Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Aron Guðmundsson skrifar 15. desember 2024 10:16 Arnór Sigurðsson í leik með Blackburn Rovers Vísir/Getty Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn. Arnór kom til Blackburn á láni fyrir upphaf síðasta tímabils. Þar tókst honum að heilla forráðamenn félagsins og tryggja endanleg félagsskipti í upphafi þessa árs. Íslenski landsliðsmaðurinn kom við sögu í 34 leikjum liðsins á síðasta tímabili og kom að ellefu mörkum. Róðurinn hefur verið þyngri á yfirstandandi tímabili sökum veikinda og meiðsla sem hafa hrjáð Skagamanninn unga og valdið því að hann hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum en nálgast nú endurkomu á völlinn. Nú er svo komið að samningur Arnórs við Blackburn rennur út næsta sumar og óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það hafa ekki á sér stað samningaviðræður við Blackburn og lið alveg heyrt alveg í mér þar sem að ég er að vera samningslaus á næsta ári. Ég er alveg slakur yfir þessu. Sérstaklega með allt sem hefur verið í gangi þá er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér að ná mér góðum. Ég hef engar áhyggjur af því að það sem gerist í framtíðinni verði eitthvað annað en gott.“ Arnóri líður vel í Manchester og hjá Blackburn. Á Englandi vill hann helst vera áfram. „Ég átti gott tímabil í fyrra á mínu fyrsta tímabili í Championship deildinni. Ég hef verið að skora og gera vel. Auðvitað eru lið á Englandi að fylgjast með. Við þurfum bara að sjá. Það er engin spurning að mig langar að vera áfram á Englandi. Stærsta sviðið er hérna.“ „Auðvitað er líka eitthvað um þetta frá liðum utan Englands en fókusinn minn á að vera áfram á Englandi þar sem að draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni.“ Enski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Jólin verða rauð í Manchesterborg Enski boltinn Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Handbolti Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? Körfubolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Enski boltinn Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Minnka forskot Liverpool í tvö stig Enski boltinn Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Barcelona áfram í brasi Elías á skotskónum í Hollandi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Mikael og félagar úr leik í bikarnum Jólin verða rauð í Manchesterborg Enska landsliðið fær ekki að spila á Wembley Í jólafrí eftir tap gegn toppliðinu Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Albert og félagar töpuðu í fjarveru þjálfarans Óvænt hetja og Glódís við toppinn um jólin Albert án þjálfarans sem missti mömmu sína Cecilía neitar að fá á sig mörk á Ítalíu Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Real mistókst að fara á toppinn Mikael Egill skoraði í grátlegu jafntefli gegn Juventus „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Sjá meira
Arnór kom til Blackburn á láni fyrir upphaf síðasta tímabils. Þar tókst honum að heilla forráðamenn félagsins og tryggja endanleg félagsskipti í upphafi þessa árs. Íslenski landsliðsmaðurinn kom við sögu í 34 leikjum liðsins á síðasta tímabili og kom að ellefu mörkum. Róðurinn hefur verið þyngri á yfirstandandi tímabili sökum veikinda og meiðsla sem hafa hrjáð Skagamanninn unga og valdið því að hann hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum en nálgast nú endurkomu á völlinn. Nú er svo komið að samningur Arnórs við Blackburn rennur út næsta sumar og óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér. „Það hafa ekki á sér stað samningaviðræður við Blackburn og lið alveg heyrt alveg í mér þar sem að ég er að vera samningslaus á næsta ári. Ég er alveg slakur yfir þessu. Sérstaklega með allt sem hefur verið í gangi þá er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér að ná mér góðum. Ég hef engar áhyggjur af því að það sem gerist í framtíðinni verði eitthvað annað en gott.“ Arnóri líður vel í Manchester og hjá Blackburn. Á Englandi vill hann helst vera áfram. „Ég átti gott tímabil í fyrra á mínu fyrsta tímabili í Championship deildinni. Ég hef verið að skora og gera vel. Auðvitað eru lið á Englandi að fylgjast með. Við þurfum bara að sjá. Það er engin spurning að mig langar að vera áfram á Englandi. Stærsta sviðið er hérna.“ „Auðvitað er líka eitthvað um þetta frá liðum utan Englands en fókusinn minn á að vera áfram á Englandi þar sem að draumurinn er að spila í ensku úrvalsdeildinni.“
Enski boltinn Fótbolti Íslendingar erlendis Landslið karla í fótbolta Mest lesið Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Fótbolti Jólin verða rauð í Manchesterborg Enski boltinn Afhenti Þóri gjöf á blaðamannafundi eftir leik Handbolti Þórir kvaddi norska liðið með Evróputitli Handbolti Tengist Diddy persónulegu leyfi LeBron James? Körfubolti Jólagleði Liverpool hætt vegna fíkniefna Enski boltinn Jota reddaði stigi fyrir tíu Poolara Enski boltinn Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Fótbolti Minnka forskot Liverpool í tvö stig Enski boltinn Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er ekki að standa mig vel“ Sparkað eftir skelfilegt gengi Barcelona áfram í brasi Elías á skotskónum í Hollandi Dýrlingunum slátrað á leikvangi heilagrar Maríu Minnka forskot Liverpool í tvö stig Mikael og félagar úr leik í bikarnum Jólin verða rauð í Manchesterborg Enska landsliðið fær ekki að spila á Wembley Í jólafrí eftir tap gegn toppliðinu Sarr sá um fyrsta tap Brighton á heimavelli Albert og félagar töpuðu í fjarveru þjálfarans Óvænt hetja og Glódís við toppinn um jólin Albert án þjálfarans sem missti mömmu sína Cecilía neitar að fá á sig mörk á Ítalíu Heimir og O'Shea glöddu börn á sjúkrahúsi Úlfastjórinn rekinn Segist ekkert hafa rætt við Man. City Áhugi á Arnóri innan sem og utan Englands Utan vallar: Þetta er að gerast aftur Ýtti öryggisverði eftir tapið gegn Ipswich Létu tímann renna út án þess að reyna að skora Real mistókst að fara á toppinn Mikael Egill skoraði í grátlegu jafntefli gegn Juventus „Leikmaður þeirra hefði getað fengið annað gult spjald“ Lille bjargaði stigi og hefur ekki tapað síðan í september Stefán Teitur og félagar grátlega nálægt sigri á Leeds Stórsigur Newcastle en O'Neil gæti fengið sparkið Frábær endurkoma spútnikliðsins úr Skírisskógi Arsenal fann enga leið gegn Everton Sjá meira