Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði: „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. ágúst 2024 10:00 Hybrid-völlurinn í Hafnarfirði hefur fengið góðar viðtökur. skjáskot / stöð 2 Blandað gras hefur verið tekið til notkunar í Hafnarfirði, það fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Forystumaður í framkvæmdunum segir mikla ánægju með æfingar sumarsins og æft verði áfram á grasinu langt inn í veturinn. Hann er sannfærður um að innan fárra ára verði það lagt á keppnisvöll félagsins. Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira
Hybrid gras er orðið algengt um alla Evrópu og víðar. Flest stórlið heims spila á slíkum völlum. Hér á landi er FH brautryðjandi, grasið var fyrst lagt fyrir ári síðan og þegar fréttastofu bar að í febrúar var það iðagrænt. Æfingar hafa farið fram á grasinu undanfarnar vikur og viðtökurnar verið góðar. „Grasið hefur staðist allar væntingar og rúmlega það, en við viljum fara svolítið varlega. Þeir hafa verið hérna meistaraflokkarnir, karla og kvenna, yngri flokkarnir hafa líka fengið að fara inn á þetta. Þó þeir vildu örugglega margir hverjir meira, ætlum við að vinna okkur inn í þetta hægt og rólega,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar FH og forystumaður í framkvæmdunum. Þó kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með Enn sem komið er hefur aðeins æfingavöllur félagsins verið lagður með blönduðu grasi. Stendur til að leggja að það á keppnisvöllinn í Kaplakrika? „Það er nú með það eins og annað, þetta snýst um peninga. Þó svo kóngur vilji sigla er byrinn ekki alltaf með og við erum háð því að bæjarfélagið sé með okkur. Ég ætla nú að taka það fram að bæjarfélagið stóð vel að baki okkar hér og ég er þess sannfærður, að innan ekki margra tímabila verður Kaplakrikavöllur skreyttur með hybrid grasi.“ Gætu æft allan ársins hring Blandaða grasið þolir tvöfalt meira álag en venjulegt gras. Það er 95 prósent venjulegt gras en 5 prósent styrkt með gervigrasþráðum. Hitalagnir liggja þar undir og vonir eru bundnar við að með tímanum haldist það grænt og nothæft allan ársins hring. „Við teljum alveg hægt að vera hérna grassins vegna, þess vegna allt árið. En út af því að við erum úti og veður eru válynd yfir háveturinn þá erum við að tala um að vera hérna fram í miðjan nóvember og gefa þessu svo frí eitthvað fram á blávorið.“ Hugmyndin bak við blandað gras er ekki ný af nálinni og tæknin hefur verið til staðar lengi en loks er kostnaður orðinn viðráðanlegur. „Ég er búinn að vera með þessa flugu í maganum síðan 2008 en þá var þetta bara svo dýrt. Þetta er orðið samkeppnishæft við gervigras þannig að við sáum tækifæri núna,“ sagði Jón að lokum. Innslagið allt úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla FH Besta deild kvenna Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Sjá meira