Bretar ganga að kjörborðinu í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. júní 2016 07:30 Evrópusinnar flugu með borða fram hjá parísarhjólinu London Eye í gær til að hvetja fólk til að kjósa áframhaldandi veru innan Evrópusambandsins. Bretar kjósa í dag um framtíð sambands Bretlands við Evrópusambandið (ESB). Valkostirnir eru tveir. Annars vegar „remain“, að vera áfram hluti af ESB, og hins vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands frá Evrópusambandinu sem kallaður hefur verið Brexit. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sótti í gær minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum en hún var myrt á fimmtudaginn af einstaklingi sem var ósammála henni í Brexit-baráttunni. Cox var ötull talsmaður áframhaldandi veru Bretlands innan Evrópusambandsins. „Þetta var afar hjartnæm athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er hvort morðið á Cox muni hafa áhrif á kosningarnar í dag. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og afar mjótt er á munum á milli fylkinganna tveggja. Ljóst er að Brexit myndi hafa umtalsverð áhrif á Bretland sem og Evrópusambandið. Bretar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, missa aðgengi að opnum markaði ríkja ESB, varað hefur verið við því að pundið gæti veikst um allt að tuttugu prósent og íbúum annarra ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til Bretlands. Veikara pund kæmi sér illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm 70.000 tonn af fiski út til Bretlands í fyrra.David Cameron forsætisráðherraHamrað á málstaðnum Samflokksmennirnir David Cameron, forsætisráðherra og Evrópusinni, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og aðskilnaðarsinni, fóru víða í gær og reyndu að sannfæra sem flesta. Cameron varaði við því að niðurstaðan væri endanleg. Hins vegar eru kosningarnar ekki bindandi heldur gæti þingið tekið ákvörðun um að hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir Bretland og valda efnahag okkar meiri skaða en maður getur ímyndað sér. Störf myndu tapast og lífsgæði komandi kynslóða minnka.“ Johnson og aðrir liðsmenn Vote Leave, samtaka sem berjast fyrir Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að Bretland utan ESB hefði frelsi til að stýra sér sjálft, til að mynda í efnahagsmálum. „Það er kominn tími til að brjótast út úr hinu misheppnaða Evrópusambandi,“ sagði Johnson. Þá fagnaði Nigel Farage, aðskilnaðarsinni og formaður Sjálfstæðisflokks (UKIP), því að loksins væri komið að kosningum. Hann sagði flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið möguleg án flokksins. „Stuðningsmenn okkar myndu skríða á glerbrotum til að fá að kjósa Brexit,“ sagði Farage.Niðurstöður í fyrramálið Búist er við að fyrstu tölur berist um miðnætti en endanlegar niðurstöður liggi fyrir um klukkan sex í fyrramálið. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tók saman munar einu prósentustigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en 44 prósent aðskilnað. BBC gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltalið sem Bloomberg tók saman sýnir öfuga niðurstöðu. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi í fyrra reyndust nærri allar rangar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016 Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Bretar kjósa í dag um framtíð sambands Bretlands við Evrópusambandið (ESB). Valkostirnir eru tveir. Annars vegar „remain“, að vera áfram hluti af ESB, og hins vegar „leave“, aðskilnaður Bretlands frá Evrópusambandinu sem kallaður hefur verið Brexit. Kristjana Guðbrandsdóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, sótti í gær minningarathöfn um þingkonuna Jo Cox á Trafalgartorgi í Lundúnum en hún var myrt á fimmtudaginn af einstaklingi sem var ósammála henni í Brexit-baráttunni. Cox var ötull talsmaður áframhaldandi veru Bretlands innan Evrópusambandsins. „Þetta var afar hjartnæm athöfn,“ sagði Kristjana en óljóst er hvort morðið á Cox muni hafa áhrif á kosningarnar í dag. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng og afar mjótt er á munum á milli fylkinganna tveggja. Ljóst er að Brexit myndi hafa umtalsverð áhrif á Bretland sem og Evrópusambandið. Bretar myndu, að minnsta kosti fyrst um sinn, missa aðgengi að opnum markaði ríkja ESB, varað hefur verið við því að pundið gæti veikst um allt að tuttugu prósent og íbúum annarra ríkja ESB væri ekki frjálst að flytja til Bretlands. Veikara pund kæmi sér illa fyrir Íslendinga sem fluttu rúm 70.000 tonn af fiski út til Bretlands í fyrra.David Cameron forsætisráðherraHamrað á málstaðnum Samflokksmennirnir David Cameron, forsætisráðherra og Evrópusinni, og Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri og aðskilnaðarsinni, fóru víða í gær og reyndu að sannfæra sem flesta. Cameron varaði við því að niðurstaðan væri endanleg. Hins vegar eru kosningarnar ekki bindandi heldur gæti þingið tekið ákvörðun um að hundsa niðurstöðuna. Það þykir þó afar ólíklegt. Þá ítrekaði Cameron ein helstu rök Evrópusinna: „Brexit myndi skapa gríðarlegan vanda fyrir Bretland og valda efnahag okkar meiri skaða en maður getur ímyndað sér. Störf myndu tapast og lífsgæði komandi kynslóða minnka.“ Johnson og aðrir liðsmenn Vote Leave, samtaka sem berjast fyrir Brexit, ítrekuðu hins vegar þá sýn að Bretland utan ESB hefði frelsi til að stýra sér sjálft, til að mynda í efnahagsmálum. „Það er kominn tími til að brjótast út úr hinu misheppnaða Evrópusambandi,“ sagði Johnson. Þá fagnaði Nigel Farage, aðskilnaðarsinni og formaður Sjálfstæðisflokks (UKIP), því að loksins væri komið að kosningum. Hann sagði flokk sinn hafa barist fyrir aðskilnaði í tvo áratugi og að atkvæðagreiðslan hefði ekki verið möguleg án flokksins. „Stuðningsmenn okkar myndu skríða á glerbrotum til að fá að kjósa Brexit,“ sagði Farage.Niðurstöður í fyrramálið Búist er við að fyrstu tölur berist um miðnætti en endanlegar niðurstöður liggi fyrir um klukkan sex í fyrramálið. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana sem The Financial Times tók saman munar einu prósentustigi. 45 myndu kjósa áframhaldandi veru í Evrópusambandinu en 44 prósent aðskilnað. BBC gefur sömu niðurstöðu á meðan meðaltalið sem Bloomberg tók saman sýnir öfuga niðurstöðu. Vert er að hafa í huga að skoðanakannanir fyrir þingkosningar í Bretlandi í fyrra reyndust nærri allar rangar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 23. júní 2016
Bretland Brexit Morðið á Jo Cox Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira