Ásakandi Andrésar getur birt honum stefnu vestra Kjartan Kjartansson skrifar 17. september 2021 15:01 Giuffre heldur því fram að Andrés prins hafi vitað af því að hún væri sautján ára gömul og fórnarlamb mansals þegar hann misnotaði hana fyrir um tuttugu árum. Prinsinn hefur neitað allri sök. Vísir/EPA Dómari í New York í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að kona sem sakar Andrés prins um að hafa níðst á sér þegar hún var undir lögaldri geti birt honum stefnu þar vestra. Lögmenn Andrésar reyna að þræta fyrir að honum hafi verið birt stefna konunnar í Bretlandi á lögmætan hátt. Virginia Giuffre stefndi Andrési, hertoga af Jórvík, í Bandaríkjunum en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var undir lögaldri. Hún heldur því fram að Andrés hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals Jeffreys Epstein, bandarísks auðkýfings, sem hefur verið sakaður um stórfelld kynferðisbrot og mansal á ungum konum. Epstein svipti sig lífi í bandarísku fangelsi í fyrra. Andrés prins, sem er næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Ekki aðeins það heldur segist hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hitt Giuffre. Deilt hefur verið um það fyrir breskum dómstólum hvort Giuffre geti birt Andrési stefnu sína þar í landi. Lögmenn Andrésar hafa haldið því fram að það hafi verið gert með ólögmætum hætti og því hafi honum enn ekki verið birt stefnan. Mikið er í húfi því teljist stefnan hafa verið birt Andrési verður hann að taka til varna fyrir dómi því annars gæti hann átt á hættu að tapa málinu sjálfkrafa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur dómari í New York sagt að Giuffre geti birt lögmanni Andrésar í Bandaríkjunum stefnuna. Vísaði hann til þess að lögmenn Giuffre hefðu þegar reynt að birta Andrési stefnuna í Bretlandi samkvæmt reglum alþjóðlegs samnings sem bæði Bandaríkin og Bretland eiga aðild að. Dómari á Bretlandi hefur þegar fallist á að hægt sé að birta Andrési stefnuna þar. Hann hefur gefið lögmönnum prinsins frest fram á næsta föstudag til að áfrýja þeirri niðurstöðu. Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Sjá meira
Virginia Giuffre stefndi Andrési, hertoga af Jórvík, í Bandaríkjunum en hún sakar hann um að hafa misnotað sig kynferðislega þegar hún var undir lögaldri. Hún heldur því fram að Andrés hafi vitað að hún væri fórnarlamb mansals Jeffreys Epstein, bandarísks auðkýfings, sem hefur verið sakaður um stórfelld kynferðisbrot og mansal á ungum konum. Epstein svipti sig lífi í bandarísku fangelsi í fyrra. Andrés prins, sem er næstelsti sonur Elísabetar Bretadrottningar, hefur alla tíð haldið fram sakleysi sínu. Ekki aðeins það heldur segist hann ekki minnast þess að hafa nokkru sinni hitt Giuffre. Deilt hefur verið um það fyrir breskum dómstólum hvort Giuffre geti birt Andrési stefnu sína þar í landi. Lögmenn Andrésar hafa haldið því fram að það hafi verið gert með ólögmætum hætti og því hafi honum enn ekki verið birt stefnan. Mikið er í húfi því teljist stefnan hafa verið birt Andrési verður hann að taka til varna fyrir dómi því annars gæti hann átt á hættu að tapa málinu sjálfkrafa, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Nú hefur dómari í New York sagt að Giuffre geti birt lögmanni Andrésar í Bandaríkjunum stefnuna. Vísaði hann til þess að lögmenn Giuffre hefðu þegar reynt að birta Andrési stefnuna í Bretlandi samkvæmt reglum alþjóðlegs samnings sem bæði Bandaríkin og Bretland eiga aðild að. Dómari á Bretlandi hefur þegar fallist á að hægt sé að birta Andrési stefnuna þar. Hann hefur gefið lögmönnum prinsins frest fram á næsta föstudag til að áfrýja þeirri niðurstöðu.
Mál Jeffrey Epstein Bretland Kóngafólk Mál Andrésar prins Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Sjá meira