Apollo-geimfarinn Al Worden látinn Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2020 22:57 Al Worden í geimbúningi sínum áður en hann flaug til tunglsins í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971. AP/NASA Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. AP-fréttastofan hefur eftir vini Worden að hann hafi andast í svefni í endurhæfingarmiðstöð í Houston í Texas þar sem hann var til meðferðar eftir sýkingu. Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lýsir Worden sem bandarískri hetju og fullyrðir að afrek hans í geimnum falli aldrei í gleymskunnar dá. I m deeply saddened to hear that Apollo astronaut Al Worden has passed away. Al was an American hero whose achievements in space and on Earth will never be forgotten. My prayers are with his family and friends. https://t.co/ZUx1yMv6iJ pic.twitter.com/Y7F6RT1foZ— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) March 18, 2020 Worden flaug stjórnhylkinu Endeavour á braut um tunglið á meðan tveir félagar hans, David Scott og Jim Irwin, gengu á tunglinu og prófuðu fyrsta tungljeppa NASA. Scott er á meðal fjögurra manna sem gengu á tunglinu sem eru enn á lífi. Irwin lést árið 1991. Apollo 15 var eini geimleiðangur Worden. Á leiðinni heim frá tunglinu fór hann út úr geimferjunni í um 322.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það var í fyrsta skipti sem maður fór í geimgöngu lengra úti í geimnum en á braut um jörðu. „Nú veit ég hvers vegna ég er hér. Ekki til að líta nánar á tunglið heldur til að horfa aftur heim, til jarðar,“ sagði Worden um leiðangurinn. Aðeins ellefu af geimförunum 24 sem flugu til tunglsins frá 1968 til 1972 eru nú eftir á lífi. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er einn þeirra. Hann minntist Worden með því að birta mynd af þeim saman með vísun í tíma þeirra í West Point-herskólanum á Twitter. Line of Grey, Be Thou at Peace! Godspeed Al. #Apollo15 pic.twitter.com/VClUdTv33p— Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) March 18, 2020 Andlát Geimurinn Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Sjá meira
Al Worden, bandaríski geimfarinn sem fór á braut um tunglið í Apollo 15-leiðangrinum árið 1971, lést í dag, 88 ára að aldri. Á heimleiðinni varð Worden fyrsti maðurinn til að fara í geimgöngu utan sporbrautar jarðarinnar. AP-fréttastofan hefur eftir vini Worden að hann hafi andast í svefni í endurhæfingarmiðstöð í Houston í Texas þar sem hann var til meðferðar eftir sýkingu. Jim Bridenstine, forstjóri bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lýsir Worden sem bandarískri hetju og fullyrðir að afrek hans í geimnum falli aldrei í gleymskunnar dá. I m deeply saddened to hear that Apollo astronaut Al Worden has passed away. Al was an American hero whose achievements in space and on Earth will never be forgotten. My prayers are with his family and friends. https://t.co/ZUx1yMv6iJ pic.twitter.com/Y7F6RT1foZ— Jim Bridenstine (@JimBridenstine) March 18, 2020 Worden flaug stjórnhylkinu Endeavour á braut um tunglið á meðan tveir félagar hans, David Scott og Jim Irwin, gengu á tunglinu og prófuðu fyrsta tungljeppa NASA. Scott er á meðal fjögurra manna sem gengu á tunglinu sem eru enn á lífi. Irwin lést árið 1991. Apollo 15 var eini geimleiðangur Worden. Á leiðinni heim frá tunglinu fór hann út úr geimferjunni í um 322.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni. Það var í fyrsta skipti sem maður fór í geimgöngu lengra úti í geimnum en á braut um jörðu. „Nú veit ég hvers vegna ég er hér. Ekki til að líta nánar á tunglið heldur til að horfa aftur heim, til jarðar,“ sagði Worden um leiðangurinn. Aðeins ellefu af geimförunum 24 sem flugu til tunglsins frá 1968 til 1972 eru nú eftir á lífi. Buzz Aldrin, annar maðurinn til að stíga fæti á tunglið, er einn þeirra. Hann minntist Worden með því að birta mynd af þeim saman með vísun í tíma þeirra í West Point-herskólanum á Twitter. Line of Grey, Be Thou at Peace! Godspeed Al. #Apollo15 pic.twitter.com/VClUdTv33p— Buzz Aldrin (@TheRealBuzz) March 18, 2020
Andlát Geimurinn Mest lesið Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Erlent Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Innlent Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Erlent Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Erlent Fimm skotnir til bana í Frakklandi Erlent Hafa varla undan við að verka harðfisk í Sandgerði Innlent „Framsóknarlegt“ bakkaklór hjá borgarstjóra Innlent Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Erlent Byltingarkennt mótefni mögulega komið fyrir næsta faraldur Innlent Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent Fleiri fréttir Þurfa að greiða Trump 15 milljónir dala í bætur Hvað er eiginlega í gangi í New Jersey? Fimm skotnir til bana í Frakklandi Stofnandi Mango hrapaði til dauða í fjallgöngu Fótboltamaðurinn umdeildi orðinn forseti Georgíu Móðir banamannsins staðfesti líkindin Viðurkennir tveimur áratugum síðar að hafa logið um nauðgun Kæra forseta Suður-Kóreu fyrir afglöp í embætti Eru Rússar að hörfa frá Sýrlandi? Réttað yfir unglingi vegna „níðingsveiða“ Stakk sér í skorstein á flótta undan lögreglu Macron kynnir nýjan forsætisráðherra Gefur líka milljón í embættistökusjóð Trumps Tæplega hundrað eldflaugum og tvö hundruð drónum skotið að Úkraínu Hvað verður um umfangsmikinn fíkniefnaiðnað Sýrlands? Búist við að Macron skipi forsætisráðherra í dag Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Sjá meira