„Ég verð honum ævinlega þakklátur“ Sindri Sverrisson skrifar 18. janúar 2024 08:02 Aron Pálmarsson steig mörg fyrstu skref sín á stórglæsilegum atvinnumannsferli undir handleiðslu Alfreðs Gíslasonar. Þeir hittast í Köln í kvöld. Getty/Sascha Steinbach „Hann hefur haft gríðarleg áhrif [á mig og minn feril], örugglega einna mest,“ segir Aron Pálmarsson um Alfreð Gíslason, fyrrverandi læriföður sinn, sem stýrir Þýskalandi gegn Íslandi á EM í kvöld. Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Aron og félagar mættu til Kölnar rétt fyrir kvöldmat í gær, eftir langa lestarferð frá München, og ætla sér að leggja stein í götu Alfreðs og þýska landsliðsins sem er á heimavelli á mótinu. Alfreð er fyrsti þjálfari Arons í atvinnumennskunni en þeir voru saman hjá Kiel árin 2009-2015 og rökuðu hreinlega inn titlum á þeim tíma. „Hann er augljóslega einn besti þjálfari allra tíma og kenndi manni þrælmikið. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa tekið mig til Kielar,“ segir Aron sem heldur sambandi við Alfreð enn í dag: „Við gerum það, og höfum gert það frá því að ég fór frá honum í Kiel og spilaði með öðrum félagsliðum. Við höldum fínu sambandi.“ Klippa: Aron hrósar Alfreð í hástert „Eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg“ Alfreð er undir mikilli pressu sem þjálfari þýska liðsins og ljóst að ætlast er til þess að hann fagni sigri gegn Íslandi í kvöld. Hvernig finnst Aroni gamli þjálfarinn sinn hafa staðið sig með þýska landsliðið? „Í rauninni frábærlega. Hann hefur lent svolítið í því að menn hafa hætt að gefa kost á sér hjá honum, og svolítið verið í að velja sér mót þar áður, og það er eitthvað sem við Íslendingar þekkjum ekki alveg. Mér finnst hann því hafa gert frábæra hluti, og liðið spila nokkuð vel miðað við að Þjóðverjar hafa oft verið með sterkara lið á pappírunum. En síðustu ár hefur alltaf verið erfitt að mæta þeim og liðin hans Alfreðs gefa sig alltaf 110% í þetta, eru þétt og föst fyrir. Það er alltaf erfitt að mæta liðunum hans,“ segir Aron, tilbúinn í mikil læti í Lanxess Arena í kvöld: „Það gera þetta færri betur en Þjóðverjinn í að halda svona mót. Þessi höll er alveg geggjuð, verður troðfull af Þjóðverjum og pressan öll á þeim. Þetta verður æðisleg upplifun sem ég er mjög spenntur fyrir að upplifa.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Þýskalandi í kvöld klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira