Erlendar fréttir ársins árið 2014 Atli Ísleifsson skrifar 21. desember 2014 10:00 Árið 2014 var síður en svo tíðindalitið á alþjóðavettvangi. Vísir/AFP Árið sem líður senn undir lok var síður en svo tíðindalítið á alþjóðavettvangi. Þegar litið er yfir völlinn má sjá að fréttir af flugslysum og hryðjuverkum, uppgangi ISIS, útbreiðslu ebólu, borgarastyrjöldum í Úkraínu og Sýrlandi og stríðinu á Gasa voru ofarlega á baugi, en inn á milli birtust einnig fréttir af öllu jákvæðari og skemmtilegri málum. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir nokkur af helstu fréttamálum ársins af erlendum vettvangi þó að listinn sé á engan hátt tæmandi.Ebóluveiran breiðist útEbólaveiran braust fyrir alvöru út í Vestur-Afríku í febrúar. Veiran hefur nú þegar kostað mörg þúsund mannslíf og hefur alþjóðasamfélagið verið harðlega gagnrýnt fyrir að bregðast bæði seint og hægt við þrátt fyrir viðvörunarorð sérfræðinga. Flest dauðsföllin hafa komið upp í Vestur-Afríkuríkjunum Sierra Leóne, Líberíu og Gíneu, en enn er unnið að því að hefta útbreiðsluna.Vetrarólympíuleikar í SochiVetrarólympíuleikarnir voru haldnir í 22. sinn í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf, dagana 7. til 23. febrúar. Rússar unnu til flestra verðlauna (13 gull, 11 silfur og 9 brons) en á hæla þeirra fylgdu Norðmenn (11 gull, 5 silfur, 10 brons).Mikil mótmæli brutust út í Kíev í Úkraínu í febrúar.Vísir/AFPInnlimun Krímskaga og ástandið í ÚkraínuÚkraínska þingið bolaði Viktor Janúkóvitsj úr forsetastóli í febrúar eftir margra daga óeirðir í höfuðborginni Kíev þar sem um hundrað manns létust. Uppgangur aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu leiddi svo til að Rússar innlimuðu Krímskaga í marsmánuði. Mikil átök hafa staðið yfir milli úkraínska stjórnarhersins og aðskilaðarsinna á bandi Rússlandsstjórnar í héröðunum Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Fleiri þúsund manns hafa látist í átökum á árinu sem enn standa yfir þrátt fyrir undirritun friðarsamkomulags. Í kjölfar innlimunar Rússa á Krímskaga var þeim vísað úr G8-hópnum og hafa vesturveldin beitt rússneskum stjórnvöldum hörðum viðskiptaþvingunum. Refsiaðgerðirnar og lækkandi heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur reynst Rússum erfiður ljár í þúfu og hefur gengi rúblunnar hríðfallið síðustu vikur og mánuði.MH370 hverfur sporlaust með 239 manns innanborðsVél Malaysia Airlines, MH370, á leið frá Kuala Lumpúr til kínversku höfuðborgarinnar Beijing hvarf sporlaust einhvers staðar í Indlandshafi þann 8. mars. 239 manns voru um borð í vélinni og stóð lengi yfir umfangsmikil alþjóðleg leit að braki vélarinnar sem hefur þó enn ekki skilað árangri. Flestir farþeganna um borð í vélinni voru Kínverjar og Malasíumenn.Skæðar árásir Boko Haram í NígeríuUm miðjan apríl var 276 skólastúlkum og konum rænt úr skóla í nígerísku borginni Chibuk og þeim haldið föngnum af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Nokkrum tókst að flýja en talið er að 219 séu enn í haldi. Í maí létust svo um 300 manns í árás liðsmanna Boko Haram í bæjunum Gamboru og Ngala. Reglulega hafa borist fréttir af hryðjuverkaárásum Boko Haram í Nígeríu á árinu.Suður-kóresk ferja sekkur Suður-kóreska ferjan MV Sewol sökk þann 16. apríl á leið sinni frá borginni Incheon til Jeju. Alls fórust 304 af farþegum skipsins en 172 var bjargað. Flestir hinna látnu voru ungmenni á gagnfræðiskólaaldri.Þjóðernisflokkar sóttu í sig veðrið á EvrópuþinginsFlokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí. Þannig unnu Sjálfstæðisflokkurinn í Bretlandi, eða UKIP, og Front National í Frakklandi stórsigur. Sömu sögu var að segja frá mörgum öðrum aðildarríkja ESB svo sem Danmörku og Svíþjóð.Milljónir manna þurftu að flýja heimil sín, bæði í Sýrlandi og Írak, vegna ofsókna ISIS-liða.Vísir/AFPUppgangur ISIS í Sýrlandi og ÍrakUppgangur hryðjuverkasamtakanna ISIS hefur verið mjög áberandi í heimsfréttunum. Samtökin ráða nú yfir stórum hluta norðurhluta Íraks og austurhluta Sýrlands. Liðsmenn þess hafa stofnað eigið kalífadæmi með það að markmiði að koma á sjaríalögum. Tugþúsundir hafa látið lífið vegna árása og ofsókna ISIS-liða bæði í Sýrlandi og Írak. Síðsumars hófu Bandaríkin og önnur ríki skipulagðar loftárásir gegn liðsmönnum ISIS.Heimsmeistaramótið í BrasilíuHeimsbyggðin fylgdist vel með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fór í Brasilíu, dagana 12. júní til 13. júlí. Þjóðverjar stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins eftir 1-0 sigur á Argentínumönnum í úrslitaleiknum sem fram fór í Ríó de Janeiro. Mario Götze skoraði sigurmarkið í framlengingu.Stríðið á GasaströndinniSpenna jókst fyrir botni Miðjarðarhafs eftir að þremur ísraelskum táningum var rænt og þeir myrtir í kjölfar morðs á palestínskum táningi í júlímánuði. Ísraelsher hóf loftárásir á Gasa þann 8. júlí og viku síðar hófst innrás. Stríðið stóð yfir í sjö vikur og fórust um 2.100 Palestínumenn og 71 Ísraeli í átökunum. Eyðileggingin á Gasa var gríðarleg.Farþegaþota með 298 manns innanborðs hrapar í ÚkraínuAlþjóð fylgdist skelfingu lostin með þegar fréttir bárust af því að MH17-vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines hafði verið skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag þann 17. júlí. 283 farþegar voru um borð í vélinni ásamt fimmtán áhafnarmeðlimum og fórust þeir allir með tölu. Meirihluti farþega voru Hollendingar, en einnig voru fjölmargir Ástralir, Indónesíumenn, Malasíumenn og Bretar um borð. Aðskilnaðarsinnum á bandi Rússlandsstjórnar er kennt um árásina, þó að þeir neiti því sjálfir og kenni úkraínska stjórnarhernum um árásina.Farþegavél Air Algérie ferst í MalíAllir þeir 116 sem voru um borð í vél Air Algérie á leið frá Ouagadougou í Búrkína Fasó til Algerisborgar fórust þegar vélin hrapaði í Sahara-eyðimörkinni í Malí. Ekki er enn vitað hvað olli því að flugvélin hrapaði.Stjórnarskipti í Svíþjóð og kosningar framundanBorgaralegu flokkarnir lutu í lægra haldi í þingkosningnum sem fram fóru í Svíþjóð í september eftir átta ára stjórnarsetu undir forsæti Fredrik Reinfeldts. Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn en mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt eftir að Svíþjóðardemókratar ákváðu að styðja við fjárlagafrumvarp borgaralegu blokkarinnar. Stefan Löfven forsætisráðherra tilkynnti í kjölfarið að þingkosningar verði aftur haldnar þann 22. mars næstkomandi.Sambandssinnar höfðu betur í kosningunum í Skotlandi í september.Vísir/AFPFjölmenn mótmæli í Hong Kong Fjölmenn mótbæli brutust út í Hong Kong í september og stóðu alveg fram í desember þó að nokkuð hafi dregið úr þeim þegar leið á veturinn. Mótmælendur kröfðust lýðræðisumbóta og voru óánægðir með að Kommúnistaflokkurinn í Kína þurfi að samþykkja alla þá sem bjóða sig fram í sjálfstjórnarhéraðinu. Regnhlífar urðu helsta tákn mótmælanna.Skotar hafna sjálfstæðiSkotar höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 18. september að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretum. Rúmlega 55 prósent kusu gegn tillögunni, en tæplega 45 kusu með sjálfstæði. Kosningabaráttan var mun jafnari en búist var við í fyrstu, en að lokum unnu sambandssinnar þó nokkuð afgerandi sigur.Gríðarlegur fjöldi flóttamanna drukkna í Miðjarðarhafi Reglulega hafa borist fréttir af björgun flóttafólks sem hefur siglt á illa búnum og ofhlöðnum bátum á leið frá Norður-Afríku í leit að betra lífi í Evrópu. Ítölsk yfirvöld hafa bjargað um rúmlega 150 þúsund manns á árinu, en áætlað er að rúmlega 2.500 manns hafi drukkað á slíkum ferðalögum það sem af er ári. Nýir í toppstöðum hjá NATO og ESBJens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, tók við starfi framkvæmdastjóra NATO af Anders Fogh Rasmussen þann 1. október. Þátók Jean-Clauce Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, við starfi forseta framkvæmdastjórnar ESB, af José Manuel Barroso. Þá tók Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, við starfi forseta leiðtogaráðs ESB af Herman van Rompuy og Federica Mogherini, fyrrverandi utanríkisráðherra Ítalíu, við starfi utanríkis- og öryggismálastjóra ESB.Rósetta lendir á halastjörnuÁhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu í með öndina í hálsinum þegar könnunarfarinu Philae var sleppt frá gervitunglinu Rósettu þann 12. nóvember. Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko en Rósettu var skotið á loft fyrir um tíu árum síðan. Philae tókst að senda nokkurn magn gagna frá sér áður en slokknaði á farinu.Liðsmenn talibana skutu á annað hundrað börn til bana í skóla í Peshawar í desember. Pakistanar syrgðu hina látnu.Vísir/AFPMalala tekur við friðarverðlaunum NóbelsFriðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai í desember. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. Árás talibana á skóla í PeshawarAð minnsta kosti 141 lést, þar af 132 börn, þegar sjö vopnaðir liðsmenn talíbana réðust inn í skóla í bænum Peshawar í Pakistan þann 16. desember.Bandaríkin og Kúba vinna að bættum samskiptumBarack Obama Bandaríkjaforseti og Raúl Castro Kúbuforseti greindu frá sögulegum sáttum stjórnvalda ríkjanna þann 17. desember. Forsetarnir greindu frá því að stefnt væri að bættum samskiptum ríkjanna og að bundinn verði endir á rúmlega hálfrar aldar viðskiptabann Bandaríkjanna. Vonast er til að Bandaríkin opni sendiráð í Havana innan skamms. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Fleiri fréttir Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Sjá meira
Árið sem líður senn undir lok var síður en svo tíðindalítið á alþjóðavettvangi. Þegar litið er yfir völlinn má sjá að fréttir af flugslysum og hryðjuverkum, uppgangi ISIS, útbreiðslu ebólu, borgarastyrjöldum í Úkraínu og Sýrlandi og stríðinu á Gasa voru ofarlega á baugi, en inn á milli birtust einnig fréttir af öllu jákvæðari og skemmtilegri málum. Hér að neðan er stiklað á stóru yfir nokkur af helstu fréttamálum ársins af erlendum vettvangi þó að listinn sé á engan hátt tæmandi.Ebóluveiran breiðist útEbólaveiran braust fyrir alvöru út í Vestur-Afríku í febrúar. Veiran hefur nú þegar kostað mörg þúsund mannslíf og hefur alþjóðasamfélagið verið harðlega gagnrýnt fyrir að bregðast bæði seint og hægt við þrátt fyrir viðvörunarorð sérfræðinga. Flest dauðsföllin hafa komið upp í Vestur-Afríkuríkjunum Sierra Leóne, Líberíu og Gíneu, en enn er unnið að því að hefta útbreiðsluna.Vetrarólympíuleikar í SochiVetrarólympíuleikarnir voru haldnir í 22. sinn í rússnesku borginni Sochi við Svartahaf, dagana 7. til 23. febrúar. Rússar unnu til flestra verðlauna (13 gull, 11 silfur og 9 brons) en á hæla þeirra fylgdu Norðmenn (11 gull, 5 silfur, 10 brons).Mikil mótmæli brutust út í Kíev í Úkraínu í febrúar.Vísir/AFPInnlimun Krímskaga og ástandið í ÚkraínuÚkraínska þingið bolaði Viktor Janúkóvitsj úr forsetastóli í febrúar eftir margra daga óeirðir í höfuðborginni Kíev þar sem um hundrað manns létust. Uppgangur aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu leiddi svo til að Rússar innlimuðu Krímskaga í marsmánuði. Mikil átök hafa staðið yfir milli úkraínska stjórnarhersins og aðskilaðarsinna á bandi Rússlandsstjórnar í héröðunum Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu. Fleiri þúsund manns hafa látist í átökum á árinu sem enn standa yfir þrátt fyrir undirritun friðarsamkomulags. Í kjölfar innlimunar Rússa á Krímskaga var þeim vísað úr G8-hópnum og hafa vesturveldin beitt rússneskum stjórnvöldum hörðum viðskiptaþvingunum. Refsiaðgerðirnar og lækkandi heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur reynst Rússum erfiður ljár í þúfu og hefur gengi rúblunnar hríðfallið síðustu vikur og mánuði.MH370 hverfur sporlaust með 239 manns innanborðsVél Malaysia Airlines, MH370, á leið frá Kuala Lumpúr til kínversku höfuðborgarinnar Beijing hvarf sporlaust einhvers staðar í Indlandshafi þann 8. mars. 239 manns voru um borð í vélinni og stóð lengi yfir umfangsmikil alþjóðleg leit að braki vélarinnar sem hefur þó enn ekki skilað árangri. Flestir farþeganna um borð í vélinni voru Kínverjar og Malasíumenn.Skæðar árásir Boko Haram í NígeríuUm miðjan apríl var 276 skólastúlkum og konum rænt úr skóla í nígerísku borginni Chibuk og þeim haldið föngnum af liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Boko Haram. Nokkrum tókst að flýja en talið er að 219 séu enn í haldi. Í maí létust svo um 300 manns í árás liðsmanna Boko Haram í bæjunum Gamboru og Ngala. Reglulega hafa borist fréttir af hryðjuverkaárásum Boko Haram í Nígeríu á árinu.Suður-kóresk ferja sekkur Suður-kóreska ferjan MV Sewol sökk þann 16. apríl á leið sinni frá borginni Incheon til Jeju. Alls fórust 304 af farþegum skipsins en 172 var bjargað. Flestir hinna látnu voru ungmenni á gagnfræðiskólaaldri.Þjóðernisflokkar sóttu í sig veðrið á EvrópuþinginsFlokkar lengst til hægri í stjórnmálum og flokkar sem vilja draga úr völdum Evrópusambandsins náðu víða góðum árangri í kosningum til Evrópuþingsins sem fram fóru í maí. Þannig unnu Sjálfstæðisflokkurinn í Bretlandi, eða UKIP, og Front National í Frakklandi stórsigur. Sömu sögu var að segja frá mörgum öðrum aðildarríkja ESB svo sem Danmörku og Svíþjóð.Milljónir manna þurftu að flýja heimil sín, bæði í Sýrlandi og Írak, vegna ofsókna ISIS-liða.Vísir/AFPUppgangur ISIS í Sýrlandi og ÍrakUppgangur hryðjuverkasamtakanna ISIS hefur verið mjög áberandi í heimsfréttunum. Samtökin ráða nú yfir stórum hluta norðurhluta Íraks og austurhluta Sýrlands. Liðsmenn þess hafa stofnað eigið kalífadæmi með það að markmiði að koma á sjaríalögum. Tugþúsundir hafa látið lífið vegna árása og ofsókna ISIS-liða bæði í Sýrlandi og Írak. Síðsumars hófu Bandaríkin og önnur ríki skipulagðar loftárásir gegn liðsmönnum ISIS.Heimsmeistaramótið í BrasilíuHeimsbyggðin fylgdist vel með heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fór í Brasilíu, dagana 12. júní til 13. júlí. Þjóðverjar stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar mótsins eftir 1-0 sigur á Argentínumönnum í úrslitaleiknum sem fram fór í Ríó de Janeiro. Mario Götze skoraði sigurmarkið í framlengingu.Stríðið á GasaströndinniSpenna jókst fyrir botni Miðjarðarhafs eftir að þremur ísraelskum táningum var rænt og þeir myrtir í kjölfar morðs á palestínskum táningi í júlímánuði. Ísraelsher hóf loftárásir á Gasa þann 8. júlí og viku síðar hófst innrás. Stríðið stóð yfir í sjö vikur og fórust um 2.100 Palestínumenn og 71 Ísraeli í átökunum. Eyðileggingin á Gasa var gríðarleg.Farþegaþota með 298 manns innanborðs hrapar í ÚkraínuAlþjóð fylgdist skelfingu lostin með þegar fréttir bárust af því að MH17-vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines hafði verið skotin niður í austurhluta Úkraínu um miðjan dag þann 17. júlí. 283 farþegar voru um borð í vélinni ásamt fimmtán áhafnarmeðlimum og fórust þeir allir með tölu. Meirihluti farþega voru Hollendingar, en einnig voru fjölmargir Ástralir, Indónesíumenn, Malasíumenn og Bretar um borð. Aðskilnaðarsinnum á bandi Rússlandsstjórnar er kennt um árásina, þó að þeir neiti því sjálfir og kenni úkraínska stjórnarhernum um árásina.Farþegavél Air Algérie ferst í MalíAllir þeir 116 sem voru um borð í vél Air Algérie á leið frá Ouagadougou í Búrkína Fasó til Algerisborgar fórust þegar vélin hrapaði í Sahara-eyðimörkinni í Malí. Ekki er enn vitað hvað olli því að flugvélin hrapaði.Stjórnarskipti í Svíþjóð og kosningar framundanBorgaralegu flokkarnir lutu í lægra haldi í þingkosningnum sem fram fóru í Svíþjóð í september eftir átta ára stjórnarsetu undir forsæti Fredrik Reinfeldts. Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu minnihlutastjórn en mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt eftir að Svíþjóðardemókratar ákváðu að styðja við fjárlagafrumvarp borgaralegu blokkarinnar. Stefan Löfven forsætisráðherra tilkynnti í kjölfarið að þingkosningar verði aftur haldnar þann 22. mars næstkomandi.Sambandssinnar höfðu betur í kosningunum í Skotlandi í september.Vísir/AFPFjölmenn mótmæli í Hong Kong Fjölmenn mótbæli brutust út í Hong Kong í september og stóðu alveg fram í desember þó að nokkuð hafi dregið úr þeim þegar leið á veturinn. Mótmælendur kröfðust lýðræðisumbóta og voru óánægðir með að Kommúnistaflokkurinn í Kína þurfi að samþykkja alla þá sem bjóða sig fram í sjálfstjórnarhéraðinu. Regnhlífar urðu helsta tákn mótmælanna.Skotar hafna sjálfstæðiSkotar höfnuðu því í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 18. september að lýsa yfir sjálfstæði frá Bretum. Rúmlega 55 prósent kusu gegn tillögunni, en tæplega 45 kusu með sjálfstæði. Kosningabaráttan var mun jafnari en búist var við í fyrstu, en að lokum unnu sambandssinnar þó nokkuð afgerandi sigur.Gríðarlegur fjöldi flóttamanna drukkna í Miðjarðarhafi Reglulega hafa borist fréttir af björgun flóttafólks sem hefur siglt á illa búnum og ofhlöðnum bátum á leið frá Norður-Afríku í leit að betra lífi í Evrópu. Ítölsk yfirvöld hafa bjargað um rúmlega 150 þúsund manns á árinu, en áætlað er að rúmlega 2.500 manns hafi drukkað á slíkum ferðalögum það sem af er ári. Nýir í toppstöðum hjá NATO og ESBJens Stoltenberg, fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, tók við starfi framkvæmdastjóra NATO af Anders Fogh Rasmussen þann 1. október. Þátók Jean-Clauce Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra Lúxemborgar, við starfi forseta framkvæmdastjórnar ESB, af José Manuel Barroso. Þá tók Donald Tusk, fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, við starfi forseta leiðtogaráðs ESB af Herman van Rompuy og Federica Mogherini, fyrrverandi utanríkisráðherra Ítalíu, við starfi utanríkis- og öryggismálastjóra ESB.Rósetta lendir á halastjörnuÁhugamenn um geimvísindi og stjörnufræði biðu í með öndina í hálsinum þegar könnunarfarinu Philae var sleppt frá gervitunglinu Rósettu þann 12. nóvember. Philae lenti á halastjörnunni 67P/Churyumov-Gerasimenko en Rósettu var skotið á loft fyrir um tíu árum síðan. Philae tókst að senda nokkurn magn gagna frá sér áður en slokknaði á farinu.Liðsmenn talibana skutu á annað hundrað börn til bana í skóla í Peshawar í desember. Pakistanar syrgðu hina látnu.Vísir/AFPMalala tekur við friðarverðlaunum NóbelsFriðarverðlaun Nóbels 2014 voru afhent Indverjanum Kailash Satyarti og pakistönsku baráttukonunni Malala Yousafzai í desember. Verðlaunin fengu þau fyrir baráttu sína fyrir menntun ungs fólks í fátækum löndum heimsins og baráttu gegn þrælkunarvinnu barna. Árás talibana á skóla í PeshawarAð minnsta kosti 141 lést, þar af 132 börn, þegar sjö vopnaðir liðsmenn talíbana réðust inn í skóla í bænum Peshawar í Pakistan þann 16. desember.Bandaríkin og Kúba vinna að bættum samskiptumBarack Obama Bandaríkjaforseti og Raúl Castro Kúbuforseti greindu frá sögulegum sáttum stjórnvalda ríkjanna þann 17. desember. Forsetarnir greindu frá því að stefnt væri að bættum samskiptum ríkjanna og að bundinn verði endir á rúmlega hálfrar aldar viðskiptabann Bandaríkjanna. Vonast er til að Bandaríkin opni sendiráð í Havana innan skamms.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Erlent Fleiri fréttir Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Sjá meira