Barcelona á­fram í brasi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Jules Kounde leikmaður Barcelona svekktur eftir að hafa misnotað gott færi undir lok leiksins.
Jules Kounde leikmaður Barcelona svekktur eftir að hafa misnotað gott færi undir lok leiksins. Vísir/Getty

Slakt gengi Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni hélt áfram í kvöld þegar liðið beið lægri hlut gegn smáliði Leganes. Barcelona hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum.

Fyrir leikinn gegn Leganes í dag var Barcelona í efsta sæti La Liga en Real Madrid mistókst að hirða toppsætið í gær eftir að hafa aðeins náð jafntefli gegn Rayo Vallecano. Leganes var hins vegar í fallsæti og því búist við sigri heimaliðsins.

Svo fór hins vegar ekki. Leganes náði forystunni strax á 4. mínútu þegar Sergio Gonzalez Poirrier skoraði og sama hvað leikmenn Barcelona reyndu þá náðu þeir ekki að skora jöfnunarmark. Liðið var með boltann 80% af leiktímanum og fékk færi til að skora en nýtti þau illa.

Hveitibrauðsdagar þjálfarans Hansi Flick virðast vera á enda. Barcelona byrjaði frábærlega í haust undir stjórn hins þýska Flick en síðustu vikur hefur hallað undan fæti og Barcelona hefur aðeins unnið einn sigur í síðustu sex deildarleikjum. 

Liðið er enn á toppi spænsku deildarinnar en jafnt Atletico Madrid að stigum sem á leik til góða líkt og Real Madrid sem er einu stigi á eftir í þriðja sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira