Plata Rússa til að skjóta dýrum eldflaugum á gervi-HIMARS Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2022 16:50 Úkraínumenn eiga sextán HIMARS-eldflaugakerfi. Rússar segjast hafa grandað fjölmörgum þeirra en bæði Úkraínumenn og Bandaríkjamenn segja það kolrangt. Rússar hafa þó gert árásir á tálbeitur sem látnar eru líta út fyrir að vera HIMARS. Getty/Anastasia Vlasova Úkraínumenn segjast hafa platað Rússa til að skjóta minnst tíu Kalibr-eldflaugum á gerviskotmörk sem smíðuð voru eftir útlit HIMARS-eldflaugakerfa. Gerviskotmörkin eru smíðuð úr timbri og er erfitt að greina þau sundur frá raunverulegum HIMARS með drónum sem eru hátt á lofti. Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Stjórnendur drónanna senda svo staðsetningu skotmarkanna til herskipa Rússa á Svartahafi sem skjóta eldflaugunum dýru af stað. Í samtali við Washington Post segja úkraínskir embættismenn að tilraunir með þessi gerviskotmörk hafi skilað góðum árangri. Úkraínumenn séu að framleiða fleiri skotmörk til að gabba Rússa og draga úr hættunni sem stafar af stórskotaliðs- og eldflaugaárásum þeirra. Fregnir hafa borist af því að birgðir Rússa af langdrægum eldflaugum, eins og Kalibr, fari þverandi og refsiaðgerðir gegn Rússum hafi gert þeim erfitt með að framleiða fleiri í miklu magni. Úkraínumenn geta gert árásir á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð með eldflaugunum og hafa notað þær með góðum árangri til að grafa undan Rússum í Kherson-héraði.Getty/Anastasia Vlasova. Úkraínumenn hafa fengið sextán HIMARS-eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og eru sagðir hafa beitt þeim með mjög miklum árangri. Hægt er að nota vopnin til að skjóta eldflaugum á skotmörk í allt að hundrað kílómetra fjarlægð og hafa Úkraínumenn notað þau sérstaklega til að grafa undan birgða- og flutninganeti Rússa í sunnanverðri Úkraínu. Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi gert gagnárásir gegn Rússum í Kherson-héraði í suðurhluta Úkraínu í gær. Árásirnar hófust í gær og voru sagðar hafa skilað nokkrum árangri. Harðir bardagar hafa geisað í héraðinu í dag og hefur gífurlega mörgum sprengjum verið varpað á svæðinu. Rússar segjast hafa stöðvað árásirnar, fellt hundruð Úkraínumanna og grandað miklu magni hergagna. Lítið hefur þó verið staðfest í þessum efnum og er vert að taka fram að trúverðugleiki Rússa varðandi innrás þeirra í Úkraínu er takmarkaður og Úkraínumenn vilja lítið gefa upp um árásir þeirra og vísa til þess að þeir vilji ekki að Rússar viti neitt um ætlanir þeirra. Sérfræðingur sem ræddi við AP fréttaveituna segir of snemmt að segja til um árangur í árásum Úkraínumanna. Þeir hafi áður brotið sér leið í gegnum varnir Rússa í Kherson en það hafi ekki skilað árangri. Hann segir þó mikilvægt fyrir Úkraínumenn að halda áfram að skjóta á brýr og ferjur á Dnipro-ánni og koma í veg fyrir að Rússar geti komið liðsauka og birgðum yfir ána.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01 Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50 Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Fleiri fréttir „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Sjá meira
Tók upp flugferðir sínar yfir Úkraínu og birti til minningar fallins félaga Flugher Úkraínu birti í morgun myndband sem einn af flugmönnum hersins gerði til minningar um annan. Myndbandið sýnir flugmann, sem heitir Ivan, fljúga yfir Úkraínu í mismunandi verkefnum og skjóta eldflaugum að skotmörkum. 30. ágúst 2022 14:01
Úkraínuforseti skorar á Rússa að leggja á flótta frá Kherson Óstaðfestar fregnir eru um stórsókn úkraínskra hersveita í Kherson héraði í suðurhluta Úkraínu. Forseti landsins skorar á rússneskar hersveitir að leggja á flótta og segir að Úkraínumenn muni endurheimta landamæri sín á öllum vígstöðvum. 30. ágúst 2022 11:50
Vill gera miklar breytingar á Evrópusambandinu Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, kallaði í gær eftir umfangsmiklum breytingum á Evrópusambandinu. Gera þyrfti sambandinu auðveldara að stækka og komast yfir innri deilur, samhliða því að gera því kleift að standa í hárinu á utanaðkomandi andstæðingum eins og Rússlandi og Kína. 30. ágúst 2022 10:17