Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:40 Tröllaukinn spegill JWST. Búið er að framleiða alla hluta sjónaukans en eftir á að setja þá alla saman og prófa. Vísir/AFP Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Grunur um vopnaða árás á krá í nótt Innlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11