Cotto og Pavlik á sigurbraut á ný 22. febrúar 2009 14:06 Miguel Cotto (th) vann yfirburðasigur á Bretanum Michael Jennings AFP Hnefaleikararnir Miguel Cotto og Kelly Pavlik unnu báðir yfirburðasigra í titilbardögum sínum í gærkvöld og réttu þannig úr kútnum eftir fyrstu töp sín á ferlinum. Cotto vann sigur á hinum snaggaralega Michael Jennings í fimmtu lotu WBO titilbardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Portó Ríkó-maðurinn Cotto, sem tapaði WBA titli sínum í hendur Mexíkómannsins Antonio Margarito í júlí í fyrra, hefur nú unnið 33 sigra á ferlinum og tapað aðeins einum. Bretinn Jennings máti sætta sig við að fara tvisvar í gólfið í fjórðu lotu og einu sinni í fimmtu áður en bardaginn var stöðvaður. Jennings tapaði sínum öðrum bardaga á ferlinum en hefur unnið 34. Cotto vonast til að mæta sigurvegaranum úr viðureign Ricky Hatton og Manny Pacquiao í Las Vegas þann 2. maí í vor. Öruggt hjá Pavlik á heimavelli Kelly Pavlik tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í október í fyrra gegn hinum síunga og 43 ára gamla landa sínum Bernard Hopkins. Bandaríkjamaðurinn endurheimti WBC og WBO titla sína í millivigt með sannfærandi sigri á Marco Antonio Rubio í gær. Bardaginn var ekki sérlega spennandi og lumbraði Pavlik (35 sigrar, 1 tap) á Rubio (43 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp) í níu lotur þangað til Mexíkóinn ákvað að komið væri gott og hætti áður en tíunda lotan hófst. Fullt hús áhorfenda í Youngstown í Ohio fagnaði kappanum vel. "Það jafnast ekkert á við að koma aftur heim og jafna sig eftir tapið," sagði Pavlik ánægður og bætti við að hann væri til í að mæta hverjum sem er. Box Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira
Hnefaleikararnir Miguel Cotto og Kelly Pavlik unnu báðir yfirburðasigra í titilbardögum sínum í gærkvöld og réttu þannig úr kútnum eftir fyrstu töp sín á ferlinum. Cotto vann sigur á hinum snaggaralega Michael Jennings í fimmtu lotu WBO titilbardaga þeirra í Madison Square Garden í New York. Portó Ríkó-maðurinn Cotto, sem tapaði WBA titli sínum í hendur Mexíkómannsins Antonio Margarito í júlí í fyrra, hefur nú unnið 33 sigra á ferlinum og tapað aðeins einum. Bretinn Jennings máti sætta sig við að fara tvisvar í gólfið í fjórðu lotu og einu sinni í fimmtu áður en bardaginn var stöðvaður. Jennings tapaði sínum öðrum bardaga á ferlinum en hefur unnið 34. Cotto vonast til að mæta sigurvegaranum úr viðureign Ricky Hatton og Manny Pacquiao í Las Vegas þann 2. maí í vor. Öruggt hjá Pavlik á heimavelli Kelly Pavlik tapaði fyrsta bardaga sínum á ferlinum í október í fyrra gegn hinum síunga og 43 ára gamla landa sínum Bernard Hopkins. Bandaríkjamaðurinn endurheimti WBC og WBO titla sína í millivigt með sannfærandi sigri á Marco Antonio Rubio í gær. Bardaginn var ekki sérlega spennandi og lumbraði Pavlik (35 sigrar, 1 tap) á Rubio (43 sigrar, 1 jafntefli, 5 töp) í níu lotur þangað til Mexíkóinn ákvað að komið væri gott og hætti áður en tíunda lotan hófst. Fullt hús áhorfenda í Youngstown í Ohio fagnaði kappanum vel. "Það jafnast ekkert á við að koma aftur heim og jafna sig eftir tapið," sagði Pavlik ánægður og bætti við að hann væri til í að mæta hverjum sem er.
Box Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Loksins vann City Salah með tvö en Kelleher gaf jöfnunarmark undir lokin Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Dregið í riðla fyrir HM félagsliða sem verður sýnt ókeypis Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Van Dijk boðinn nýr samningur Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar „Haldið þið að ég vilji ekki nota Kevin?“ Damir spilar með liði frá Brúnei Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Ólympíumeistari brotinn á mörgum stöðum eftir að hafa klesst á bílhurð Sjá meira