Anníe Mist getur komist á heimsleika með fjórtán ára millibili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2023 06:30 Anníe Mist Þórisdóttir hefur æft vel og þykir líkleg til að tryggja sér heimsleikasæti. Instagram/@anniethorisdottir Óhætt er að segja að margir bíði spenntir eftir því að sjá hvað íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir gerir á undanúrslitamótinu í Berlín en einstaklingskeppnin hefst í dag og þar verður barist um laus sæti á heimsleikunum í haust. Spenningurinn einokast ekki aðeins við Ísland enda vill eflaust allur CrossFit heimurinn fá svar við því hvort Anníe Mist hafi sem þarf til til að verða sú fyrsta sem keppir í meistaraflokki á heimsleikum með fjórtán ára millibili. Anníe Mist keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og frá 2010 til 2014 vann hún tvo heimsmeistaratitla og tvenn silfurverðlaun. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe keppti síðast í einstaklingskeppni heimsleikana árið 2021 og náði þá þriðja sætinu sem var jafnframt í sjötta sinn sem hún kemst á verðlaunapall á leikunum. Anníe sá vinkonu sína Katrínu Tönju Davíðsdóttur tryggja sér sæti á sínum tíundu heimsleikum um síðustu helgi og komist Anníe þangað líka þá mun hún keppa á sínum þrettándu heimsleikum þar af í tólfta sinn í einstaklingssæti. Ellefu sæti eru í boði fyrir Evrópu og allar fjórar íslensku stelpurnar gera sig líklegar til að tryggja sér farseðilinn. Anníe náði sjötta besta árangrinum í fjórðungsúrslitunum og var þar einu sæti á eftir Þuríði Erlu Helgadóttur. Þuríður Erla getur tryggt sig inn á sína fjórðu heimsleika í röð en hún varð efst íslensku stelpnanna á heimsleikunum í fyrra. Þetta yrði hennar níundi heimsleikar komist hún alla leið. Augu margra verða einnig á Söru Sigmundsdóttur sem varð níunda í fjórðungsúrslitunum og hefur sýnt að undanförnu að hún sé á réttri leið í hóp þeirra bestu í heimi á ný eftir að hafa misst úr tvö ár vegna erfiðra hnémeiðsla og vandamálum tengdum þeim. Sara hefur ekki komist á síðustu tvo heimsleika og það eru liðin sex ár síðan hún endaði síðast meðal þeirra efstu á heimsleikum. Fyrst á dagskrá hjá Söru er að koma sér inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Sólveig Sigurðardóttir þarf að gera betur en í fjórðungsúrslitunum ætli hún að komast á aðra heimsleikana í röð. Aðeins hún og Þuríður Erla komust alla leið á heimsleikana af íslensku stelpunum í einstaklingskeppninni í fyrra. Sólveig endaði í sextánda sæti í fjórðungsúrslitunum og þarf því að hækka sig um sex sæti til að komast til Madison. Vonandi skilar það sér að hafa æft með Anníe Mist í undirbúningnum fyrir mótið. Björgvin Karl Guðmundsson varð annar í Evrópu í fjórðungsúrslitunum og hefur allt til alls til að tryggja sig inn á tíundu heimsleika sína í röð sem yrði magnaður árangur og tákn um hans ótrúlega stöðugleika í hópi þeirra bestu. Björgvin Karl hefur endað inn á topp tíu á heimsleikunum undanfarin átta ár. Í dag fara fram tvær greinar, sú fyrri nú lukkan 7.55 að íslenskum tíma en sú síðari klukkan hálf tvö í dag. CrossFit Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Leik lokið: Haukar-KR 88-97 | Þórir frábær í KR-sigri á Ásvöllum Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Glódís Perla lagði upp í sigri á Juve í Meistaradeildinni Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sjá meira
Spenningurinn einokast ekki aðeins við Ísland enda vill eflaust allur CrossFit heimurinn fá svar við því hvort Anníe Mist hafi sem þarf til til að verða sú fyrsta sem keppir í meistaraflokki á heimsleikum með fjórtán ára millibili. Anníe Mist keppti fyrst á heimsleikunum árið 2009 og frá 2010 til 2014 vann hún tvo heimsmeistaratitla og tvenn silfurverðlaun. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Anníe keppti síðast í einstaklingskeppni heimsleikana árið 2021 og náði þá þriðja sætinu sem var jafnframt í sjötta sinn sem hún kemst á verðlaunapall á leikunum. Anníe sá vinkonu sína Katrínu Tönju Davíðsdóttur tryggja sér sæti á sínum tíundu heimsleikum um síðustu helgi og komist Anníe þangað líka þá mun hún keppa á sínum þrettándu heimsleikum þar af í tólfta sinn í einstaklingssæti. Ellefu sæti eru í boði fyrir Evrópu og allar fjórar íslensku stelpurnar gera sig líklegar til að tryggja sér farseðilinn. Anníe náði sjötta besta árangrinum í fjórðungsúrslitunum og var þar einu sæti á eftir Þuríði Erlu Helgadóttur. Þuríður Erla getur tryggt sig inn á sína fjórðu heimsleika í röð en hún varð efst íslensku stelpnanna á heimsleikunum í fyrra. Þetta yrði hennar níundi heimsleikar komist hún alla leið. Augu margra verða einnig á Söru Sigmundsdóttur sem varð níunda í fjórðungsúrslitunum og hefur sýnt að undanförnu að hún sé á réttri leið í hóp þeirra bestu í heimi á ný eftir að hafa misst úr tvö ár vegna erfiðra hnémeiðsla og vandamálum tengdum þeim. Sara hefur ekki komist á síðustu tvo heimsleika og það eru liðin sex ár síðan hún endaði síðast meðal þeirra efstu á heimsleikum. Fyrst á dagskrá hjá Söru er að koma sér inn á heimsleikana. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Sólveig Sigurðardóttir þarf að gera betur en í fjórðungsúrslitunum ætli hún að komast á aðra heimsleikana í röð. Aðeins hún og Þuríður Erla komust alla leið á heimsleikana af íslensku stelpunum í einstaklingskeppninni í fyrra. Sólveig endaði í sextánda sæti í fjórðungsúrslitunum og þarf því að hækka sig um sex sæti til að komast til Madison. Vonandi skilar það sér að hafa æft með Anníe Mist í undirbúningnum fyrir mótið. Björgvin Karl Guðmundsson varð annar í Evrópu í fjórðungsúrslitunum og hefur allt til alls til að tryggja sig inn á tíundu heimsleika sína í röð sem yrði magnaður árangur og tákn um hans ótrúlega stöðugleika í hópi þeirra bestu. Björgvin Karl hefur endað inn á topp tíu á heimsleikunum undanfarin átta ár. Í dag fara fram tvær greinar, sú fyrri nú lukkan 7.55 að íslenskum tíma en sú síðari klukkan hálf tvö í dag.
CrossFit Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Körfubolti Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir Enski boltinn Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Körfubolti Fleiri fréttir „Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ „Jákvæðasta er að það eru 12 leikir eftir“ Benedikt: Hjartað í þeim er risastórt „Þurfum að halda áfram að ýta á hvorn annan“ Uppgjör og viðtöl: Tindastóll-Njarðvík 94-76 | Stólarnir í stuði Elías fór meiddur af velli á móti Porto Átta liða úrslit Meistaradeildarinnar klár hjá konunum Varamennirnir björguðu stigi fyrir Tottenham í Skotlandi Uppgjör: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð Leik lokið: Haukar-KR 88-97 | Þórir frábær í KR-sigri á Ásvöllum Haukarnir hoppuðu upp töfluna og HK vann fallslaginn Glódís Perla lagði upp í sigri á Juve í Meistaradeildinni Albert með mark og stoðsendingu í stórsigri Fiorentina Hræðileg mistök Onana en Höjlund kom Man. Utd til bjargar Sjötti sigurinn í röð hjá Janusi Daða og félögum Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 97-93 | Stjörnumenn stoppuðu Keflvíkinga Yngsti heimsmeistari sögunnar í skák Átján ára strákur með tvö mörk fyrir Chelsea í Sambandsdeildinni Sara Björk og félagar að komast í gang „Fengum viðvaranir áður en mörkin komu“ Salah verði áfram því aðrir kostir séu fáir „Einbeitingaleysið sem leiðir til marka þeirra óboðlegt“ Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV Í beinni: Astana - Chelsea | Hvolpasveit í Kasakstan Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz „Það falla mörg tár á sunnudag“ Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Meistararnir mæta Haukum Belichick kominn með nýtt þjálfarastarf GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Sjá meira