Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Dagur Lárusson skrifar 28. júlí 2024 22:43 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga. Vísir/Pawel Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. „Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik. Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Sjá meira
„Já þetta var gríðarlega öflug frammistaða hjá okkur. Þetta var smá erfitt fyrstu þrjátíu mínúturnar og það virkaði eins og það væri smá þreyta í okkur eftir leikinn á fimmtudaginn,“ byrjaði Arnar að segja eftir leik. „En við börðumst í gegnum það og það er það sem þú þarft að gera. Þú þarft að snúa augnablikinu þér í vil þannig ég er virkilega ánægður með strákana. Þetta eru mjög erfiðir leikir sem eru á milli Evrópuleikjanna og mikið álag,“ hélt Arnar áfram að segja. Annað mark Víkings var vendipunkturinn í leiknum en eftir það mark kviknaði á meisturunum. Arnar var spurður út í vendipunktinn. „Þetta var ákveðinn vendipunktur, það er rétt en ég verð eiginlega að minnast á frammistöðu Gísla Gottskálk í leiknum. Honum finnst svo gaman að spila fótbolta og það er svo gaman að sjá svona strák taka til sín leikinn þó hann sé kannski með mikla pressu á sér og hann var stórkostlegur, algjörlega stórkostlegur og mér fannst hann lyfta öðrum leikmönnum upp á hærra plan.“ Arnar talaði um það fyrir leikinn að hann vildi að liðið færi með gott veganesti til Albaníu í seinni leikinn í Sambandsdeildinni og vildi hann meina að þetta hafi verið fullkomið veganesti. „Já, svona sigur er það svo sannarlega og þetta einvígi er ekkert búið, ég get lofað ykkur því. Við munum ekki gefast upp úti þó svo það taki 90 mínútur eða 120 mínútur eða jafnvel vítaspyrnukeppni.“ Arnar var síðan spurður út í mögulegar breytingar á leikmannahópnum áður en félagsskiptaglugginn lokar. „Nei ég á ekki von á miklum breytingum en það getur vel verið að Sveinn Gísli fari á lán. Það var gaman að geta loksins gefið honum mínútur hér í kvöld þar sem hann hefur ekki fengið að vera í byrjunarliðinu áður. En annars þurfum við meira bara að fá menn til baka eins og Aron og Jón Guðna og Matta sem verður að vísu frá í átta vikur,“ endaði Arnar Gunnlaugsson að segja eftir leik.
Fótbolti Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Fótbolti „Ég get líklegast trúað þessu núna“ Sport Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Fótbolti The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Fótbolti Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Fótbolti Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Fótbolti Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Enski boltinn Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Fótbolti Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega Enski boltinn Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Enski boltinn Fleiri fréttir Lemina sviptur fyrirliðabandinu Salah leikmaður mánaðarins í sjötta sinn Stelpurnar okkar neðar eftir töp gegn þeim bestu í heimi Guardiola nærist og sefur ekki eðlilega The Sun hlær að vallarmálum á Íslandi Ísland í riðli með Frökkum eða Króötum Sagði sínum mönnum að skjóta á Onana við hvert tækifæri Svona eru riðlarnir í undankeppni HM Elías braut bein í Porto Telja enn 92 prósent líkur á að Víkingar komist áfram Þáði milljarð í mútur fyrir að velja menn í landsliðið Kippt af velli í hálfleik og látinn heyra það Ræðst hvaða stjörnur bíða strákanna okkar (en kannski ekki alveg) Ítalska goðsögnin rakaði sig í fyrsta sinn í 22 ár Amorim ánægður með að sjá leikmenn sína rífast Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Mætti syni sínum „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31