Ísland í dag - Flottar plöntur fæla frá lúsmý og skordýr!

Það eru til ákveðnar plöntur sem hreinlega fæla frá lúsmý og ýmis skordýr og eru þau á sama tíma dásamlega falleg. Blómaskreytirinn og útstillingahönnuðurinn Bryndís Eir Þorsteinsdóttir hefur skoðað hvaða plöntur er best að nota til að fæla frá óæskileg skordýr. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag til Hveragerðis þar sem Bryndís býr og starfar og fræddist um þessi mál og þar kom ýmislegt skemmtilegt í ljós. Þar komst hún meðal annars að því að þessar plöntur eru iðulega alveg ævintýralega fallegar og mikil prýði að þeim bæði inni og úti. Einnig skoðaði Vala hvaða sumarblóm og plöntur eru vinsælastar í ár og Bryndís segir okkur hvers vegna.

15594
11:43

Vinsælt í flokknum Ísland í dag