Hosni Mubarak látinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 11:23 Hosni Mubarak varði sex árum í haldi lögreglu undir lok ævi sinnar. VÍSIR/AFP Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. Ýmsum sögum hafði farið af heilsufari hans; hann hefur verið sagður hafa fengið hjartaáfall, heilablóðfall og verið í dái um tíma, auk þess sem hann var fluttur á sjúkrahús árið 2013, en þá sætti hann stofufangelsi. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Fjölmenn mótmælendahreyfing krafðist afsagnar forsetans en mætti mikilli hörku öryggisveita. Mubarak var dæmdur sekur á neðra dómstigi um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Hann var að endingu sýknaður af þessum ákærum í Hæstarétti Egyptalands en Mubarak varði alls sex árum í haldi lögreglu. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli en saksóknarar fullyrtu að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara sem nota átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins. Mubarak lætur eftir sig eiginkonu sína Suzanne og fyrrnefnda syni, þá Gamal og Alaa. Andlát Egyptaland Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Sjá meira
Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn. Hann lést á sjúkrahúsi í Kaíró, 91 árs að aldri. Ýmsum sögum hafði farið af heilsufari hans; hann hefur verið sagður hafa fengið hjartaáfall, heilablóðfall og verið í dái um tíma, auk þess sem hann var fluttur á sjúkrahús árið 2013, en þá sætti hann stofufangelsi. Mubarak varð forseti Egyptalands árið 1981 eftir morðið á forsetanum Anwar Sadat. Hann var hrakinn frá völdum í ársbyrjun 2011, þegar Arabíska vorið stóð sem hæst. Fjölmenn mótmælendahreyfing krafðist afsagnar forsetans en mætti mikilli hörku öryggisveita. Mubarak var dæmdur sekur á neðra dómstigi um að hafa fyrirskipað skotárásir á mótmælendur en talið er að þúsundir hafi látið lífið í átökum lögreglu og mótmælenda. Hann var að endingu sýknaður af þessum ákærum í Hæstarétti Egyptalands en Mubarak varði alls sex árum í haldi lögreglu. Hann var jafnframt sakfelldur fyrir að hafa dregið að sér fé úr opinberum sjóðum. Synir hans tveir fengu einnig dóma í sama máli en saksóknarar fullyrtu að feðgarnir hafi dregið sér tæpar átján milljónir dollara sem nota átti að nota til viðhalds á forsetahöllum landsins. Mubarak lætur eftir sig eiginkonu sína Suzanne og fyrrnefnda syni, þá Gamal og Alaa.
Andlát Egyptaland Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Sjá meira