Fundu sögufrægt skip á þriggja kílómetra dýpi við Suðurskautslandið Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2022 23:43 Endurance er tiltölulega heillegt, miðað við að það sökk fyrir hundrað árum. AP/Falklands Maritime Heritage Trust/National Georgraphic Búið er að finna hið sögufræga skip Endurance sem sökk árið 1915 á Weddell-hafi undan ströndum Suðurskautslandsins. Hópur sérfræðinga leitaði skipsins með neðansjávardrónum í tvær vikur en það fannst svo á tæplega þriggja kílómetra dýpi. Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916. Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira
Leitin er sögð hafa verið erfið vegna mikils hafíss og kulda. Fundur Endurance var svo tilkynntur í dag og myndband af flakinu birt á netinu. Skipið er merkilega vel varðveitt miðað við að það hafi verið í sjónum í rúm hundrað ár. Við því var þó búist vegna þess dýpis sem það er á og þessa mikla kulda sem það hefur verið í. Skipið sökk eftir að það festist í hafís en eins og fram kemur í frétt New York Times er skipið frægt vegna þess sem gekk á eftir að það sökk. Landkönnuðurinn Ernest Shackleton, leiddi leiðangurinn sem farinn var á Endurance, en Frank Worsley var skipstjóri. Alls voru 28 menn um borð í skipinu þegar því var siglt af stað frá Englandi árið 1914. Markmið Shackleton var að verða fyrstur til að þvera Suðurskautið. Leiðinn lá á flóa í Weddell-hafi og þaðan átti ferð Shackletons að hefjast. Skipið festist þó í hafís þann 19. janúar 1915 og sökk 27. október. Mönnunum reyndist ómögulegt að draga björgunarbáta sína og birgðir eftir ísnum og að sjó. Því biðu þeir þar til ísinn byrjaði að brotna upp. Hér má sjá ljósmynd sem tekin var árið 1915 þegar Endurance festist í hafís og sökk í kjölfarið.Getty Þeim tókst að róa til Fíla-eyju, sem var óbyggð og voru tæplega 1.300 kílómetrar í næstu byggð á Suður-Georgíu-eyju, þar sem norskir hvalveiðimenn héldu til. Samkvæmt grein Greenwich-safnsins ákvað Shackleton að skilja flesta mennina eftir og réri hann ásamt fimm öðrum eftir hjálp. Sú ferð tók fimmtán daga en þeir voru þó ekki hólpnir, því þeir náðu landi á óbyggðum hluta eyjunnar og þurftu að ganga í 36 klukkustundir við gífurlega erfiðar aðstæður. Allir mennirnir björguðust en mönnunum á Fíla-eyju var þó ekki bjargað fyrir en 30. ágúst 1916.
Suðurskautslandið Fornminjar Vísindi Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Sjá meira