Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2024 13:20 Flugvél DHL á flugvellinum í Riga í Lettlandi. EPA/TOMS KALNINS Myndir af eldsprengjum sem útsendarar leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) eru grunaðir um að hafa sett um borð í flugvélar DHL, benda til þess að sprengjurnar hefðu getað grandað flugvélum. Vegna tafa kviknaði í sprengjunum á jörðu niðri en hefðu engar tafir orðið, hefur þær líklega sprungið um borð í flugvélum yfir Atlantshafinu. Önnur sprakk í Leipzig í Þýskalandi og hin í Birmingham í Englandi og sprungu báðar sprengjurnar í júlí. Þær munu báðar hafa verið faldar í nuddtækjum og sendar frá Litháen. Yfirvöld í Evrópu og vestanhafs hafa lítið sem ekkert tjáð sig um málið en fjölmiðlar hafa haft eftir embættismönnum að spjótin hafi fljótt beinst af útsendurum GRU. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Skripal, feðginunum, um ýmsar tölvuárásir og skemmdarverk í Evrópu. Sjá einnig: Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Wall Street Journal hafði birt eina mynd í síðasta mánuði en Guardian birti fleiri myndir í gær. Þær renna stoðum undir það að eldsprengjurnar hafi byggt á magnesíum, sem á að gera erfiðara að slökkva eldinn með þeim búnaði sem finna má um borð í flugvélum. Sérstök duftslökkvitæki þarf til að slökkva magnesíumeld. Þær sýna einnig að mikill eldur kviknaði vegna að minnsta kosti einnar sprengingu Photos of Birmingham DHL fire suggest device could have downed plane[image or embed]— The Guardian (@theguardian.com) 10 December 2024 at 19:07 Fjórir hafa verið handteknir í Póllandi vegna rannsóknarinnar og munu tvær sambærilegar eldsprengjur hafa fundist þar. Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, varaði nýverið við því að árásum og skemmdarverkum Rússa myndi fjölga á næstunni. „Umfangsmikil notkun Rússa á blönduðum hernaði eykur líkurnar á því að NATO muni á endanum íhuga að virkja fimmtu greinina um sameiginlegar varnir.“ Kahl sagði einnig líklegt að Rússar myndu áfram reyna að kanna þær rauðu línur sem lagðar hafa verið og grafa undan samstöðu Vesturlanda og NATO. „Í huga Rússa yrði markmiði þeirra náð ef fimmta greinin yrði ekki virkjuð í tilfelli árásar Rússa.“ Hann sagði Rússa ekki þurfa að senda skriðdreka til vesturs, heldur myndi þeim duga að senda „litla græna menn“, eins og þeir gerðu á Krímskaga á sínum tíma, til einhvers Eystrasaltsríkis. Það gætu þeir gert undir því yfirskini að vernda minnihlutahópa rússneskumælandi fólks gegn meintu ofbeldi. Rússland Þýskaland Bretland Litháen Pólland Bandaríkin Kanada Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. 3. desember 2024 09:18 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Önnur sprakk í Leipzig í Þýskalandi og hin í Birmingham í Englandi og sprungu báðar sprengjurnar í júlí. Þær munu báðar hafa verið faldar í nuddtækjum og sendar frá Litháen. Yfirvöld í Evrópu og vestanhafs hafa lítið sem ekkert tjáð sig um málið en fjölmiðlar hafa haft eftir embættismönnum að spjótin hafi fljótt beinst af útsendurum GRU. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa eitrað fyrir Skripal, feðginunum, um ýmsar tölvuárásir og skemmdarverk í Evrópu. Sjá einnig: Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Wall Street Journal hafði birt eina mynd í síðasta mánuði en Guardian birti fleiri myndir í gær. Þær renna stoðum undir það að eldsprengjurnar hafi byggt á magnesíum, sem á að gera erfiðara að slökkva eldinn með þeim búnaði sem finna má um borð í flugvélum. Sérstök duftslökkvitæki þarf til að slökkva magnesíumeld. Þær sýna einnig að mikill eldur kviknaði vegna að minnsta kosti einnar sprengingu Photos of Birmingham DHL fire suggest device could have downed plane[image or embed]— The Guardian (@theguardian.com) 10 December 2024 at 19:07 Fjórir hafa verið handteknir í Póllandi vegna rannsóknarinnar og munu tvær sambærilegar eldsprengjur hafa fundist þar. Undanfarna mánuði og jafnvel ár hafa rússneskir útsendarar verið sakaðir um fjölda skemmdarverka, íkveikja og morða, svo eitthvað sé nefnt, í Evrópu. Bruno Kahl, yfirmaður einnar af leyniþjónustum Þýskalands, varaði nýverið við því að árásum og skemmdarverkum Rússa myndi fjölga á næstunni. „Umfangsmikil notkun Rússa á blönduðum hernaði eykur líkurnar á því að NATO muni á endanum íhuga að virkja fimmtu greinina um sameiginlegar varnir.“ Kahl sagði einnig líklegt að Rússar myndu áfram reyna að kanna þær rauðu línur sem lagðar hafa verið og grafa undan samstöðu Vesturlanda og NATO. „Í huga Rússa yrði markmiði þeirra náð ef fimmta greinin yrði ekki virkjuð í tilfelli árásar Rússa.“ Hann sagði Rússa ekki þurfa að senda skriðdreka til vesturs, heldur myndi þeim duga að senda „litla græna menn“, eins og þeir gerðu á Krímskaga á sínum tíma, til einhvers Eystrasaltsríkis. Það gætu þeir gert undir því yfirskini að vernda minnihlutahópa rússneskumælandi fólks gegn meintu ofbeldi.
Rússland Þýskaland Bretland Litháen Pólland Bandaríkin Kanada Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53 Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. 3. desember 2024 09:18 Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
„Dögun þriðju kjarnorkualdarinnar er í vændum“ Æðsti hernaðarleiðtogi Bretlands segir heiminn hafa breyst og að hann sé flóknari. Þá segir hann að þriðja kjarnorkuöldin sé að hefjast og að hún yrði mun flóknari en þær fyrri. 5. desember 2024 23:53
Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Lögregla rannsakar nú hvernig ljósleiðari í jörðu fór í sundur á tveimur stöðum í gær. Netlaust var víða í Finnlandi vegna þess sem lögreglu grunar að hafi verið skemmdarverk. Spellvirki voru nýlega unnin á norrænum sæstrengjum í Eystrasalti. 3. desember 2024 09:18
Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Hópur Búlgara sem bjó í Bretlandi njósnaði fyrir Rússa í tæp þrjú ár og á þeim tímabili er hópurinn sagður hafa sett líf margra í hættu. Hópurinn stundaði njósnir víðsvegar um Evrópu, þar sem fólkið safnaði upplýsingum um fólk fyrir Rússa og ræddi meðal annars að myrða búlgarskan blaðamann sem kom að því að svipta hulunni af banatilræði rússneskra útsendara á Sergei Skripal. 29. nóvember 2024 11:02