áfram í gegnum Grindavík. 11. nóvember 2023 03:50
Kvikugangur færir sig í átt til sjávar sem gæti þýtt sprengigos Miklar breytingar hafa orðið á skjálftavirkninni sem mælst hefur við Sundhnjúkagíga og aflögun sem mælst hefur á Reykjanesskaga. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands tjáði fréttastofu í nótt að kvikugangurinn virtist vera að teygja sig í suðvestur. 11. nóvember 2023 05:34