„Galið“ að opna bæinn upp á gátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2024 11:49 Hörður Guðbrandsson, formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður fyrir búsetu og atvinnustarfsemi. Hann segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr en í morgun, þegar þau voru boðuð á fund með fulltrúum ráðuneyta. Ekki nema um tíu manns gistu í Grindavík í nótt, fyrstu nóttina eftir að bærinn var opnaður að fullu. Frá og með deginum í gær var Grindvíkingum leyft að dvelja og starfa í bænum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum reiknar með að nokkrir tugir verði við störf í bænum í dag. „Það var tíðindalaust í nótt og við áætlum að það hafi verið dvalið í um tíu húsum kannski,“ segir Úlfar. Enn er unnið að því að koma vatni á bæinn eftir að lagnir urðu fyrir tjóni í síðasta gosi; stefnt er á að kalt vatn byrji að streyma inn í Grindavík á morgun. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður til búsetu og atvinnu, einkum í ljósi stöðunnar á vatni og öðrum innviðum. „Til búsetu, hann er alls ekki tilbúinn til þess. Við vitum að hann er mjög illa sprunginn víða og innviðir bara illa farnir, þannig að mér finnst það bara galið. Síðan er fólki sagt að það megi vera þarna á eigin ábyrgð en það sé alls ekki mælt með því. Ég líkti þessu við að við myndum afnema umferðarreglurnar og segja fólki bara að fara varlega, þetta sé hættulegt,“ segir Hörður. „Starfsfólk er alveg tilbúið að hefja vinnu en það er ákveðinn hópur sem er hræddur við að vinna á þessu svæði og við þurfum að fanga þann hóp, það er ekki hægt að neyða fólk til að fara inn á hættusvæði að vinna ef það treystir sér ekki til þess.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Hörður segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr í morgun, þegar fulltrúar fjögurra ráðuneyta funduðu með félögum. „Við fórum yfir okkar sjónarmið, að það þyrfti að gera þetta á grundvelli vísinda og öryggis, við myndum alveg treysta okkur að vinna með fyrirtækjunum að því að gera þetta skynsamlega.“ Úlfar lögreglustjóri setur ekki út á afstöðu Harðar. „Það er í sjálfu sér hans skoðun og ég geri í sjálfu sér enga athugasemd við það sem hann segir en staðan er þessi í augnablikinu.“ Hefði verið hægt að hafa meira samráð? „Ef svo er ætti hann bara að setja sig í samband við mig.“ Við þetta má bæta að vísbendingar komu fram í morgun sem mögulega bentu til þess að hægt hefði á landrisi á svæðinu, sem gerst hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Við nánari úrvinnslu gagna kom í ljós að svo virðist ekki vera - landris haldi áfram með sama hætti og verið hefur, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09 Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17 Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Frá og með deginum í gær var Grindvíkingum leyft að dvelja og starfa í bænum. Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum reiknar með að nokkrir tugir verði við störf í bænum í dag. „Það var tíðindalaust í nótt og við áætlum að það hafi verið dvalið í um tíu húsum kannski,“ segir Úlfar. Enn er unnið að því að koma vatni á bæinn eftir að lagnir urðu fyrir tjóni í síðasta gosi; stefnt er á að kalt vatn byrji að streyma inn í Grindavík á morgun. Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur furðar sig á því að bærinn hafi verið opnaður til búsetu og atvinnu, einkum í ljósi stöðunnar á vatni og öðrum innviðum. „Til búsetu, hann er alls ekki tilbúinn til þess. Við vitum að hann er mjög illa sprunginn víða og innviðir bara illa farnir, þannig að mér finnst það bara galið. Síðan er fólki sagt að það megi vera þarna á eigin ábyrgð en það sé alls ekki mælt með því. Ég líkti þessu við að við myndum afnema umferðarreglurnar og segja fólki bara að fara varlega, þetta sé hættulegt,“ segir Hörður. „Starfsfólk er alveg tilbúið að hefja vinnu en það er ákveðinn hópur sem er hræddur við að vinna á þessu svæði og við þurfum að fanga þann hóp, það er ekki hægt að neyða fólk til að fara inn á hættusvæði að vinna ef það treystir sér ekki til þess.“ Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum.Vísir/Arnar Hörður segir ekkert samráð hafa verið haft við verkalýðsfélögin fyrr í morgun, þegar fulltrúar fjögurra ráðuneyta funduðu með félögum. „Við fórum yfir okkar sjónarmið, að það þyrfti að gera þetta á grundvelli vísinda og öryggis, við myndum alveg treysta okkur að vinna með fyrirtækjunum að því að gera þetta skynsamlega.“ Úlfar lögreglustjóri setur ekki út á afstöðu Harðar. „Það er í sjálfu sér hans skoðun og ég geri í sjálfu sér enga athugasemd við það sem hann segir en staðan er þessi í augnablikinu.“ Hefði verið hægt að hafa meira samráð? „Ef svo er ætti hann bara að setja sig í samband við mig.“ Við þetta má bæta að vísbendingar komu fram í morgun sem mögulega bentu til þess að hægt hefði á landrisi á svæðinu, sem gerst hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Við nánari úrvinnslu gagna kom í ljós að svo virðist ekki vera - landris haldi áfram með sama hætti og verið hefur, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09 Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17 Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging vill hlutdeild í tekjum af fasteignunum Náttúruhamfaratrygging Íslands gerir athugasemd við að á sama tíma og gert sé ráðfyrir að fjármálaráðherra sé heimilt að ráðstafa eignum NTÍ til að fjármagna kaup á heimilum Grindvíkinga, sé ekki gert ráð fyrir að stofnunin fái neitt í staðinn. 21. febrúar 2024 11:09
Gistir í Grindavík í nótt: „Við erum nokkrir Grindjánar sem sjáum ekkert annað en Grindavík“ Heimakærir Grindvíkingar nýttu sér í dag breytt fyrirkomulag aðgengismála í bænum og sóttu ýmist vinnu eða huguðu að eigum sínum. 20. febrúar 2024 21:17
Kalt vatn til hafnarsvæðisins í Grindavík á fimmtudag Vinnu við stofnlögn vatnsveitu Grindavíkurbæjar, sem varð fyrir tjóni í eldgosinu 14. janúar, er að ljúka. Stefnt er að því að hleypa vatni um lögnina á fimmtudaginn næstkomandi. 20. febrúar 2024 18:12