Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 13:09 Thwaites-jökullinn á Suðurskautslandinu er risavaxinn og afskekktur. Erfitt hefur reynst að gera beinar mælingar á ísnum þar fram til þessa. NASA/OIB/Jeremy Harbeck Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast. Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30
Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15
Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15