Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 13:38 Boeing hefur verið til náinnar skoðunar eftir tvö keimlík flugslys á skömmum tíma. Vísir/EPA Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15