Ný tungumál væntanleg 20. ágúst 2007 15:30 Gunnar Þór Jakobsson er einn þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni. MYND/GVA Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu. Vísindi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Sjá meira
Stóra tölvuorðabókin er í stöðugum vexti og brátt bætast í hana fjögur tungumál. „Það er verið að gefa út nokkur ný tungumál í haust, það er rússnesku, ungversku, pólsku og japönsku. Við komum hins vegar ekki til með að setja þau inn á heimasíðuna okkar, www.fastpro.is, vegna þess hve fáir nota þau. Þau verður hins vegar hægt að nálgast hjá okkur," segir Gunnar Þór Jakobsson sem er á meðal þeirra sem hefur umsjón með Stóru tölvuorðabókinni, þýðingarforriti sem inniheldur nú þegar níu orðabækur: íslenska, enska, þýska, danska, spænska, franska, ítalska, sænska og norska. Orðabókin þýðir á milli allra þessara tungumála. Gunnar bendir á að orðasöfnin séu þó misstór og misfullkomin. Sem dæmi er danska orðasafnið 118.000 orð, það enska 250.000 orð, þýska 90.000 orð, spænska 202.0000, ítalska og franska 75.000 hvort. Þá er bara verið að tala um öðrum megin, það er 118.000 dönsk orð á móti jafn mörgum íslenskum. Það íslenska er fullkomnast þar sem hægt er að leita þýðingar í öllum föllum og tölum. Enskan er næst, en í því er hægt að leita að orðum í þátíð, nútíð, eintölu og fleirtölu. Með orðabókinni er hægt að þýða einstök orð, heilar setningar og jafnvel greinar á tiltölulega stuttum tíma. Svo er hægt að setja fram eigin þýðingu og „kenna orðabókinni hana" eins og Gunnar orðar það. Sé maður í einhverjum vafa með stafsetningu eða málfræði er alltaf hægt að láta forritið lesa textann yfir. Það er einfaldlega gert í gegnum Office 2007 með því að smella á hnappinn „yfirlestur". Hægt er að lesa fleiri tungumál en sjálf orðabókin býður upp á, eða 30 talsins. Segir Gunnar Stóru tölvuorðabókina eina íslenska hugbúnaðinn sem bjóði upp á yfirlestur í Office 2007. „Þeir sem nota Macintosh geta líka fengið útgáfu af orðabókinni," segir hann. „Hafi þeir þegar orðið sér úti um Windows-útgáfuna af henni og greitt fyrir hana, þá geta þeir fengið Macintosh-útgáfuna á 5.000 krónur. Að sögn Gunnars er tölvuorðabókin jafnframt útbúin fullkominni talsetningu. „Til dæmis er sniðugt að afrita grein á netinu, setja hana inn í orðabókina og láta lesa hana. Forritið getur lesið upphátt átta af níu fyrrnefndum tungumálum, eða öll nema norsku. Röddin er ágætlega skýrmælt, þannig að allt ætti að komast átakalaust til skila. Mjög sniðugt fyrir lesblinda og sjóndapra." Hægt er að hlaða tölvuorðabókinni niður á fjórar tölvur án þess að greiða fyrir hvert aukaeintak. Að svo búnu er hægt að fá leyfi fyrir niðurhalningu á fimmtu og sjöttu tölvu og svo framvegis. Gunnar segir í raun einu gilda hvar eintökin eru notuð. Fyrirtækið vilji bara geta fylgst með notkuninni. Við það má bæta að alls kyns endurbætur eru reglulega gerðar á Stóru tölvuorðabókinni, eins og fyrrnefnd fjölgun tungumála er til vitnis um. Kaupendur þurfa þó aðeins að reiða eingreiðslu, 14.900 kr., af hendi fyrir bókina. Uppfærslur geta þeir sótt á heimasíðuna www.fastpro.is sér að kostnaðarlausu.
Vísindi Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Sjá meira